Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Atli Ísleifsson skrifar 14. maí 2025 08:29 Þorsteinn Vilhjálmsson gerði sér far um að kynna eðlisfræði og önnur vísindi fyrir almenningi. HÍ Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands í eðlisfræði, er látinn, 84 ára að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi síðastliðinn laugardag. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag. Á vef Vísindavefs Háskóla Íslands er fjallað um rannsóknir Þorsteins og segir að hann hafi sérstaklega stundað rannsóknir og ritstörf um sögu eðlisvísinda á nýöld og um sögu stjörnufræði, tímatals og siglingakunnáttu á Norðurlöndum á miðöldum. Meðal helstu ritverka eru Heimsmynd á hverfanda hveli I-II frá 1986-1987 og Einstein, eindir og afstæði frá 2015 sem Þorsteinn ritstýrði og samdi að hluta. Þorsteinn fæddist árið 1940 og lauk stúdentsprófi frá MR 1960 og meistaraprófi í öreindafræði árið 1967 frá Bohr-stofnuninni í Kaupmannahöfn. Hann starfaði fyrst í tvö ár við norrænu rannsóknastofnunina Nordita, sem þá var í Kaupmannahöfn. Hann réðst til starfa við Raunvísindastofnun árið 1967 og við Raunvísindadeild tveimur árum síðar,“ segir á Vísindavefnum. Varð prófessor 1989 Fram kemur að Þorsteinn hafi orðið prófessor 1989 og verið forseti deildarinnar frá 1995 til 1997. Auk eðlisfræðinnar hafi hann hafið kennslu í sögu og heimspeki vísinda um 1980. Þorsteinn hafði áhuga á tilhögun háskólakennslu og var formaður kennslumálanefndar Háskóla Íslands 1985 til 1992. Hann fór svo á eftirlaun 2010 en stundaði þó áfram rannsóknir og ritstörf. Þorsteinn gerði sér far um að kynna eðlisfræði og önnur vísindi fyrir almenningi, hélt erindi af því tagi, skrifaði greinar og samdi bækur eða ritstýrði. „Hann var aðalritstjóri Orðaskrár Eðlisfræðifélagsins sem kom út árið 1996. Hann vann að stofnun Vísindavefsins árið 2000 og var aðalritstjóri hans 2000-2010. Árið 2005 fékk Þorsteinn sérstaka viðurkenningu menntamálaráðuneytisins fyrir störf sín að vísindamiðlun og var síðan tilnefndur til Descartes-verðlauna Evrópusambandsins. Þorsteinn hlaut riddarakross fálkaorðunnar árið 2011 „fyrir framlag til vísinda, kennslu og miðlunar fræðilegrar þekkingar til almennings,“ segir á Vísindavefnum. Um rannsóknir Þorsteins á vísindum og fræðum norrænna miðalda segir að þær hafi beinst bæði að því að greina norrænar frumheimildir, rekja uppruna þeirra þegar hafi átt við og að átta sig á því sem menn hafi líklega ráðið af umhverfinu með beinum athugunum og reynslu. Eftirlifandi eiginkona Þorsteins er Sigrún Júlíusdóttir, fædd 1944. Sonur þeirra er Viðar, fæddur 1979. Áður var Þorsteinn giftur Ingibjörgu Björnsdóttur, fædd 1940, og eru börn þeirra Vilhjálmur, fæddur 1965, Björn, fæddur 1967, og Þórdís Katrín, fædd 1971. Sonur Sigrúnar og uppeldissonur Þorsteins er Orri Vésteinsson, fæddur 1967. Barnabörnin eru tólf og langafabörnin tvö. Andlát Háskólar Vísindi Skóla- og menntamál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag. Á vef Vísindavefs Háskóla Íslands er fjallað um rannsóknir Þorsteins og segir að hann hafi sérstaklega stundað rannsóknir og ritstörf um sögu eðlisvísinda á nýöld og um sögu stjörnufræði, tímatals og siglingakunnáttu á Norðurlöndum á miðöldum. Meðal helstu ritverka eru Heimsmynd á hverfanda hveli I-II frá 1986-1987 og Einstein, eindir og afstæði frá 2015 sem Þorsteinn ritstýrði og samdi að hluta. Þorsteinn fæddist árið 1940 og lauk stúdentsprófi frá MR 1960 og meistaraprófi í öreindafræði árið 1967 frá Bohr-stofnuninni í Kaupmannahöfn. Hann starfaði fyrst í tvö ár við norrænu rannsóknastofnunina Nordita, sem þá var í Kaupmannahöfn. Hann réðst til starfa við Raunvísindastofnun árið 1967 og við Raunvísindadeild tveimur árum síðar,“ segir á Vísindavefnum. Varð prófessor 1989 Fram kemur að Þorsteinn hafi orðið prófessor 1989 og verið forseti deildarinnar frá 1995 til 1997. Auk eðlisfræðinnar hafi hann hafið kennslu í sögu og heimspeki vísinda um 1980. Þorsteinn hafði áhuga á tilhögun háskólakennslu og var formaður kennslumálanefndar Háskóla Íslands 1985 til 1992. Hann fór svo á eftirlaun 2010 en stundaði þó áfram rannsóknir og ritstörf. Þorsteinn gerði sér far um að kynna eðlisfræði og önnur vísindi fyrir almenningi, hélt erindi af því tagi, skrifaði greinar og samdi bækur eða ritstýrði. „Hann var aðalritstjóri Orðaskrár Eðlisfræðifélagsins sem kom út árið 1996. Hann vann að stofnun Vísindavefsins árið 2000 og var aðalritstjóri hans 2000-2010. Árið 2005 fékk Þorsteinn sérstaka viðurkenningu menntamálaráðuneytisins fyrir störf sín að vísindamiðlun og var síðan tilnefndur til Descartes-verðlauna Evrópusambandsins. Þorsteinn hlaut riddarakross fálkaorðunnar árið 2011 „fyrir framlag til vísinda, kennslu og miðlunar fræðilegrar þekkingar til almennings,“ segir á Vísindavefnum. Um rannsóknir Þorsteins á vísindum og fræðum norrænna miðalda segir að þær hafi beinst bæði að því að greina norrænar frumheimildir, rekja uppruna þeirra þegar hafi átt við og að átta sig á því sem menn hafi líklega ráðið af umhverfinu með beinum athugunum og reynslu. Eftirlifandi eiginkona Þorsteins er Sigrún Júlíusdóttir, fædd 1944. Sonur þeirra er Viðar, fæddur 1979. Áður var Þorsteinn giftur Ingibjörgu Björnsdóttur, fædd 1940, og eru börn þeirra Vilhjálmur, fæddur 1965, Björn, fæddur 1967, og Þórdís Katrín, fædd 1971. Sonur Sigrúnar og uppeldissonur Þorsteins er Orri Vésteinsson, fæddur 1967. Barnabörnin eru tólf og langafabörnin tvö.
Andlát Háskólar Vísindi Skóla- og menntamál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira