„Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. maí 2025 18:55 Jón Óttar Ólafsson eigandi rannsóknarfyrirtækisins PPP sem hefur verið lagt niður. Vísir/Ívar Fyrrverandi eigandi PPP segir að hann hafi haft aðgang að öllum gögnum hjá sérstökum saksóknara og lögreglu meðan hann vann fyrir þrotabú og slitastjórnir. Hann sakar héraðssaksóknara um að hafa lekið gögnum PPP til RÚV til að skaða hann. Saksóknarinn hafnar þessu. Lögreglan á Suðurlandi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og nefnd um störf lögreglu hafa ákveðið að rannsaka og eða athuga gagnaþjófnað frá embætti sérstaks saksóknara sem tengd hafa verið fyrirtækinu PPP á árunum 2009-2011. Greint hefur verið frá því máli í í Kastljósi og Kveik á RÚV á undanförnum vikum. Jón Óttar Ólafsson fyrrum eigandi PPP, en fyrirtækið hætti starfsemi árið 2012, segist gjarnan vilja upplýsa rannsakendur um hvað gerðist í málinu á sínum tíma. „Að sjálfsögðu vil ég upplýsa rannsakendur um það sem gerðist,“ segir Jón Óttar. Hann starfaði hjá sérstökum saksóknara frá 2009-2011. Hann segist svo hafa ákveðið í lok árs 2011 að stofna rannsóknarfyrirtækið PPP ásamt Guðmundi Hauki Gunnarssyni sem var líka rannsakandi hjá sérstökum saksóknara á þeim tíma. „Við stofnum PPP haustið 2011 með vitund og vilja, Ólafs Þórs, Hólmsteins og Gríms Grímssonar og allra hjá sérstökum saksóknara. Við förum í fimmtíu prósent starf 1. desember 2011. Þá er komin upp sérstök staða því við erum fimmtíu prósent starfi sem einkarannsakarar og fimmtíu prósent sem lögreglumenn,“ segir Jón Óttar. Höfðu aðgang að öllum gögnum sérstaks saksóknara Hann segir að þeir félagar hafi svo hætt alveg sem launamenn hjá sérstökum saksóknara þann 1. janúar 2012 en verið áfram í verktakavinnu fyrir embættið í janúar og febrúar það ár ásamt því að vinna fyrir þrotabú Milestone og Glitnis. „Við vorum náttúrulega að nota gögn frá sérstökum saksóknara til að vinna í málum fyrir hann og á sama tíma vorum við náttúrulega að vinna fyrir Milestone skiptastjórann,“ segir hann. Jón Óttar telur að sérstakur saksóknari hafi verið meðvitaður um að þeir félagar hafi haft aðgang að öllum gögnum hans og lögreglu á þessum tíma og notað þau í bæði störfin. „Við vorum með öll gögnin. Þetta var ekkert leyndarmál. Tölvurnar voru tengdar við alla netþjóna lögreglunnar. Við vorum að nota tölvur PPP til að vinna fyrir hann og færðum þá gögnin yfir til okkar og notuðum svo í vinnu fyrir skiptastjóra Milestone. Það fór ekki fram hjá neinum,“ segir Jón Óttar. Telur að Ólafur hafi lekið gögnum til að skaða sig Jón Óttar telur að tvær grímur hafi byrjað að renna á sérstakan saksóknara varðandi allt ferlið , hann hafi í kjölfarið ákveðið að kæra þá félaga til ríkissaksóknara í maí 2012 fyrir að stela gögnunum sem hafi svo fellt málið niður 2013. Jón Óttar telur Ólafur Þór Hauksson sem gegndi embættinu á sínum tíma hafi ákveðið að koma gögnum PPP til RÚV til að koma höggi á sig vegna Namibíumálsins. Ólafur Þór Hauksson sem sinnti embættinu á sínum tíma hafnar því alfarið í samtali við fréttastofu. Jón Óttar viðurkennir hins vegar að vinnulag PPP hafi ekki verið eðlilegt en telur að þeir félagar hafi ekki brotið lög. „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega,“ segir Jón Óttar. Viðtalið við Jón Óttar í heild er hér að ofan. Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Lögreglan Dómstólar Alþingi Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og nefnd um störf lögreglu hafa ákveðið að rannsaka og eða athuga gagnaþjófnað frá embætti sérstaks saksóknara sem tengd hafa verið fyrirtækinu PPP á árunum 2009-2011. Greint hefur verið frá því máli í í Kastljósi og Kveik á RÚV á undanförnum vikum. Jón Óttar Ólafsson fyrrum eigandi PPP, en fyrirtækið hætti starfsemi árið 2012, segist gjarnan vilja upplýsa rannsakendur um hvað gerðist í málinu á sínum tíma. „Að sjálfsögðu vil ég upplýsa rannsakendur um það sem gerðist,“ segir Jón Óttar. Hann starfaði hjá sérstökum saksóknara frá 2009-2011. Hann segist svo hafa ákveðið í lok árs 2011 að stofna rannsóknarfyrirtækið PPP ásamt Guðmundi Hauki Gunnarssyni sem var líka rannsakandi hjá sérstökum saksóknara á þeim tíma. „Við stofnum PPP haustið 2011 með vitund og vilja, Ólafs Þórs, Hólmsteins og Gríms Grímssonar og allra hjá sérstökum saksóknara. Við förum í fimmtíu prósent starf 1. desember 2011. Þá er komin upp sérstök staða því við erum fimmtíu prósent starfi sem einkarannsakarar og fimmtíu prósent sem lögreglumenn,“ segir Jón Óttar. Höfðu aðgang að öllum gögnum sérstaks saksóknara Hann segir að þeir félagar hafi svo hætt alveg sem launamenn hjá sérstökum saksóknara þann 1. janúar 2012 en verið áfram í verktakavinnu fyrir embættið í janúar og febrúar það ár ásamt því að vinna fyrir þrotabú Milestone og Glitnis. „Við vorum náttúrulega að nota gögn frá sérstökum saksóknara til að vinna í málum fyrir hann og á sama tíma vorum við náttúrulega að vinna fyrir Milestone skiptastjórann,“ segir hann. Jón Óttar telur að sérstakur saksóknari hafi verið meðvitaður um að þeir félagar hafi haft aðgang að öllum gögnum hans og lögreglu á þessum tíma og notað þau í bæði störfin. „Við vorum með öll gögnin. Þetta var ekkert leyndarmál. Tölvurnar voru tengdar við alla netþjóna lögreglunnar. Við vorum að nota tölvur PPP til að vinna fyrir hann og færðum þá gögnin yfir til okkar og notuðum svo í vinnu fyrir skiptastjóra Milestone. Það fór ekki fram hjá neinum,“ segir Jón Óttar. Telur að Ólafur hafi lekið gögnum til að skaða sig Jón Óttar telur að tvær grímur hafi byrjað að renna á sérstakan saksóknara varðandi allt ferlið , hann hafi í kjölfarið ákveðið að kæra þá félaga til ríkissaksóknara í maí 2012 fyrir að stela gögnunum sem hafi svo fellt málið niður 2013. Jón Óttar telur Ólafur Þór Hauksson sem gegndi embættinu á sínum tíma hafi ákveðið að koma gögnum PPP til RÚV til að koma höggi á sig vegna Namibíumálsins. Ólafur Þór Hauksson sem sinnti embættinu á sínum tíma hafnar því alfarið í samtali við fréttastofu. Jón Óttar viðurkennir hins vegar að vinnulag PPP hafi ekki verið eðlilegt en telur að þeir félagar hafi ekki brotið lög. „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega,“ segir Jón Óttar. Viðtalið við Jón Óttar í heild er hér að ofan.
Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Lögreglan Dómstólar Alþingi Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira