Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Lovísa Arnardóttir skrifar 13. maí 2025 15:31 Bergþór Ólason var verulega ósáttur við ræður tveggja þingmanna og að þau hefðu ekki látið hann vita. Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, bað Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“. Það gerði hann í tilefni af því að tveir þingmenn, Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, og Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, héldu ræður á þingi sem beint var að þingmanni Miðflokksins, Karli Gauta Hjaltasyni og létu hann ekki vita. Ræður þeirra Sigmars og Ásu snerust báðar um sameiginlega yfirlýsingu utanríkisráðherra Íslands ásamt fimm öðrum ríkjum þar sem ísraelsk stjórnvöld voru hvött til þess að hverfa frá áformum um útvíkkun hernaðaraðgerða auk ákalls um vopnahlé á Gasa og mannúðaraðstoð á svæðið. Sigmar sagði ræðu af ræðu Karls Gauta fyrir viku síðan mætti svo dæma að í yfirlýsingu utanríkisráðherranna hefði falist einhvers konar andúð í garð Ísraels. Sigmar sagði það alls ekki rétt og las svo upp lokaorð ræðu Karls Gauta frá því á þingi í gær þar sem hann sagði: „Gerir hæstvirtur utanríkisráðherra sér ekki grein fyrir því að hún er utanríkisráðherra lítillar smáþjóðar í norður Atlantshafi sem vinnur við það að selja fisk? Okkar hlutskipti í veröldinni er að tala fyrir friði og selja fisk,“ sagði Karl Gauti. Karl Gauti Hjaltason sagði það ókurteisi að hann hafi ekki verið látinn vita. Vísir/Vilhelm Sigmar sagði það ekki nýlunda að þingmenn Miðflokksins tali gegn alþjóðastarfi en að hans mati sé hlutskipti Íslands í veröldinni eitthvað meira en að bara selja fisk. Ása Berglind tók undir orð Sigmars og minnti á þann fjölda almennra borgara og barna sem Ísrael hefur drepið í árásum sínum og að ísraelskt stjórnvöld hafi staðið í vegi fyrir því vikum saman að hægt sé að dreifa mannúðaraðstoð á Gasa. Sakaður um að vera í liði með óbótamönnum Karl Gauti Hjaltason fékk að fara í pontu til að bera af sér sakir þegar dagskrárliðnum störf þingsins var lokið. Hann minnti á að það væri venja að ef maður ætlaði að fjalla um annan þingmann í störfum þingsins væri hann látinn vita. Það hefði ekki verið gert í þessu tilfelli. Ása Berglind viðurkenndi að hún vissi ekki að það væri hefð fyrir því að láta þingmenn vita ef minnst er á þá í ræðum. Vísir/Anton Brink „Ég var staddur úti í bæ,“ sagði Karl Gauti og þar hefði hann heyrt Sigmar saka hann um að vera í liði með „einhverjum óbótamönnum“. Karl Gauti sagði það ókurteisi að ráðast að þingmanni og láta hann ekki vita svo hann geti svarað. Karl Gauti sagði Ísland eiga að tala fyrir friði en ekki taka afstöðu eins og sé ítrekað gert í máli utanríkisráðherra Íslands. Það sé ekki ástæða fyrir „litla smáþjóð“ að tala gegn Ísrael með harðari hætti en önnur ríki. Vissi ekki af hefðinni Ása Berglind svaraði Karli Gauta og sagðist ekki hafa vitað að það ætti að láta þingmenn vita og baðst afsökunar. Bryndís Haraldsdóttir sagði umræðuna geta verið skemmtilegri þegar þingmenn kalla aðra þingmenn til samtals. Alþingi Miðflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira
Ræður þeirra Sigmars og Ásu snerust báðar um sameiginlega yfirlýsingu utanríkisráðherra Íslands ásamt fimm öðrum ríkjum þar sem ísraelsk stjórnvöld voru hvött til þess að hverfa frá áformum um útvíkkun hernaðaraðgerða auk ákalls um vopnahlé á Gasa og mannúðaraðstoð á svæðið. Sigmar sagði ræðu af ræðu Karls Gauta fyrir viku síðan mætti svo dæma að í yfirlýsingu utanríkisráðherranna hefði falist einhvers konar andúð í garð Ísraels. Sigmar sagði það alls ekki rétt og las svo upp lokaorð ræðu Karls Gauta frá því á þingi í gær þar sem hann sagði: „Gerir hæstvirtur utanríkisráðherra sér ekki grein fyrir því að hún er utanríkisráðherra lítillar smáþjóðar í norður Atlantshafi sem vinnur við það að selja fisk? Okkar hlutskipti í veröldinni er að tala fyrir friði og selja fisk,“ sagði Karl Gauti. Karl Gauti Hjaltason sagði það ókurteisi að hann hafi ekki verið látinn vita. Vísir/Vilhelm Sigmar sagði það ekki nýlunda að þingmenn Miðflokksins tali gegn alþjóðastarfi en að hans mati sé hlutskipti Íslands í veröldinni eitthvað meira en að bara selja fisk. Ása Berglind tók undir orð Sigmars og minnti á þann fjölda almennra borgara og barna sem Ísrael hefur drepið í árásum sínum og að ísraelskt stjórnvöld hafi staðið í vegi fyrir því vikum saman að hægt sé að dreifa mannúðaraðstoð á Gasa. Sakaður um að vera í liði með óbótamönnum Karl Gauti Hjaltason fékk að fara í pontu til að bera af sér sakir þegar dagskrárliðnum störf þingsins var lokið. Hann minnti á að það væri venja að ef maður ætlaði að fjalla um annan þingmann í störfum þingsins væri hann látinn vita. Það hefði ekki verið gert í þessu tilfelli. Ása Berglind viðurkenndi að hún vissi ekki að það væri hefð fyrir því að láta þingmenn vita ef minnst er á þá í ræðum. Vísir/Anton Brink „Ég var staddur úti í bæ,“ sagði Karl Gauti og þar hefði hann heyrt Sigmar saka hann um að vera í liði með „einhverjum óbótamönnum“. Karl Gauti sagði það ókurteisi að ráðast að þingmanni og láta hann ekki vita svo hann geti svarað. Karl Gauti sagði Ísland eiga að tala fyrir friði en ekki taka afstöðu eins og sé ítrekað gert í máli utanríkisráðherra Íslands. Það sé ekki ástæða fyrir „litla smáþjóð“ að tala gegn Ísrael með harðari hætti en önnur ríki. Vissi ekki af hefðinni Ása Berglind svaraði Karli Gauta og sagðist ekki hafa vitað að það ætti að láta þingmenn vita og baðst afsökunar. Bryndís Haraldsdóttir sagði umræðuna geta verið skemmtilegri þegar þingmenn kalla aðra þingmenn til samtals.
Alþingi Miðflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira