Logi á leið í burtu en ekki til Freys Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2025 13:00 Logi Tómasson í leiknum eftirminnilega gegn Wales í fyrra þar sem hann opnaði markareikning sinn fyrir íslenska landsliðið. vísir/Anton Norska knattspyrnufélagið Strömsgodset hefur samþykkt að selja landsliðsbakvörðinn Loga Tómasson sem mun vera á leið til Tyrklands. Logi hefur verið eftirsóttur og sérstaklega verið orðaður við félög Freys Alexanderssonar, fyrst Kortrijk í Belgíu og svo Brann eftir að Freyr flutti sig yfir til Noregs. Sjálfur lýsti Freyr yfir áhuga á leikmanninum, í óþökk þjálfara Strömsgodset. Það varð þó aldrei af því að Logi færi til Brann og nú hefur Strömsgodset, samkvæmt TV 2 í Noregi, komist að samkomulagi við tyrkneska félagið Samsunspor um sölu á hinum 24 ára gamla Loga. TV 2 segir þó að ekki séu öll smáatriði frágengin en að allt bendi til þess að Logi verði leikmaður Samsunspor. Miðillinn segir að Logi hafi verið mikilvægur hlekkur í liði Strömsgodset síðustu ár en hann kom til félagsins frá Víkingi í ágúst 2023. Samningur Loga við Strömsgodset gildir út árið 2026 og því eðlilegt að hann verði seldur í ár svo að félagið fái sem hæst verð fyrir kappann. TV 2 bendir hins vegar á að félagaskiptaglugginn í Tyrklandi opnist ekki fyrr en 1. júlí og að því gæti enn liðið nokkur tími þar til að allt verði frágengið. Strømsgodset har kommet til enighet med en utenlandsk klubb om et salg av Logi Tómasson. Islendingen signerer for sin nye klubb etter medisinsk test i løpet av de nærmeste ukene og forlater Norge i sommer. Godset er sikret opp mot 10 mill. kr for backen. pic.twitter.com/ZOokw5pyAx— Stian André de Wahl (@StianWahl) May 13, 2025 Stian André de Wahl, blaðamaður Nettavisen, segir að Logi muni gangast undir læknisskoðun á komandi vikum og í kjölfarið skrifa formlega undir samning við sitt nýja félag. Strömsgodset fái allt að tíu milljónir norskra króna í sinn hlut, eða um 126 milljónir íslenskra króna. Norski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
Logi hefur verið eftirsóttur og sérstaklega verið orðaður við félög Freys Alexanderssonar, fyrst Kortrijk í Belgíu og svo Brann eftir að Freyr flutti sig yfir til Noregs. Sjálfur lýsti Freyr yfir áhuga á leikmanninum, í óþökk þjálfara Strömsgodset. Það varð þó aldrei af því að Logi færi til Brann og nú hefur Strömsgodset, samkvæmt TV 2 í Noregi, komist að samkomulagi við tyrkneska félagið Samsunspor um sölu á hinum 24 ára gamla Loga. TV 2 segir þó að ekki séu öll smáatriði frágengin en að allt bendi til þess að Logi verði leikmaður Samsunspor. Miðillinn segir að Logi hafi verið mikilvægur hlekkur í liði Strömsgodset síðustu ár en hann kom til félagsins frá Víkingi í ágúst 2023. Samningur Loga við Strömsgodset gildir út árið 2026 og því eðlilegt að hann verði seldur í ár svo að félagið fái sem hæst verð fyrir kappann. TV 2 bendir hins vegar á að félagaskiptaglugginn í Tyrklandi opnist ekki fyrr en 1. júlí og að því gæti enn liðið nokkur tími þar til að allt verði frágengið. Strømsgodset har kommet til enighet med en utenlandsk klubb om et salg av Logi Tómasson. Islendingen signerer for sin nye klubb etter medisinsk test i løpet av de nærmeste ukene og forlater Norge i sommer. Godset er sikret opp mot 10 mill. kr for backen. pic.twitter.com/ZOokw5pyAx— Stian André de Wahl (@StianWahl) May 13, 2025 Stian André de Wahl, blaðamaður Nettavisen, segir að Logi muni gangast undir læknisskoðun á komandi vikum og í kjölfarið skrifa formlega undir samning við sitt nýja félag. Strömsgodset fái allt að tíu milljónir norskra króna í sinn hlut, eða um 126 milljónir íslenskra króna.
Norski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira