Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar 13. maí 2025 10:31 Það vekur sérstaka athygli þegar fyrrverandi dómsmálaráðherra og lögfræðimenntuð þingkona, Sigríður Á. Andersen, heldur því fram í þættinum Spursmál að eini tilgangur skattlagningar sé að „afla ríkissjóði tekna“ – og að „menn laga ekki siðferði með sköttum“. Það er vissulega gagnlegt að fá áminningu um svona einfalda hagfræðilega nálgun frá þeim sem eitt sinn bar ábyrgð á dómskerfi landsins. Maður skyldi ætla að lögfræðingur – hvað þá fyrrverandi ráðherra – hefði einhverja yfirsýn yfir meginreglur laga, stjórnarskrá og siðferðilegar skyldur stjórnvalda. En annað virðist raunin. Sem borgari og fagmaður í félags- og samfélagsmálum verð ég að mótmæla þessari þröngu og í raun hættulegu sýn á samfélagið. Ríkið er ekki peningavél. Það hefur siðferðislegar skyldur, sérstaklega þegar kemur að ráðstöfun auðlinda og jafnræði í samfélaginu. Skattlagning er ekki bara bókhald – hún er pólitísk og siðferðileg yfirlýsing um hvað við viljum standa fyrir sem samfélag. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 kveður skýrt á um það hlutverk stjórnvalda að gæta jafnræðis og mannréttinda. Í 1. gr. er fjallað um að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn, og í 65. gr. kemur skýrt fram að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. Það er ekki hægt að fella þessar grundvallarreglur í einhvers konar pólitískan minimalisma sem gengur út á að „skattur er bara skattur“. Þegar Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, bendir á að veiðigjöld snúist líka um siðferði, þá er hann í raun að minna okkur á að þjóðin á auðlindirnar – ekki útgerðirnar. Þá ber að nýta á sanngjarnan og ábyrgan hátt, þannig að samfélagið í heild njóti góðs af, ekki bara örfáir aðilar sem hafa haft tangarhald á fiskimiðum og áhrif í gegnum valdakerfi landsins. Og já – það er siðferðislegt mál. Af hverju ætti það ekki að vera það? Það sem Sigríður kallar „ranghugmyndir“ eru í raun lýðræðislegar kröfur um gagnsæi, ábyrgð og félagslegt réttlæti. Ef við förum að líta á allar slíkar kröfur sem „misskilning á hlutverki skatta“, þá höfum við misst sjónar á því hvað ríkið á að vera – samfélagsleg samábyrgð, ekki þjónusta fyrir útvalda. Það er þessi hugsun – að siðferði eigi ekki heima í stjórnmálum eða skattamálum – sem leiðir til vantrausts á stjórnmálamenn og vaxandi fjarlægðar milli almennings og valdhafa. Þegar siðferðileg ábyrgð víkur fyrir markaðslegri hugsun, þá verður lýðræðið veikara. Það er engin tilviljun að slík ummæli koma frá þingmanni Sjálfstæðisflokksins, flokks sem hefur lengi átt í tilfinningasambandi við sérhagsmuni sjávarútvegsins og stundað pólitískt afneitunarferli gagnvart gagnrýni almennings. Það má vera að Sigríður telji skattlagningu ekki vera siðferðilegt mál – en í því felst bæði vanmat og virðingarleysi gagnvart lýðræðislegu samtali, hlutverki stjórnmálamanna og ábyrgð þeirra gagnvart þjóðinni. Stjórnendur bera ekki aðeins lagalega ábyrgð – heldur líka siðferðislega. Og það ætti lögmaður að vita. En í ljósi þess að Sigríður hefur einungis réttindi til að fara með mál í héraðsdómi, þá er það nokkuð víst að hún hafi ekki það gott vald á megininnihaldi laganna og hvernig eigi að túlka þau. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Það vekur sérstaka athygli þegar fyrrverandi dómsmálaráðherra og lögfræðimenntuð þingkona, Sigríður Á. Andersen, heldur því fram í þættinum Spursmál að eini tilgangur skattlagningar sé að „afla ríkissjóði tekna“ – og að „menn laga ekki siðferði með sköttum“. Það er vissulega gagnlegt að fá áminningu um svona einfalda hagfræðilega nálgun frá þeim sem eitt sinn bar ábyrgð á dómskerfi landsins. Maður skyldi ætla að lögfræðingur – hvað þá fyrrverandi ráðherra – hefði einhverja yfirsýn yfir meginreglur laga, stjórnarskrá og siðferðilegar skyldur stjórnvalda. En annað virðist raunin. Sem borgari og fagmaður í félags- og samfélagsmálum verð ég að mótmæla þessari þröngu og í raun hættulegu sýn á samfélagið. Ríkið er ekki peningavél. Það hefur siðferðislegar skyldur, sérstaklega þegar kemur að ráðstöfun auðlinda og jafnræði í samfélaginu. Skattlagning er ekki bara bókhald – hún er pólitísk og siðferðileg yfirlýsing um hvað við viljum standa fyrir sem samfélag. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 kveður skýrt á um það hlutverk stjórnvalda að gæta jafnræðis og mannréttinda. Í 1. gr. er fjallað um að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn, og í 65. gr. kemur skýrt fram að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. Það er ekki hægt að fella þessar grundvallarreglur í einhvers konar pólitískan minimalisma sem gengur út á að „skattur er bara skattur“. Þegar Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, bendir á að veiðigjöld snúist líka um siðferði, þá er hann í raun að minna okkur á að þjóðin á auðlindirnar – ekki útgerðirnar. Þá ber að nýta á sanngjarnan og ábyrgan hátt, þannig að samfélagið í heild njóti góðs af, ekki bara örfáir aðilar sem hafa haft tangarhald á fiskimiðum og áhrif í gegnum valdakerfi landsins. Og já – það er siðferðislegt mál. Af hverju ætti það ekki að vera það? Það sem Sigríður kallar „ranghugmyndir“ eru í raun lýðræðislegar kröfur um gagnsæi, ábyrgð og félagslegt réttlæti. Ef við förum að líta á allar slíkar kröfur sem „misskilning á hlutverki skatta“, þá höfum við misst sjónar á því hvað ríkið á að vera – samfélagsleg samábyrgð, ekki þjónusta fyrir útvalda. Það er þessi hugsun – að siðferði eigi ekki heima í stjórnmálum eða skattamálum – sem leiðir til vantrausts á stjórnmálamenn og vaxandi fjarlægðar milli almennings og valdhafa. Þegar siðferðileg ábyrgð víkur fyrir markaðslegri hugsun, þá verður lýðræðið veikara. Það er engin tilviljun að slík ummæli koma frá þingmanni Sjálfstæðisflokksins, flokks sem hefur lengi átt í tilfinningasambandi við sérhagsmuni sjávarútvegsins og stundað pólitískt afneitunarferli gagnvart gagnrýni almennings. Það má vera að Sigríður telji skattlagningu ekki vera siðferðilegt mál – en í því felst bæði vanmat og virðingarleysi gagnvart lýðræðislegu samtali, hlutverki stjórnmálamanna og ábyrgð þeirra gagnvart þjóðinni. Stjórnendur bera ekki aðeins lagalega ábyrgð – heldur líka siðferðislega. Og það ætti lögmaður að vita. En í ljósi þess að Sigríður hefur einungis réttindi til að fara með mál í héraðsdómi, þá er það nokkuð víst að hún hafi ekki það gott vald á megininnihaldi laganna og hvernig eigi að túlka þau. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagmálum.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar