Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2025 09:01 Ríkið á 45,2 prósent í Íslandsbanki. Grunnmagn útboðsins nú er tuttugu prósent hlutabréfa í bankanum en það gæti verið hækkað ef vel gengur. Vísir/Vilhelm Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka er hafið og stendur fram á fimmtudag. Einstaklingar með íslenska kennitölu hafa forgang umfram aðra í útboðinu og njóta lægsta verðsins. Útboðið á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst klukkan 8:30 í morgun Gert er ráð fyrir að því ljúki klukkan 17:00 fimmtudaginn 15. maí. Almenningur getur tekið þátt í útboðinu á vef Kviku. Grunnmagn útboðsins nær til fimmtungs af heildarhlutafél bankans. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur heimild til þess að auka ótboðsmagnið ef umframeftirspurn reynist til staðar. Alls á ríkið 45,2 prósent í bankanum. Þrjár leiðir eru í boði fyrir kaupendur í útboðinu: tilboðsbók A, B og C. Þær eru ólíkar hvað varðar forgang stærð tilboða og úthlutun. Einstaklingar geta tekið þátt í gegnum tilboðsbók A og B, lögaðilar í gegnum tilboðsbók B og eftirlitsskyldir fagfjárfestar í gegnum tilboðsbók C sem var bætt við á dögunum. Þeir sem kaupa í gegnum tilboðsbók A njóta forgangs við úthlutun hluta gagnvart tilboðsbók B en hún nýtur aftur forgangs gagnvart tilboðsbók C. Útboðsgengi fyrir tilboðsbók A 106,56 krónur á hvern útboðshlut og lágmarkstilboð er bundið við útboðshluti af verðmæti 100.000 króna. Mest er hægt að kaupa fyrir tuttugu milljónir króna. Útboðsgengi fyrir tilboðsbók B verður ákvarðað með tilboðsfyrirkomulagi en það getur aldrei verið lægra en fast verð á hlutum í tilboðsbók A. Lágmarkstilboð er tvær milljónir króna. Í tilboðsbók C verður verðið ákvarðað með hliðsjón af útboðsgengi í tilboðsbók B. Lágmarkstilboð eru 300 milljónir króna. Engin hámarksupphæð verður á tilboð í tilboðsbók B og C að öðru leyti en því sem takmarkast við heildarstærð útboðsins. Að útboðinu lokna ætlar fjármála- og efnahagsráðuneytið að birta lista yfir kaupendur, bæði einstaklinga og lögaðila. Uppfært 9:45 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að hámarkstilboð í tilboðsbók A væri tvær milljónir. Mest er hægt að kaupa fyrir tuttugu milljónir í tilboðsbók A. Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Útboðið á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst klukkan 8:30 í morgun Gert er ráð fyrir að því ljúki klukkan 17:00 fimmtudaginn 15. maí. Almenningur getur tekið þátt í útboðinu á vef Kviku. Grunnmagn útboðsins nær til fimmtungs af heildarhlutafél bankans. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur heimild til þess að auka ótboðsmagnið ef umframeftirspurn reynist til staðar. Alls á ríkið 45,2 prósent í bankanum. Þrjár leiðir eru í boði fyrir kaupendur í útboðinu: tilboðsbók A, B og C. Þær eru ólíkar hvað varðar forgang stærð tilboða og úthlutun. Einstaklingar geta tekið þátt í gegnum tilboðsbók A og B, lögaðilar í gegnum tilboðsbók B og eftirlitsskyldir fagfjárfestar í gegnum tilboðsbók C sem var bætt við á dögunum. Þeir sem kaupa í gegnum tilboðsbók A njóta forgangs við úthlutun hluta gagnvart tilboðsbók B en hún nýtur aftur forgangs gagnvart tilboðsbók C. Útboðsgengi fyrir tilboðsbók A 106,56 krónur á hvern útboðshlut og lágmarkstilboð er bundið við útboðshluti af verðmæti 100.000 króna. Mest er hægt að kaupa fyrir tuttugu milljónir króna. Útboðsgengi fyrir tilboðsbók B verður ákvarðað með tilboðsfyrirkomulagi en það getur aldrei verið lægra en fast verð á hlutum í tilboðsbók A. Lágmarkstilboð er tvær milljónir króna. Í tilboðsbók C verður verðið ákvarðað með hliðsjón af útboðsgengi í tilboðsbók B. Lágmarkstilboð eru 300 milljónir króna. Engin hámarksupphæð verður á tilboð í tilboðsbók B og C að öðru leyti en því sem takmarkast við heildarstærð útboðsins. Að útboðinu lokna ætlar fjármála- og efnahagsráðuneytið að birta lista yfir kaupendur, bæði einstaklinga og lögaðila. Uppfært 9:45 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að hámarkstilboð í tilboðsbók A væri tvær milljónir. Mest er hægt að kaupa fyrir tuttugu milljónir í tilboðsbók A.
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira