Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius og Ingibjörg Áskelsdóttir skrifa 12. maí 2025 11:30 Félag fornleifafræðinga og Félag norrænna forvarða á Íslandi eru uggandi yfir nýlegum uppsögnum starfsmanna Þjóðminjasafns Íslands. Helmingi þess fólks sem er menntað í fornleifafræði og starfar við Þjóðminjasafnið var sagt upp á einu bretti. Þetta eru sérfræðingar sem sumir hverjir hafa starfað fyrir safnið í meira en áratug. Þau hafa sinnt mikilvægu starfi innan veggja safnsins í þágu allrar þjóðarinnar, enda fornminjar þjóðareign. Þetta er áfall fyrir það góða starf sem fornleifafræðingar og forverðir hafa unnið innan safnsins allt frá stofnun þess og finnst okkur hart vegið að stéttunum með þessum uppsögnum. Gefnar ástæður fyrir uppsögnunum eru hagræðingar og áherslubreytingar innan safnsins. Félögin gera sér grein fyrir að hagræðingar þurfi að eiga sér stað en að fórna þurfi störfum fornleifafræðinga og forvarða innan Þjóðminjasafnsins til þess að skapa nýjar stöður í staðinn er ósanngjarnt, og þá sérstaklega innan höfuðvígis okkar, Þjóðminjasafnsins. Þetta er mikil blóðtaka fyrir fögin, enda ekki margar fastar stöður innan þeirra í boði á Íslandi. Eftir uppsagnirnar er ein staða fornleifafræðings eftir við Þjóðminjasafnið, “sérfræðingur fornminja”, og á sá aðili einn að sjá um að taka við öllum fornmunum sem berast safninu úr fornleifarannsóknum og hafa yfirsýn yfir þá. Engin eiginleg staða fornleifafræðings, í hinum hefðbundna skilningi, hefur verið við safnið í áratugi, þó að þar hafi margir sérfræðingar með menntun í fornleifafræði sinnt ýmsum mikilvægum störfum. Bæði þjóðminjasafn Færeyja og Grænlands, töluvert fámennari þjóðir, hafa fleiri fornleifafræðinga innanhúss en Þjóðminjasafn Íslands. Enn fremur er einungis einn “forvörður í munasafni” eftir á safninu sem á að sinna forvörslu á öllum fornmunum, bæði þeim sem koma inn úr fornleifarannsóknum og Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga þarfnast í mörgum tilfellum björgunar samstundis, en ekki síður að viðhalda ástandi þeirra gripa sem nú þegar eru í vörslu safnsins og koma í veg fyrir að þeir skemmist. Til samanburðar störfuðu árið 1985 þrír forverðir hjá safninu en þá fóru miklu færri fornleifarannsóknir fram árlega en í dag. Ráðamenn verða að gera sér grein fyrir því hversu lítið má út af bregða til þess að fornminjar sitji undir skemmdum vegna manneklu og óttumst við að það verði þekkingartap á Þjóðminjasafninu á sviði fornminja með svo fáa fornleifafræðinga og forverði innanborðs. Þjóðminjasafnið þarf að sinna skyldum sínum eins og kveður á í lögum um menningarminjar (80/2012) um móttöku og varðveislu fornminja, og telja félögin að óraunhæft sé að leggja þá ábyrgð á einungis tvo starfsmenn. Þar að auki er Þjóðminjasafnið eitt af höfuðsöfnum Íslands og á að heita háskólastofnun en því fylgja ákveðnar skyldur. Safnið á að vera miðstöð varðveislu og rannsókna menningarminja og hafa forystu í málefnum á sínu sviði. Þessar uppsagnir eru til marks um algjört áhugaleysi á fræðilegri uppbyggingu og draga þær úr trúverðugleika safnsins sem vísindastofnunar. Einnig vekur það furðu félaganna að þjóðminjavörður skuli láta hafa eftir sér að enn starfi fimm fornleifafræðingar við safnið og það sé áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu, þegar staðreyndin er sú að enginn þessara fornleifafræðinga situr í raunverulegri stöðu fornleifafræðings. Ljóst er að atburðir undanfarinna daga hafa dregið úr trausti okkar gagnvart Þjóðminjasafni Íslands og þeim skyldum sem það á að gegna. Þar af leiðandi hvetja félögin til þess að uppsagnirnar verði endurskoðaðar tafarlaust og viljum við minna stjórnendur safnsins á að bera hag menningararfs íslensku þjóðarinnar fyrir brjósti við stefnumótun þess í framtíðinni. Snædís Sunna Thorlacius fyrir hönd Félags fornleifafræðinga.Ingibjörg Áskelsdóttir fyrir hönd NKF-Ísland, Félag norrænna forvarða á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fornminjar Söfn Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Félag fornleifafræðinga og Félag norrænna forvarða á Íslandi eru uggandi yfir nýlegum uppsögnum starfsmanna Þjóðminjasafns Íslands. Helmingi þess fólks sem er menntað í fornleifafræði og starfar við Þjóðminjasafnið var sagt upp á einu bretti. Þetta eru sérfræðingar sem sumir hverjir hafa starfað fyrir safnið í meira en áratug. Þau hafa sinnt mikilvægu starfi innan veggja safnsins í þágu allrar þjóðarinnar, enda fornminjar þjóðareign. Þetta er áfall fyrir það góða starf sem fornleifafræðingar og forverðir hafa unnið innan safnsins allt frá stofnun þess og finnst okkur hart vegið að stéttunum með þessum uppsögnum. Gefnar ástæður fyrir uppsögnunum eru hagræðingar og áherslubreytingar innan safnsins. Félögin gera sér grein fyrir að hagræðingar þurfi að eiga sér stað en að fórna þurfi störfum fornleifafræðinga og forvarða innan Þjóðminjasafnsins til þess að skapa nýjar stöður í staðinn er ósanngjarnt, og þá sérstaklega innan höfuðvígis okkar, Þjóðminjasafnsins. Þetta er mikil blóðtaka fyrir fögin, enda ekki margar fastar stöður innan þeirra í boði á Íslandi. Eftir uppsagnirnar er ein staða fornleifafræðings eftir við Þjóðminjasafnið, “sérfræðingur fornminja”, og á sá aðili einn að sjá um að taka við öllum fornmunum sem berast safninu úr fornleifarannsóknum og hafa yfirsýn yfir þá. Engin eiginleg staða fornleifafræðings, í hinum hefðbundna skilningi, hefur verið við safnið í áratugi, þó að þar hafi margir sérfræðingar með menntun í fornleifafræði sinnt ýmsum mikilvægum störfum. Bæði þjóðminjasafn Færeyja og Grænlands, töluvert fámennari þjóðir, hafa fleiri fornleifafræðinga innanhúss en Þjóðminjasafn Íslands. Enn fremur er einungis einn “forvörður í munasafni” eftir á safninu sem á að sinna forvörslu á öllum fornmunum, bæði þeim sem koma inn úr fornleifarannsóknum og Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga þarfnast í mörgum tilfellum björgunar samstundis, en ekki síður að viðhalda ástandi þeirra gripa sem nú þegar eru í vörslu safnsins og koma í veg fyrir að þeir skemmist. Til samanburðar störfuðu árið 1985 þrír forverðir hjá safninu en þá fóru miklu færri fornleifarannsóknir fram árlega en í dag. Ráðamenn verða að gera sér grein fyrir því hversu lítið má út af bregða til þess að fornminjar sitji undir skemmdum vegna manneklu og óttumst við að það verði þekkingartap á Þjóðminjasafninu á sviði fornminja með svo fáa fornleifafræðinga og forverði innanborðs. Þjóðminjasafnið þarf að sinna skyldum sínum eins og kveður á í lögum um menningarminjar (80/2012) um móttöku og varðveislu fornminja, og telja félögin að óraunhæft sé að leggja þá ábyrgð á einungis tvo starfsmenn. Þar að auki er Þjóðminjasafnið eitt af höfuðsöfnum Íslands og á að heita háskólastofnun en því fylgja ákveðnar skyldur. Safnið á að vera miðstöð varðveislu og rannsókna menningarminja og hafa forystu í málefnum á sínu sviði. Þessar uppsagnir eru til marks um algjört áhugaleysi á fræðilegri uppbyggingu og draga þær úr trúverðugleika safnsins sem vísindastofnunar. Einnig vekur það furðu félaganna að þjóðminjavörður skuli láta hafa eftir sér að enn starfi fimm fornleifafræðingar við safnið og það sé áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu, þegar staðreyndin er sú að enginn þessara fornleifafræðinga situr í raunverulegri stöðu fornleifafræðings. Ljóst er að atburðir undanfarinna daga hafa dregið úr trausti okkar gagnvart Þjóðminjasafni Íslands og þeim skyldum sem það á að gegna. Þar af leiðandi hvetja félögin til þess að uppsagnirnar verði endurskoðaðar tafarlaust og viljum við minna stjórnendur safnsins á að bera hag menningararfs íslensku þjóðarinnar fyrir brjósti við stefnumótun þess í framtíðinni. Snædís Sunna Thorlacius fyrir hönd Félags fornleifafræðinga.Ingibjörg Áskelsdóttir fyrir hönd NKF-Ísland, Félag norrænna forvarða á Íslandi.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun