„Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Siggeir Ævarsson skrifar 11. maí 2025 22:33 Hilmar Smári Henningsson og félagar héldu haus í kvöld Vísir/Hulda Margrét Stjarnan valtaði algjörlega yfir Tindastól í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus-deild karla. Lokatölur í Garðabæ 103-74 en frammistaða Stjörnumanna í seinni hálfleik var í hæsta gæðaflokki. Hilmar Smári Henningsson var mættur í viðtal til Andra Más í leikslok þar sem Andri spurði hann út í þetta svar sem þessi leikur var ef litið er til síðasta leik sem Stjarnan kastaði frá sér undir lokin. „Eins og flestir sáu í síðasta leik þá vorum við svolítið með völdin þegar það var lítið eftir og við náðum að klúðra því. Við vildum bara ekki að það myndi gerast aftur. Við gerðum hlutina rétt í þessum leik og settum aðeins fleiri skot niður. Ég meina, þetta er kannski ekki venjulegur úrslitaseríuleikur. Við vorum að láta boltann ganga vel og bara flott.“ Hilmar nefndi einnig stemmingu í Umhyggjuhöllinni sem var pakkfull í kvöld. „Hvílík stemming hér í dag. Ég ætla að þakka öllum sem komu á þennan leik. Hvílíkt flott stemming, Garðabær er bara algjörlega að lifna við í körfuboltanum.“ Stjörnumenn leiddu með aðeins einu stigi í hálfleik en fyrri og seinni hálfleikur voru eins og svart og hvítt í kvöld. „Það var mjög statt einhvern veginn. En við fannst við vera að taka skotin sem við vildum taka. Vorum að taka góð skot en vorum bara ekki að hitta. Ef við erum að fara að tapa leikjum að klikka úr opnum skotum með lykilleikmennina okkar að skjóta, þá bara lifum við með því.“ Hilmar gat ekki sett fingur á það hvar nákvæmlega leikurinn snérist en nefndi þó að hann og hans menn hefðu haldi haus í kvöld, öfugt mögulega við mótherjana. „Ég veit það ekki, þarf bara að skoða þetta aftur en mér fannst við bara halda haus í gegnum allan leikinn. Sama hvað var að gerast á vellinum. Sama hvaða tæknivillum var verið að kasta þá héldum við haus og héldum okkar línu. Við héldum áfram að spila okkar vörn þangað til að maður fór útaf. Það svolítið lýsir okkur.“ Hann var ekki endilega á þeim buxunum að Stjörnumenn hefðu komist eitthvað inn í hausinn á Tindastólsmönnum, en Dimitrios Agravanis nældi sér í tvær tæknivillur í röð í upphafi seinni hálfleiks. „Ég veit ekkert hvað gerðist með Dimitrios. Ég held að hann hafi bara farið í hausinn á sjálfum sér. Ég held að hann hafi klúðrað sjálfum sér algjörlega, það leit út fyrir það allavega. En auðvitað er þetta bara tafl og við höfðum yfirhöndina í dag.“ Bónus-deild karla Körfubolti Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Hilmar Smári Henningsson var mættur í viðtal til Andra Más í leikslok þar sem Andri spurði hann út í þetta svar sem þessi leikur var ef litið er til síðasta leik sem Stjarnan kastaði frá sér undir lokin. „Eins og flestir sáu í síðasta leik þá vorum við svolítið með völdin þegar það var lítið eftir og við náðum að klúðra því. Við vildum bara ekki að það myndi gerast aftur. Við gerðum hlutina rétt í þessum leik og settum aðeins fleiri skot niður. Ég meina, þetta er kannski ekki venjulegur úrslitaseríuleikur. Við vorum að láta boltann ganga vel og bara flott.“ Hilmar nefndi einnig stemmingu í Umhyggjuhöllinni sem var pakkfull í kvöld. „Hvílík stemming hér í dag. Ég ætla að þakka öllum sem komu á þennan leik. Hvílíkt flott stemming, Garðabær er bara algjörlega að lifna við í körfuboltanum.“ Stjörnumenn leiddu með aðeins einu stigi í hálfleik en fyrri og seinni hálfleikur voru eins og svart og hvítt í kvöld. „Það var mjög statt einhvern veginn. En við fannst við vera að taka skotin sem við vildum taka. Vorum að taka góð skot en vorum bara ekki að hitta. Ef við erum að fara að tapa leikjum að klikka úr opnum skotum með lykilleikmennina okkar að skjóta, þá bara lifum við með því.“ Hilmar gat ekki sett fingur á það hvar nákvæmlega leikurinn snérist en nefndi þó að hann og hans menn hefðu haldi haus í kvöld, öfugt mögulega við mótherjana. „Ég veit það ekki, þarf bara að skoða þetta aftur en mér fannst við bara halda haus í gegnum allan leikinn. Sama hvað var að gerast á vellinum. Sama hvaða tæknivillum var verið að kasta þá héldum við haus og héldum okkar línu. Við héldum áfram að spila okkar vörn þangað til að maður fór útaf. Það svolítið lýsir okkur.“ Hann var ekki endilega á þeim buxunum að Stjörnumenn hefðu komist eitthvað inn í hausinn á Tindastólsmönnum, en Dimitrios Agravanis nældi sér í tvær tæknivillur í röð í upphafi seinni hálfleiks. „Ég veit ekkert hvað gerðist með Dimitrios. Ég held að hann hafi bara farið í hausinn á sjálfum sér. Ég held að hann hafi klúðrað sjálfum sér algjörlega, það leit út fyrir það allavega. En auðvitað er þetta bara tafl og við höfðum yfirhöndina í dag.“
Bónus-deild karla Körfubolti Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira