Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. maí 2025 11:35 Yfir 500 félagar sóttu landsþing Landsbjargar á Selfossi um helgina. Landsbjörg Slysavarnarfélagið Landsbjörg segir nauðsynlegt að rekstrar- og skattaumhverfi björgunarsveitanna sé ekki óhóflega íþyngjandi, og eðlilegt væri að veita þeim undanþágu frá virðisaukaskatti. Yfir 500 félagar sóttu landsþing Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem haldið var á Selfossi dagana 9. -10. maí. „Starfsemi björgunarsveita er óumdeilanlega þýðingarmikil í íslensku samfélagi. Á landinu eru starfræktar yfir 90 slíkar sveitir, sem mannaðar eru sjálfboðaliðum, er sinna margvíslegu björgunar- og slysavarnarstarfi,“ segir í ályktun Landsbjargar. Þar segir að í ljósi mikilvægis björgunarsveita og þeirra lykilhlutverki í almannavarna- og neyðarviðbragði sé nauðsynlegt að rekstrar- og skattaumhverfi þeirra sé skýrt og ekki óhóflega íþyngjandi. „Breyting þessi er til þess ætluð að hlúa að rekstri björgunarsveita og viðurkenndra heildarsamtaka þeirra með það að markmiði að umræddir aðilar geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki um ókomna tíð líkt og systursamtök erlendis.“ „Slíkar undanþágur hafa þegar verið veittar á öðrum sviðum samfélagsins þegar sérstakar aðstæður réttlæta það, og því er eðlilegt að horft verði til sjálfboðaliða samtaka í hópi viðbragðsaðila og þeim veitt undanþága frá virðisaukaskatti vegna starfsemi sinnar,“ segir í ályktun. Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2025.Landsbjörg Vilja tryggja viðbragðsaðilum húsnæði Þá var einnig skorað á stjórnvöld að tryggja Samhæfingarstöð Almannavarna og tengdum viðbragðsaðilum sameiginlegt húsnæði við hæfi sem allra fyrst. „Skipulag og rekstur samhæfingarstöðvar og tengdra viðbragðsaðila í sameiginlegu húsnæði eykur verulega skilvirkni og auðveldar samhæfingu viðbragða. Þegar viðbragðsaðilar deila aðstöðu skapast betri skilyrði fyrir samvinnu, miðlun upplýsinga og samræmdrar ákvarðanatöku í neyðartilvikum.“ Undanfarið hafi viðbragðsaðilar þurft að búa við dreifða starfsemi í ólíkum húsakynnum, meðal annars vegna viðgerða og ástands núverandi húsnæðis. „Þetta hefur skapað óæskilegar hindranir í daglegri starfsemi og dregið úr skilvirkni.“ Björgunarsveitir Skattar og tollar Félagasamtök Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Yfir 500 félagar sóttu landsþing Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem haldið var á Selfossi dagana 9. -10. maí. „Starfsemi björgunarsveita er óumdeilanlega þýðingarmikil í íslensku samfélagi. Á landinu eru starfræktar yfir 90 slíkar sveitir, sem mannaðar eru sjálfboðaliðum, er sinna margvíslegu björgunar- og slysavarnarstarfi,“ segir í ályktun Landsbjargar. Þar segir að í ljósi mikilvægis björgunarsveita og þeirra lykilhlutverki í almannavarna- og neyðarviðbragði sé nauðsynlegt að rekstrar- og skattaumhverfi þeirra sé skýrt og ekki óhóflega íþyngjandi. „Breyting þessi er til þess ætluð að hlúa að rekstri björgunarsveita og viðurkenndra heildarsamtaka þeirra með það að markmiði að umræddir aðilar geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki um ókomna tíð líkt og systursamtök erlendis.“ „Slíkar undanþágur hafa þegar verið veittar á öðrum sviðum samfélagsins þegar sérstakar aðstæður réttlæta það, og því er eðlilegt að horft verði til sjálfboðaliða samtaka í hópi viðbragðsaðila og þeim veitt undanþága frá virðisaukaskatti vegna starfsemi sinnar,“ segir í ályktun. Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2025.Landsbjörg Vilja tryggja viðbragðsaðilum húsnæði Þá var einnig skorað á stjórnvöld að tryggja Samhæfingarstöð Almannavarna og tengdum viðbragðsaðilum sameiginlegt húsnæði við hæfi sem allra fyrst. „Skipulag og rekstur samhæfingarstöðvar og tengdra viðbragðsaðila í sameiginlegu húsnæði eykur verulega skilvirkni og auðveldar samhæfingu viðbragða. Þegar viðbragðsaðilar deila aðstöðu skapast betri skilyrði fyrir samvinnu, miðlun upplýsinga og samræmdrar ákvarðanatöku í neyðartilvikum.“ Undanfarið hafi viðbragðsaðilar þurft að búa við dreifða starfsemi í ólíkum húsakynnum, meðal annars vegna viðgerða og ástands núverandi húsnæðis. „Þetta hefur skapað óæskilegar hindranir í daglegri starfsemi og dregið úr skilvirkni.“
Björgunarsveitir Skattar og tollar Félagasamtök Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira