„Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 10. maí 2025 22:06 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA vísir / jón gautur Skagamenn fengu heldur betur skell á Hlíðarenda í kvöld þegar þeir heimsóttu Valsmenn í sjöttu umferð Bestu deild karla. Valsmenn kjöldrógu Skagamenn og fóru með sannfærandi 6-1 sigur af hólmi. Þung niðurstaða fyrir gestina. „Heldur betur. Sérstaklega í ljósi þess að við vorum hérna fyrir fáeinum mánuðum síðan og þá fengum við nákvæmlega sömu niðurstöðu“ sagði Jón Þór Hauksson svekktur í samtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik í kvöld. „Það er alveg með lífsins ólíkindum að menn skyldu ekki vera tilbúnir að mæta hérna og þó það væri ekki nema bara að svara fyrir það.“ Þetta er annað stóra tap Skagamanna á stuttum tíma og sagði Jón Þór að hægt væri að rýna í þetta og sjá hvað færi forgörðum. „Já að sjálfsögðu. Í dag erum við bara andlitslausir og gjörsamlega, það er enginn karakter og við erum bara eins og hauslausar hænur að færa liðið til en það gerir enginn neitt. Það er enginn árás á Valsliðið á neinum einasta tímapunkti. Það kemur smá kafli í fyrri háflleik þar sem við komumst nálægt þeim en það var ekkert meira en það“ „Við erum bara flatir. Alveg ofboðslega flatir“ Það gerðist aftur í þessum leik eins og mátti sjá í KR leiknum að það væri eins og menn koðni. „Ég á enga skýringu á því akkurat á þessu mómenti. Ég er bara hundfúll. Hundfúll með það fyrsta að koma hérna út í seinni hálfleikinn og við erum komnir með tvö mörk á okkur eftir bara eina og hálfa eða tvær mínútur“ „Það er ekki í neinum takt við það sem við það sem við fengum fimmtán mínútur hérna á milli hálfleika til þess að ráða ráðum okkar og tala um hitt og þetta. Reyna að járna okkur upp og sýna viðbrögð við því sem var í gangi hérna á vellinum í fyrri hálfleik. Það fór ekki betur en þetta“ Jón Þór var svekktur eftir leik og sagði sína menn þurfa horfast í augu við sannleikann. „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann. Það er ekkert annað í stöðunni. Við vorum undir á öllum sviðum. Þeir hlupu meira en við, voru sterkari í návígjum en við, betri en við í vörn, sókn og öllum andskotanum“ „Einhvertaðar þurfum við að hafa betur, það er alveg ljóst. Við þurfum að fara ákveða það hvar það á að vera“ ÍA Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira
„Heldur betur. Sérstaklega í ljósi þess að við vorum hérna fyrir fáeinum mánuðum síðan og þá fengum við nákvæmlega sömu niðurstöðu“ sagði Jón Þór Hauksson svekktur í samtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik í kvöld. „Það er alveg með lífsins ólíkindum að menn skyldu ekki vera tilbúnir að mæta hérna og þó það væri ekki nema bara að svara fyrir það.“ Þetta er annað stóra tap Skagamanna á stuttum tíma og sagði Jón Þór að hægt væri að rýna í þetta og sjá hvað færi forgörðum. „Já að sjálfsögðu. Í dag erum við bara andlitslausir og gjörsamlega, það er enginn karakter og við erum bara eins og hauslausar hænur að færa liðið til en það gerir enginn neitt. Það er enginn árás á Valsliðið á neinum einasta tímapunkti. Það kemur smá kafli í fyrri háflleik þar sem við komumst nálægt þeim en það var ekkert meira en það“ „Við erum bara flatir. Alveg ofboðslega flatir“ Það gerðist aftur í þessum leik eins og mátti sjá í KR leiknum að það væri eins og menn koðni. „Ég á enga skýringu á því akkurat á þessu mómenti. Ég er bara hundfúll. Hundfúll með það fyrsta að koma hérna út í seinni hálfleikinn og við erum komnir með tvö mörk á okkur eftir bara eina og hálfa eða tvær mínútur“ „Það er ekki í neinum takt við það sem við það sem við fengum fimmtán mínútur hérna á milli hálfleika til þess að ráða ráðum okkar og tala um hitt og þetta. Reyna að járna okkur upp og sýna viðbrögð við því sem var í gangi hérna á vellinum í fyrri hálfleik. Það fór ekki betur en þetta“ Jón Þór var svekktur eftir leik og sagði sína menn þurfa horfast í augu við sannleikann. „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann. Það er ekkert annað í stöðunni. Við vorum undir á öllum sviðum. Þeir hlupu meira en við, voru sterkari í návígjum en við, betri en við í vörn, sókn og öllum andskotanum“ „Einhvertaðar þurfum við að hafa betur, það er alveg ljóst. Við þurfum að fara ákveða það hvar það á að vera“
ÍA Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira