„Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 10. maí 2025 22:06 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA vísir / jón gautur Skagamenn fengu heldur betur skell á Hlíðarenda í kvöld þegar þeir heimsóttu Valsmenn í sjöttu umferð Bestu deild karla. Valsmenn kjöldrógu Skagamenn og fóru með sannfærandi 6-1 sigur af hólmi. Þung niðurstaða fyrir gestina. „Heldur betur. Sérstaklega í ljósi þess að við vorum hérna fyrir fáeinum mánuðum síðan og þá fengum við nákvæmlega sömu niðurstöðu“ sagði Jón Þór Hauksson svekktur í samtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik í kvöld. „Það er alveg með lífsins ólíkindum að menn skyldu ekki vera tilbúnir að mæta hérna og þó það væri ekki nema bara að svara fyrir það.“ Þetta er annað stóra tap Skagamanna á stuttum tíma og sagði Jón Þór að hægt væri að rýna í þetta og sjá hvað færi forgörðum. „Já að sjálfsögðu. Í dag erum við bara andlitslausir og gjörsamlega, það er enginn karakter og við erum bara eins og hauslausar hænur að færa liðið til en það gerir enginn neitt. Það er enginn árás á Valsliðið á neinum einasta tímapunkti. Það kemur smá kafli í fyrri háflleik þar sem við komumst nálægt þeim en það var ekkert meira en það“ „Við erum bara flatir. Alveg ofboðslega flatir“ Það gerðist aftur í þessum leik eins og mátti sjá í KR leiknum að það væri eins og menn koðni. „Ég á enga skýringu á því akkurat á þessu mómenti. Ég er bara hundfúll. Hundfúll með það fyrsta að koma hérna út í seinni hálfleikinn og við erum komnir með tvö mörk á okkur eftir bara eina og hálfa eða tvær mínútur“ „Það er ekki í neinum takt við það sem við það sem við fengum fimmtán mínútur hérna á milli hálfleika til þess að ráða ráðum okkar og tala um hitt og þetta. Reyna að járna okkur upp og sýna viðbrögð við því sem var í gangi hérna á vellinum í fyrri hálfleik. Það fór ekki betur en þetta“ Jón Þór var svekktur eftir leik og sagði sína menn þurfa horfast í augu við sannleikann. „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann. Það er ekkert annað í stöðunni. Við vorum undir á öllum sviðum. Þeir hlupu meira en við, voru sterkari í návígjum en við, betri en við í vörn, sókn og öllum andskotanum“ „Einhvertaðar þurfum við að hafa betur, það er alveg ljóst. Við þurfum að fara ákveða það hvar það á að vera“ ÍA Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
„Heldur betur. Sérstaklega í ljósi þess að við vorum hérna fyrir fáeinum mánuðum síðan og þá fengum við nákvæmlega sömu niðurstöðu“ sagði Jón Þór Hauksson svekktur í samtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik í kvöld. „Það er alveg með lífsins ólíkindum að menn skyldu ekki vera tilbúnir að mæta hérna og þó það væri ekki nema bara að svara fyrir það.“ Þetta er annað stóra tap Skagamanna á stuttum tíma og sagði Jón Þór að hægt væri að rýna í þetta og sjá hvað færi forgörðum. „Já að sjálfsögðu. Í dag erum við bara andlitslausir og gjörsamlega, það er enginn karakter og við erum bara eins og hauslausar hænur að færa liðið til en það gerir enginn neitt. Það er enginn árás á Valsliðið á neinum einasta tímapunkti. Það kemur smá kafli í fyrri háflleik þar sem við komumst nálægt þeim en það var ekkert meira en það“ „Við erum bara flatir. Alveg ofboðslega flatir“ Það gerðist aftur í þessum leik eins og mátti sjá í KR leiknum að það væri eins og menn koðni. „Ég á enga skýringu á því akkurat á þessu mómenti. Ég er bara hundfúll. Hundfúll með það fyrsta að koma hérna út í seinni hálfleikinn og við erum komnir með tvö mörk á okkur eftir bara eina og hálfa eða tvær mínútur“ „Það er ekki í neinum takt við það sem við það sem við fengum fimmtán mínútur hérna á milli hálfleika til þess að ráða ráðum okkar og tala um hitt og þetta. Reyna að járna okkur upp og sýna viðbrögð við því sem var í gangi hérna á vellinum í fyrri hálfleik. Það fór ekki betur en þetta“ Jón Þór var svekktur eftir leik og sagði sína menn þurfa horfast í augu við sannleikann. „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann. Það er ekkert annað í stöðunni. Við vorum undir á öllum sviðum. Þeir hlupu meira en við, voru sterkari í návígjum en við, betri en við í vörn, sókn og öllum andskotanum“ „Einhvertaðar þurfum við að hafa betur, það er alveg ljóst. Við þurfum að fara ákveða það hvar það á að vera“
ÍA Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira