„Maður veit alveg hver gulrótin er“ Óskar Ófeigur Jónsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 10. maí 2025 09:00 Þórey Anna er klár í slaginn. Vísir/Diego Valskonur vonast til að stíga stórt skref í átt að því að verða fyrsta íslenska kvennaliðið í sögunni til að vinna Evróputitil í handbolta. Fram undan er fyrri úrslitaleikur liðsins á Spáni. Valskonur vonast til að stíga stórt skref í átt að því að verða fyrsta íslenska kvennaliðið í sögunni til að vinna Evróputitil í handbolta. Fram undan er fyrri úrslitaleikur liðsins á Spáni sem fer fram í dag. „Tilfinningin er bara mjög góð. Við erum bara mjög spenntar en erum dálítið niðri á jörðinni. Við erum að einbeita okkur að okkar leik og taka á þessu eins og hverjum öðrum handboltaleik.“ Þetta segir Þórey Anna Ásgeirsdóttir, hornamaður í liði Vals, í samtali við Val Pál Eiríksson. Valskonur fara ekki himinskautum fyrir komandi leik, þrátt fyrir að liðið sé aðeins tveimur úrslitaleikjum frá því að skrifa íslenska handboltasögu. Framkvæmdir á hóteli liðsins Leikmenn Vals vöknuðu þá við framkvæmdir á hóteli sínu í morgun en láta það ekki bíta á sig. „Nei, nei, þetta var bara um níu leytið þannig að þetta sleppur alveg. Samt sem áður kannski pínu pirrandi en við látum þetta ekkert á okkur fá,“ sagði Þórey. Téðar framkvæmdir höfðu þó eilítil áhrif á viðtal dagsins. „Þetta er bara hörkulið og lið sem er í fjórða sæti í deildinni á Spáni,“ sagði Þórey en hætti svo skyndilega við hávaðann frá framkvæmdunum. „Heyrðiru þetta?,“ sagði Þórey hlæjandi. Valskonur hafa farið mikinn í Evrópubikarnum í vetur. Þær hafa unnið sterk lið á við Kristianstad frá Svíþjóð og annað spænskt lið, Spánarmeistara Malaga. Það veitir sjálfstraust fyrir komandi leiki við Porrino. Hjálpar okkur mjög mikið „Já, auðvitað gerir það það. Að hafa unnið þær og náð meira að segja mjög góðum úrslitum á móti þeim. Það gefur okkur mikið sjálfstraust og líka það að vera búnar að spila á móti spænsku liði. Þetta er svolítið öðruvísi en þessi skandinavíski bolti þannig að þetta hjálpar okkur mjög mikið,“ sagði Þórey. Það vottar fyrir fiðrildum en nálgunin er engu að síður skýr. „Jú, hugurinn leitar alveg þangað. Maður veit alveg hver gulrótin er. Þú þarft bara að passa þig að vera bara á jörðinni og gera eins og Gústi segir að taka bara eina sókn og eina vörn í einu. Svo sjáum við hvernig niðurstaðan er,“ sagði Þórey. Fyrri leikur liðanna fer fram klukkan þrjú, en þau mætast í síðari úrslitaleiknum sléttri viku síðar að Hlíðarenda. Valur Handbolti EHF-bikarinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Valskonur vonast til að stíga stórt skref í átt að því að verða fyrsta íslenska kvennaliðið í sögunni til að vinna Evróputitil í handbolta. Fram undan er fyrri úrslitaleikur liðsins á Spáni sem fer fram í dag. „Tilfinningin er bara mjög góð. Við erum bara mjög spenntar en erum dálítið niðri á jörðinni. Við erum að einbeita okkur að okkar leik og taka á þessu eins og hverjum öðrum handboltaleik.“ Þetta segir Þórey Anna Ásgeirsdóttir, hornamaður í liði Vals, í samtali við Val Pál Eiríksson. Valskonur fara ekki himinskautum fyrir komandi leik, þrátt fyrir að liðið sé aðeins tveimur úrslitaleikjum frá því að skrifa íslenska handboltasögu. Framkvæmdir á hóteli liðsins Leikmenn Vals vöknuðu þá við framkvæmdir á hóteli sínu í morgun en láta það ekki bíta á sig. „Nei, nei, þetta var bara um níu leytið þannig að þetta sleppur alveg. Samt sem áður kannski pínu pirrandi en við látum þetta ekkert á okkur fá,“ sagði Þórey. Téðar framkvæmdir höfðu þó eilítil áhrif á viðtal dagsins. „Þetta er bara hörkulið og lið sem er í fjórða sæti í deildinni á Spáni,“ sagði Þórey en hætti svo skyndilega við hávaðann frá framkvæmdunum. „Heyrðiru þetta?,“ sagði Þórey hlæjandi. Valskonur hafa farið mikinn í Evrópubikarnum í vetur. Þær hafa unnið sterk lið á við Kristianstad frá Svíþjóð og annað spænskt lið, Spánarmeistara Malaga. Það veitir sjálfstraust fyrir komandi leiki við Porrino. Hjálpar okkur mjög mikið „Já, auðvitað gerir það það. Að hafa unnið þær og náð meira að segja mjög góðum úrslitum á móti þeim. Það gefur okkur mikið sjálfstraust og líka það að vera búnar að spila á móti spænsku liði. Þetta er svolítið öðruvísi en þessi skandinavíski bolti þannig að þetta hjálpar okkur mjög mikið,“ sagði Þórey. Það vottar fyrir fiðrildum en nálgunin er engu að síður skýr. „Jú, hugurinn leitar alveg þangað. Maður veit alveg hver gulrótin er. Þú þarft bara að passa þig að vera bara á jörðinni og gera eins og Gústi segir að taka bara eina sókn og eina vörn í einu. Svo sjáum við hvernig niðurstaðan er,“ sagði Þórey. Fyrri leikur liðanna fer fram klukkan þrjú, en þau mætast í síðari úrslitaleiknum sléttri viku síðar að Hlíðarenda.
Valur Handbolti EHF-bikarinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira