Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Atli Ísleifsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 8. maí 2025 14:24 Frank Hansen, framkvæmdastjóri Ísland - Duty Free, segir 30 prósent af öllum vörum í fríhafnarverslunum á Keflavíkurflugvelli verða íslenskar. Heinemann/Vísir/Árni Ný fríhafnarverslun opnaði á Keflavíkurflugvelli í gær eftir að um 150 starfsmenn höfðu unnið að breytingum á verslunarrýmum, merkingum og framsetningu vara. Fríhafnarverslanirnar á flugvellinum ganga nú undir nafninu Ísland Duty Free eftir að þýska fyrirtækið Heinemann, tók við rekstrinum að loknu útboði. Aðspurður um hverjar séu helstu breytingar sem viðskiptavinir gætu orðið varir við vegna breytinganna segir Frank Hansen, framkvæmdastjóri Ísland - Duty Free, að nýja vörumerki fyrirtækisins, Ísland - Duty Free, sé nú mjög greinilegt í verslunum, meðal annars á stórum skjám. „Við höfum einnig endurskoðað vöruúrvalið og gert nokkrar breytingar á skipulagi verslana okkar. Þetta eru þó einungis fyrstu skrefin — formleg opnun árið 2026 mun marka algjöra umbreytingu. Öll verslunarsvæði okkar verða endurhönnuð með það að markmiði að skapa einstaka verslunarupplifun fyrir viðskiptavini okkar. Lögð verður sérstök áhersla á íslenskar vörur og Ísland, ásamt vel þekktum alþjóðlegum vörumerkjum,“ segir Hansen í skriflegu svari til fréttastofu. Má búast við breytingum á vöruverði, til hækkunar eða lækkunar? „Við munum leggja áherslu á að bjóða viðskiptavinum okkar spennandi tilboð, sanngjarnt verð og framúrskarandi þjónustu og upplifun. Auk þess munum við auka úrvalið af þekktum vörumerkjum í ýmsum vöruflokkum. Tilboðin okkar verða bæði tengd einstökum vörumerkjum og líka árstíðarbundin. Við erum sannfærð um að viðskiptavinir okkar muni ekki verða fyrir vonbrigðum,“ segir Hansen. 30 prósent vara verði íslenskar Hansen segir ennfremur að boðið verði upp á mjög aukið úrval af spennandi vörumerkjum. „Undir merkjunum „Nýtt á Íslandi“ og „Nýtt í Keflavík“ munum við kynna sérvalin alþjóðleg vörumerki. En samhliða því þá munum við leggja mikla áherslu á íslensk vörumerki en 30 prósent af öllum vörum í okkar verslunum verða íslenskar.“ Nýtt tilboðshorn innarlega í fríhöfninni. Myndin var tekin upp úr hádegi í dag. Vísir/Árni Fyrri rekstraraðili hélt úti heimsíðu þar sem hægt var að nálgast upplýsingar um vöruverð og úrval og nota svokallaða tollkvótareiknivél. Verður sambærileg þjónusta í boði hjá nýjum rekstaraðila þegar fram líða stundir? „Núverandi vefsíða okkar er í raun aðeins lendingarsíða með helstu upplýsingum um verslanir okkar, en í haust munum við opna nýja og fullbúna vefsíðu með ítarlegum upplýsingum um vörur, verð og vörumerki. Við munum einnig kynna „panta og sækja“ lausn sem gerir viðskiptavinum kleift að versla á netinu og sækja vörurnar í verslanir okkar. Á síðunni verður jafnframt að finna upplýsingar um tollareglur, og við erum að kanna möguleikann á að innleiða reiknivél svipaða þeirri sem þú nefndir — allt verður þetta kynnt í haust. Þangað til hvet ég alla til að skrá sig á vefsíðunni okkar til að fylgjast með fréttum og verða meðal þeirra fyrstu sem fá að vita af opnun nýju vefsvæðisins,“ segir Hansen. Hefur lýst áhyggjum af stöðunni Breytingar á rekstri fríhafnarverslana hafa verið nokkuð til umræðu að undanförnu og hefur Félag atvinnurekenda til að mynda lýst áhyggjum af því að nýr rekstraraðili hafi krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Framkvæmdastjóri FA hefur sagt íslenska ríkið hafa með þessu framselt Heinemann einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. Verslun Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Nýr rekstraraðili tekur við rekstri fríhafnarverslana í Keflavík á miðvikudaginn og verða verslanirnar því lokaðar tímabundið vegna breytinga frá því annað kvöld og fram á miðvikudagsmorgun. Þá opna fríhafnarverslanir í Keflavík undir nýju nafni, Ísland - Duty Free. 5. maí 2025 14:03 „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum sem selja vörur til Fríhafnarinnar. Þeir hafa lýst miklum áhyggjum vegna nýs rekstraraðila, sem hefur krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Ráðherra segir að í markaðshagkerfi þurfi menn bara að synda. 3. maí 2025 18:33 Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Innlendir framleiðendur munu að óbreyttu neyðast til að lækka verð sitt til Heinemann um tugi prósenta til að mæta framlegðarkröfum fyrirtækisins upp á 70 prósent. 20. mars 2025 08:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Fríhafnarverslanirnar á flugvellinum ganga nú undir nafninu Ísland Duty Free eftir að þýska fyrirtækið Heinemann, tók við rekstrinum að loknu útboði. Aðspurður um hverjar séu helstu breytingar sem viðskiptavinir gætu orðið varir við vegna breytinganna segir Frank Hansen, framkvæmdastjóri Ísland - Duty Free, að nýja vörumerki fyrirtækisins, Ísland - Duty Free, sé nú mjög greinilegt í verslunum, meðal annars á stórum skjám. „Við höfum einnig endurskoðað vöruúrvalið og gert nokkrar breytingar á skipulagi verslana okkar. Þetta eru þó einungis fyrstu skrefin — formleg opnun árið 2026 mun marka algjöra umbreytingu. Öll verslunarsvæði okkar verða endurhönnuð með það að markmiði að skapa einstaka verslunarupplifun fyrir viðskiptavini okkar. Lögð verður sérstök áhersla á íslenskar vörur og Ísland, ásamt vel þekktum alþjóðlegum vörumerkjum,“ segir Hansen í skriflegu svari til fréttastofu. Má búast við breytingum á vöruverði, til hækkunar eða lækkunar? „Við munum leggja áherslu á að bjóða viðskiptavinum okkar spennandi tilboð, sanngjarnt verð og framúrskarandi þjónustu og upplifun. Auk þess munum við auka úrvalið af þekktum vörumerkjum í ýmsum vöruflokkum. Tilboðin okkar verða bæði tengd einstökum vörumerkjum og líka árstíðarbundin. Við erum sannfærð um að viðskiptavinir okkar muni ekki verða fyrir vonbrigðum,“ segir Hansen. 30 prósent vara verði íslenskar Hansen segir ennfremur að boðið verði upp á mjög aukið úrval af spennandi vörumerkjum. „Undir merkjunum „Nýtt á Íslandi“ og „Nýtt í Keflavík“ munum við kynna sérvalin alþjóðleg vörumerki. En samhliða því þá munum við leggja mikla áherslu á íslensk vörumerki en 30 prósent af öllum vörum í okkar verslunum verða íslenskar.“ Nýtt tilboðshorn innarlega í fríhöfninni. Myndin var tekin upp úr hádegi í dag. Vísir/Árni Fyrri rekstraraðili hélt úti heimsíðu þar sem hægt var að nálgast upplýsingar um vöruverð og úrval og nota svokallaða tollkvótareiknivél. Verður sambærileg þjónusta í boði hjá nýjum rekstaraðila þegar fram líða stundir? „Núverandi vefsíða okkar er í raun aðeins lendingarsíða með helstu upplýsingum um verslanir okkar, en í haust munum við opna nýja og fullbúna vefsíðu með ítarlegum upplýsingum um vörur, verð og vörumerki. Við munum einnig kynna „panta og sækja“ lausn sem gerir viðskiptavinum kleift að versla á netinu og sækja vörurnar í verslanir okkar. Á síðunni verður jafnframt að finna upplýsingar um tollareglur, og við erum að kanna möguleikann á að innleiða reiknivél svipaða þeirri sem þú nefndir — allt verður þetta kynnt í haust. Þangað til hvet ég alla til að skrá sig á vefsíðunni okkar til að fylgjast með fréttum og verða meðal þeirra fyrstu sem fá að vita af opnun nýju vefsvæðisins,“ segir Hansen. Hefur lýst áhyggjum af stöðunni Breytingar á rekstri fríhafnarverslana hafa verið nokkuð til umræðu að undanförnu og hefur Félag atvinnurekenda til að mynda lýst áhyggjum af því að nýr rekstraraðili hafi krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Framkvæmdastjóri FA hefur sagt íslenska ríkið hafa með þessu framselt Heinemann einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli.
Verslun Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Nýr rekstraraðili tekur við rekstri fríhafnarverslana í Keflavík á miðvikudaginn og verða verslanirnar því lokaðar tímabundið vegna breytinga frá því annað kvöld og fram á miðvikudagsmorgun. Þá opna fríhafnarverslanir í Keflavík undir nýju nafni, Ísland - Duty Free. 5. maí 2025 14:03 „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum sem selja vörur til Fríhafnarinnar. Þeir hafa lýst miklum áhyggjum vegna nýs rekstraraðila, sem hefur krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Ráðherra segir að í markaðshagkerfi þurfi menn bara að synda. 3. maí 2025 18:33 Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Innlendir framleiðendur munu að óbreyttu neyðast til að lækka verð sitt til Heinemann um tugi prósenta til að mæta framlegðarkröfum fyrirtækisins upp á 70 prósent. 20. mars 2025 08:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Nýr rekstraraðili tekur við rekstri fríhafnarverslana í Keflavík á miðvikudaginn og verða verslanirnar því lokaðar tímabundið vegna breytinga frá því annað kvöld og fram á miðvikudagsmorgun. Þá opna fríhafnarverslanir í Keflavík undir nýju nafni, Ísland - Duty Free. 5. maí 2025 14:03
„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum sem selja vörur til Fríhafnarinnar. Þeir hafa lýst miklum áhyggjum vegna nýs rekstraraðila, sem hefur krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Ráðherra segir að í markaðshagkerfi þurfi menn bara að synda. 3. maí 2025 18:33
Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Innlendir framleiðendur munu að óbreyttu neyðast til að lækka verð sitt til Heinemann um tugi prósenta til að mæta framlegðarkröfum fyrirtækisins upp á 70 prósent. 20. mars 2025 08:00