„Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2025 14:02 Pétur Rúnar Birgisson varð Íslandsmeistari með Tindastóli 2023 og á silfurverðlaun frá tímabilunum 2016, 2018 og 2022. vísir/diego Pétur Rúnar Birgisson segir að leikmenn Tindastóls séu klárir fyrir einvígið gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst í kvöld. „Mikil tilhlökkun. Það er alltaf gaman þegar maður er að spila á svona stóru sviði. Það er alltaf mikið af áhorfendum, mikið fjaðrafok í kringum og maður veit að við þurfum að mæta vel undirbúnir. Við vitum að við erum að fara að spila við hörkulið og það skiptir máli að eiga fyrsta höggið,“ sagði Pétur Rúnar sem er að fara að spila í sínu fimmta úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. „Við viljum mæta vel klárir, undirbúa okkur sem best fyrir þá og vera klárir í hvaða aðgerðir þeir ætla að henda í okkur og búnir að stúdera það vel og vandlega. Við viljum henda í fyrsta höggið þannig að við byrjum seríuna af krafti.“ Er eiginlega svona allan veturinn Á Sauðárkróki hverfist lífið að stórum hluta um körfubolta, sérstaklega á þessum tíma árs. „Maður finnur alveg fyrir því þegar maður er að mæta í vinnu og labba út um bæinn að maður er stoppaður hér og þar, úti í búð, og það er verið að ræða hvað er framundan. En það er mestmegnis bara tilhlökkun í öllum bænum og hún verður alltaf meiri og meiri eftir því sem okkur gengur betur. Þetta er samt eiginlega svona yfir allan veturinn,“ sagði Pétur. Stuðningsmenn Tindastóls fjölmenna á leiki liðsins, hvort sem það er á heima- eða útivelli.vísir/diego „Ég þekki ekkert annað. Ég er búinn að vera hérna allan minn feril og ég hef mjög gaman að þessu,“ bætti leikstjórnandinn við. Getur verið erfitt Pétur segir að því fylgi pressa að vera kominn á þennan stað í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Það getur verið það. Þetta getur alveg verið erfitt. Eins og síðasta tímabil var; við vorum með lið sem átti að gera helling en svo nær þetta ekki að smella og þér líður alltaf eins og þú sért bregðast fólki sem er ekki góð tilfinning,“ sagði Pétur. Pétur og félagar slógu Keflavík út í átta liða úrslitunum, 3-0, og Álftanes í undanúrslitunum, 3-1. Í úrslitunum bíður Stjarnan.vísir/diego „Það hafa alveg verið svefnlausar nætur í gegnum tíðina en ég myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en í hina áttina, þar sem öllum er drullusama. Ég hef meira gaman að þessu og reyni bara að nálgast fólk fagmannlega og reyni að hlusta ef það hefur einhver góð ráð. Annars loka ég bara eyrunum ef mér finnst þetta vera vitleysa. Pressan getur verið svolítið mikil en ég hef mestmegnis gaman að þessu.“ Kálfinn til vandræða Pétur segir stöðuna á sér vera þokkalega og er klár í úrslitaeinvígið. „Skrokkurinn er í ágætum málum í dag. Kálfinn er með smá leiðindi en ég hef trú á að þetta haldi, hvort sem það eru tíu mínútur í leik eða tuttugu. Ég held ég muni geta spilað það sem þarf,“ sagði Pétur. Halda áfram að spila sinn leik Stjarnan er andstæðingur Tindastóls í úrslitaeinvíginu. Pétur á von á hörkuleikjum gegn Garðbæingum. „Við erum búnir að gera mjög vel að spila okkar leik og reyna að undirbúa okkur sem best fyrir það sem Stjarnan kemur með að borðinu sem er mjög mikið,“ sagði Pétur. Klippa: Viðtal við Pétur Rúnar Birgisson „Við þurfum samt meira að hugsa um okkur og hvernig við munum tækla það að útfæra okkar hluti að þeim, heldur en að vera of mikið að greina þá og sjá hvað þeir eru að gera. Heldur fara yfir það sem við erum búnir að gera vel í vetur og reyna að halda því áfram.“ Allt viðtalið við Pétur má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrsti leikur Tindastóls og Stjörnunnar hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19:30. Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Leik lokið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosó Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Leik lokið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur Sjá meira
„Mikil tilhlökkun. Það er alltaf gaman þegar maður er að spila á svona stóru sviði. Það er alltaf mikið af áhorfendum, mikið fjaðrafok í kringum og maður veit að við þurfum að mæta vel undirbúnir. Við vitum að við erum að fara að spila við hörkulið og það skiptir máli að eiga fyrsta höggið,“ sagði Pétur Rúnar sem er að fara að spila í sínu fimmta úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. „Við viljum mæta vel klárir, undirbúa okkur sem best fyrir þá og vera klárir í hvaða aðgerðir þeir ætla að henda í okkur og búnir að stúdera það vel og vandlega. Við viljum henda í fyrsta höggið þannig að við byrjum seríuna af krafti.“ Er eiginlega svona allan veturinn Á Sauðárkróki hverfist lífið að stórum hluta um körfubolta, sérstaklega á þessum tíma árs. „Maður finnur alveg fyrir því þegar maður er að mæta í vinnu og labba út um bæinn að maður er stoppaður hér og þar, úti í búð, og það er verið að ræða hvað er framundan. En það er mestmegnis bara tilhlökkun í öllum bænum og hún verður alltaf meiri og meiri eftir því sem okkur gengur betur. Þetta er samt eiginlega svona yfir allan veturinn,“ sagði Pétur. Stuðningsmenn Tindastóls fjölmenna á leiki liðsins, hvort sem það er á heima- eða útivelli.vísir/diego „Ég þekki ekkert annað. Ég er búinn að vera hérna allan minn feril og ég hef mjög gaman að þessu,“ bætti leikstjórnandinn við. Getur verið erfitt Pétur segir að því fylgi pressa að vera kominn á þennan stað í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Það getur verið það. Þetta getur alveg verið erfitt. Eins og síðasta tímabil var; við vorum með lið sem átti að gera helling en svo nær þetta ekki að smella og þér líður alltaf eins og þú sért bregðast fólki sem er ekki góð tilfinning,“ sagði Pétur. Pétur og félagar slógu Keflavík út í átta liða úrslitunum, 3-0, og Álftanes í undanúrslitunum, 3-1. Í úrslitunum bíður Stjarnan.vísir/diego „Það hafa alveg verið svefnlausar nætur í gegnum tíðina en ég myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en í hina áttina, þar sem öllum er drullusama. Ég hef meira gaman að þessu og reyni bara að nálgast fólk fagmannlega og reyni að hlusta ef það hefur einhver góð ráð. Annars loka ég bara eyrunum ef mér finnst þetta vera vitleysa. Pressan getur verið svolítið mikil en ég hef mestmegnis gaman að þessu.“ Kálfinn til vandræða Pétur segir stöðuna á sér vera þokkalega og er klár í úrslitaeinvígið. „Skrokkurinn er í ágætum málum í dag. Kálfinn er með smá leiðindi en ég hef trú á að þetta haldi, hvort sem það eru tíu mínútur í leik eða tuttugu. Ég held ég muni geta spilað það sem þarf,“ sagði Pétur. Halda áfram að spila sinn leik Stjarnan er andstæðingur Tindastóls í úrslitaeinvíginu. Pétur á von á hörkuleikjum gegn Garðbæingum. „Við erum búnir að gera mjög vel að spila okkar leik og reyna að undirbúa okkur sem best fyrir það sem Stjarnan kemur með að borðinu sem er mjög mikið,“ sagði Pétur. Klippa: Viðtal við Pétur Rúnar Birgisson „Við þurfum samt meira að hugsa um okkur og hvernig við munum tækla það að útfæra okkar hluti að þeim, heldur en að vera of mikið að greina þá og sjá hvað þeir eru að gera. Heldur fara yfir það sem við erum búnir að gera vel í vetur og reyna að halda því áfram.“ Allt viðtalið við Pétur má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrsti leikur Tindastóls og Stjörnunnar hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19:30.
Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Leik lokið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosó Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Leik lokið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur Sjá meira