Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2025 10:02 Guðrún Arnardóttir hitar upp fyrir landsleikina í lok maí og byrjun júní með nýju sjö manna móti í Portúgal. Getty/Alex Nicodim Landsliðskonurnar Guðrún Arnardóttir og Glódís Perla Viggósdóttir þurfa að rifja upp reglurnar í sjö manna fótbolta og gætu mæst á nýju boðsmóti sem haldið verður í Portúgal í þessum mánuði. Mótið verður í beinni útsendingu DAZN. Á meðan að leikmenn Bola-deildarinnar í Breiðholti fagna því eflaust að sjö manna fótbolti virðist vera að fá aukna virðingu þá hafa sumir sett spurningamerki við hið nýja mót. Ljóst er að því fylgir hins vegar ágætt verðlaunafé. Heildarverðlaunafé á mótinu er 5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 644 milljóna króna. Hvert félag fær að lágmarki 17 milljónir króna og mest er hægt að fá um 335 milljónir króna með því að vinna mótið. Átta af betri kvennaliðum Evrópu spila á mótinu en þetta eru Manchester City og Manchester United frá Englandi, PSG frá Frakklandi, Ajax frá Hollandi, Roma frá Ítalíu, Benfica frá Portúgal og svo Svíþjóðarmeistarar Rosengård, með Guðrúnu og hina 18 ára Ísabellu Söru Tryggvadóttur innanborðs, og Þýskalandsmeistarar Bayern með Glódísi sem fyrirliða. Glódís er þó að komast af stað að nýju eftir meiðsli og ekki víst að hún verði með á mótinu. Glódís Perla Viggósdóttir er nýkrýndur tvöfaldur meistari með Bayern München sem er eitt átta liða sem verða með á sjö manna mótinu í Portúgal í þessum mánuði.Getty/Ralf Ibing „Fyrst og fremst er náttúrulega bara heiður að Rosengård hafi verið boðið eitt af þessum átta sætum á mótinu,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki búin að kynna mér mjög mikið um þetta mót. Við fengum bara að vita þetta fyrir örfáum dögum síðan og það hefur verið mikið annað í gangi þannig ég hef ekki náð að skoða þetta almennilega,“ segir Guðrún en það hefur einmitt verið gagnrýnt að mótinu skuli skellt allt í einu inn á dagatalið. „Fögnum auknu fjármagni inn í kvennafótboltann“ Guðrún tekur undir að það verði viðbrigði að spila aftur sjö manna bolta sem hún gerði síðast sem barn: „Eins og þú segir hefur maður ekki spilað 7 á 7 í mörg, mörg ár og maður þarf að rifja upp hvaða reglur gilda þar. Þetta er náttúrulega svolítið skrítin tímasetning þegar kemur að sumardeildum eins og er hér í Svíþjóð þar sem þetta er inn á milli leikja á meðan öll hin liðin sem spila í vetrardeild eru búin með tímabilið sitt. En það er ágætis peningur í þessu fyrir klúbbana sem er boðið að taka þátt og við fögnum auknu fjármagni inn í kvennafótboltann,“ segir Guðrún. Keppinautar hundóánægðir með nýja mótið Tímasetning mótsins, sem fer fram dagana 21.-23. maí í Estoril í Portúgal, hefur einmitt verið gagnrýnd, að minnsta kosti af keppinautum Rosengård í Hammarby. Að „einkamót“ sé að trufla leiktíðina í Svíþjóð en Rosengård hefur þurft að biðja um tilfærslu leikja vegna mótsins. „Við ræddum um þetta í dag og allir eru sammála. Þetta er fáránlegt,“ sagði Adrian von Heijne, yfirmaður knattspyrnumála hjá Hammarby, við Aftonbladet. „Okkur finnst að mótin sem að sænsk lið eigi að taka þátt í verði að vera skipulögð af sænska knattspyrnusambandinu eða UEFA. Þá vitum við um þau fyrir fram. Við miðum leikjadagskrána eftir því og það eru skýrar reglur um hana. Það er því verulega undarlegt að þetta geti gerst allt í einu,“ sagði Von Heijne. Hann segir það ekki áhyggjuefni að Rosengård geti með þessu móti hagnast meira en keppinautarnir í Svíþjóð en segir að verðlaunafé í kvennafótboltanum, sérstaklega í Meistaradeild Evrópu, verði að vera hærra svo að félögin finni ekki þörf fyrir að taka þátt í mótum á borð við það sem fram fer í Portúgal. Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Á meðan að leikmenn Bola-deildarinnar í Breiðholti fagna því eflaust að sjö manna fótbolti virðist vera að fá aukna virðingu þá hafa sumir sett spurningamerki við hið nýja mót. Ljóst er að því fylgir hins vegar ágætt verðlaunafé. Heildarverðlaunafé á mótinu er 5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 644 milljóna króna. Hvert félag fær að lágmarki 17 milljónir króna og mest er hægt að fá um 335 milljónir króna með því að vinna mótið. Átta af betri kvennaliðum Evrópu spila á mótinu en þetta eru Manchester City og Manchester United frá Englandi, PSG frá Frakklandi, Ajax frá Hollandi, Roma frá Ítalíu, Benfica frá Portúgal og svo Svíþjóðarmeistarar Rosengård, með Guðrúnu og hina 18 ára Ísabellu Söru Tryggvadóttur innanborðs, og Þýskalandsmeistarar Bayern með Glódísi sem fyrirliða. Glódís er þó að komast af stað að nýju eftir meiðsli og ekki víst að hún verði með á mótinu. Glódís Perla Viggósdóttir er nýkrýndur tvöfaldur meistari með Bayern München sem er eitt átta liða sem verða með á sjö manna mótinu í Portúgal í þessum mánuði.Getty/Ralf Ibing „Fyrst og fremst er náttúrulega bara heiður að Rosengård hafi verið boðið eitt af þessum átta sætum á mótinu,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki búin að kynna mér mjög mikið um þetta mót. Við fengum bara að vita þetta fyrir örfáum dögum síðan og það hefur verið mikið annað í gangi þannig ég hef ekki náð að skoða þetta almennilega,“ segir Guðrún en það hefur einmitt verið gagnrýnt að mótinu skuli skellt allt í einu inn á dagatalið. „Fögnum auknu fjármagni inn í kvennafótboltann“ Guðrún tekur undir að það verði viðbrigði að spila aftur sjö manna bolta sem hún gerði síðast sem barn: „Eins og þú segir hefur maður ekki spilað 7 á 7 í mörg, mörg ár og maður þarf að rifja upp hvaða reglur gilda þar. Þetta er náttúrulega svolítið skrítin tímasetning þegar kemur að sumardeildum eins og er hér í Svíþjóð þar sem þetta er inn á milli leikja á meðan öll hin liðin sem spila í vetrardeild eru búin með tímabilið sitt. En það er ágætis peningur í þessu fyrir klúbbana sem er boðið að taka þátt og við fögnum auknu fjármagni inn í kvennafótboltann,“ segir Guðrún. Keppinautar hundóánægðir með nýja mótið Tímasetning mótsins, sem fer fram dagana 21.-23. maí í Estoril í Portúgal, hefur einmitt verið gagnrýnd, að minnsta kosti af keppinautum Rosengård í Hammarby. Að „einkamót“ sé að trufla leiktíðina í Svíþjóð en Rosengård hefur þurft að biðja um tilfærslu leikja vegna mótsins. „Við ræddum um þetta í dag og allir eru sammála. Þetta er fáránlegt,“ sagði Adrian von Heijne, yfirmaður knattspyrnumála hjá Hammarby, við Aftonbladet. „Okkur finnst að mótin sem að sænsk lið eigi að taka þátt í verði að vera skipulögð af sænska knattspyrnusambandinu eða UEFA. Þá vitum við um þau fyrir fram. Við miðum leikjadagskrána eftir því og það eru skýrar reglur um hana. Það er því verulega undarlegt að þetta geti gerst allt í einu,“ sagði Von Heijne. Hann segir það ekki áhyggjuefni að Rosengård geti með þessu móti hagnast meira en keppinautarnir í Svíþjóð en segir að verðlaunafé í kvennafótboltanum, sérstaklega í Meistaradeild Evrópu, verði að vera hærra svo að félögin finni ekki þörf fyrir að taka þátt í mótum á borð við það sem fram fer í Portúgal.
Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira