Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Lovísa Arnardóttir skrifar 8. maí 2025 08:32 Jón Þór Dagbjartsson (til hægri) ásamt Hlyni Jónssyni verjanda sínum. Vinkona Hafdísar Báru Óskarsdóttur segist aldrei hafa búist við því að Jón Þór Dagbjartsson myndi ganga svo langt að reyna að drepa Hafdísi. Hún viðurkennir þó að hafa verið að bíða eftir því að eitthvað myndi gerast. Vinkona Hafdísar gaf skýrslu fyrir dómi en hún dvaldi hjá Hafdísi fyrir árásina og kom að Hafdísi eftir hana. Jón Þór sætir ákæru fyrir kynferðislega áreitni og húsbrot sunnudaginn 13. október í fyrra og tilraun til manndráps miðvikudaginn 16. október. Jón Þór neitar sök eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag. Málið hefur vakið mikla athygli eftir að Hafdísi sagði sögu sína í Kastljósi í desember. „Hún segir mér að Jón Þór hafi ráðist á sig, reynt að nauðga sér, í svakalegu uppnámi, hágrátandi, hrædd, sagðist hafa hárreytt hann og ýtt honum frá sér til að koma honum í burt,“ sagði vinkona Hafdísar um sunnudaginn 13. október. Það sagði hún fyrir dómi í Héraðsdómi Austurlands í gær þar sem aðalmeðferð fór fram Vinkona Hafdísar sagði Hafdísi á þessum tímapunkti hafa verið hræddust við að lögreglan yrði sein á vettvang og sagði hana upplifa sig varnarlausa. Vinkona hennar lýsti svo miðvikudeginum, þegar árásin átti sér stað, en hún var þá enn hjá Hafdísi. Beiðni barnaverndar um nálgunarbann á Jón Þór eftir atburði sunnudagsins hafði þá verið hafnað. Vinkonan sagði Hafdísi hafa farið inn í skemmu um klukkan 18 og að hún hafi svo út um gluggann séð Jón Þór koma á bíl og æða inn í skemmuna. Hún hafi ekki heyrt orðaskil en strax hringt í Neyðarlínuna. „Ég átti ekki von á að þetta gerðist, ég fer í panikk, stekk af stað til að finna mér föt til að fara út,“ sagði hún og að hún hafi beðið drengina hennar Hafdísar að koma alls ekki út nema hún eða Hafdís kæmu aftur inn. „Ég viðurkenni að ég var rosalega hrædd. Mér finnst ég hafa verið ógeðslega lengi að koma mér af stað, þótt það hafi ekki verið. Þegar ég skelli hurðinni líður ekki löng stund þar til Jón Þór kemur hratt út úr skemmunni, stekkur inn í bíl og keyrir í átt að mér, ekki á mig heldur upp heimreiðina,“ sagði vinkona Hafdísar. Náði ekki sambandi við hana í fyrstu Hún hafi kallað á Hafdísi en ekki fengið svar. Þegar hún komst loks inn í skemmuna fann hún Hafdísi svo á bakinu. Hún segist hafa átt í vandræðum með að ná sambandi við hana og fer þá að „pönkast“ í henni til að fá einhver viðbrögð. Hún segist hafa séð þá á henni skurð og blóð á annarri hendi. Þegar Hafdís hafi svo náð að tala hafi hún strax sagt henni að Jón Þór hafi ráðist á hana, reynt að stinga hana og kyrkja með járnkarlinum. Hafdís hafi verið helaum og ekki getað staðið upp. Vinkonan segist hafa séð „töluverða áverka“ á hálsi og hnakka og hún hafi því ekki þorað að færa hana sjálf. „Þannig að ég þorði ekki að koma henni í burtu og breiddi ofan á hana úlpu.“ Spurð nánar um ástandið á Hafdísi lýsti vinkonan því svona: „Ekki með fulla meðvitund, mjög eftir sig, svarar ekki fyrr en ég pota í bringu og háls, hún umlar, hristi bara lappirnar, höndin hreyfðist ekki, hægri handleggur með sár, í lófa, umlaði bara, datt inn og út, gat ekki haldið uppi neinum samræðum, þvoglumælt, kaldsveitt.“ Hún sagði Hafdísi strax hafa sagt henni að Jón Þór hafi reynt að stinga hana með járnkarlinum og svo reynt að kyrkja hana með honum. „Hún segir ekki mikið meira, dettur út, en kemur annað slagið inn aftur, umlar, hann reyndi að drepa mig.“ Heyrði í Jóni koma aftur Stuttu seinna heyrði hún svo Jón Þór koma aftur inn í skemmuna og sagðist strax hafa skynjað að hann væri mjög æstur og reiður og spurt hann „hvern fjandann“ hann hafi verið að gera. „Hann segir ég ætlaði að kála henni, hann labbar fram og til baka, samskiptin þannig að hann hafi verið reiður, hún að ríða einhverjum körlum….Ég sagði að það skipti ekki máli, talaði sama tungumál og hann, hún riði þeim sem hún vildi.“ Vinkonan segir að eftir þetta hafi komið ró yfir hann og hann strax sagt að hann hafi ekki ætlað að kála Hafdísi því hann elskaði hana. „Engar röksemdarfærslur, hann bara reiður, ekki sturlunarástandi, bara fokreiður og afbrýðisamur, fór beint í það alla daga að hún hefði verið ríðandi öllu sem var með eitthvað hangandi milli lappanna. Það virtist vera grunnurinn að því að þetta væri í fullum rétti. Það stakk mig rosalega að þetta væru góð rök fyrir að reyna að drepa konuna sem hann sagðist elska,“ sagði hún þegar hún var beðin að lýsa ástandinu. Myndi klára verkið kæmist hann aftur inn Vinkonan segir að hún hafi stöðvað hann í að fara aftur inn í skemmuna. Henni hafi liðið eins og ef hann kæmist inn myndi hann klára. Auk þess sagðist hún hafa verið hrædd um strákana, son þeirra Hafdísar og eldri son hennar, og að þeir gætu verið í hættu. Á endanum hafi henni tekist að reka hann í burtu. Hann hafi sagst ætla að bíða eftir lögreglunni en hún sagt honum að það væri ekki í boði. Hún segir hann á þessum tímapunkti hafa verið reiðan en svo allt í einu róast og það hafi hrætt hana hversu rólegur hann var. „Hann kveikir sér í vindli, þá hægir á honum. Hann verður einhvern veginn kaldur, óþægilegt að sjá hann. Það var ekki gott rólegt og það hræddi mig eiginlega að sjá hann svona kaldan.“ Hún lýsti því sömuleiðis að hafa ítrekað reynt að fá Jón Þór til að „slaka á og hætta að eltast við“ Hafdísi. Hún sagðist hafa haft miklar áhyggjur af þeim í um þrjú ár og að hún hafi verið að bíða eftir því að „eitthvað, en ekki þetta mikið“ myndi gerast. Aðalmeðferð málsins verður framhaldið í dag. Ofbeldi á Vopnafirði Vopnafjörður Lögreglumál Dómsmál Heimilisofbeldi Kynbundið ofbeldi Tengdar fréttir Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, steig í pontu í Alþingi í dag og lýsti áralöngu heimilisofbeldi sem hún sætti. Hún segir meðvirknina eina af grunnstoðum ofbeldis. Gerandinn er sá sami og er ákærður er fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði. 25. mars 2025 18:41 Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið verður að yfirfara lög um nálgunarbann og nýtingu ökklabands til að auka öryggi brotaþola. Hún segir umsáturseinelti mun útbreiddara vandamál en fólk almennt geri sér grein fyrir og hún vill gefa kerfinu tæki og tól til að taka fast á þeim. Á síðasta ári voru 79 beiðnir um nálgunarbann lagðar fram. 24. mars 2025 19:36 Segist ekki muna eftir atburðunum Karlmaður á sextugsaldri sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að ráðsast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði, sagðist ekki muna eftir atvikinu sem málið varðar þegar það var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í vikunni. Hann neitaði sök, og til vara fór lögmaður hans fram á að honum yrði ekki refsað þar sem hann hafi ekki stjórnað gjörðum sínum. 25. janúar 2025 14:28 Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara fyrir tæpu ári hefur enginn ennþá þurft að bera ökklaband vegna ítrekaðra brota gegn nálgunarbanni því búnaðurinn er ekki til. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir þetta vonbrigði og spyr eftir hverju sé verið að bíða. 26. janúar 2025 21:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Jón Þór sætir ákæru fyrir kynferðislega áreitni og húsbrot sunnudaginn 13. október í fyrra og tilraun til manndráps miðvikudaginn 16. október. Jón Þór neitar sök eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag. Málið hefur vakið mikla athygli eftir að Hafdísi sagði sögu sína í Kastljósi í desember. „Hún segir mér að Jón Þór hafi ráðist á sig, reynt að nauðga sér, í svakalegu uppnámi, hágrátandi, hrædd, sagðist hafa hárreytt hann og ýtt honum frá sér til að koma honum í burt,“ sagði vinkona Hafdísar um sunnudaginn 13. október. Það sagði hún fyrir dómi í Héraðsdómi Austurlands í gær þar sem aðalmeðferð fór fram Vinkona Hafdísar sagði Hafdísi á þessum tímapunkti hafa verið hræddust við að lögreglan yrði sein á vettvang og sagði hana upplifa sig varnarlausa. Vinkona hennar lýsti svo miðvikudeginum, þegar árásin átti sér stað, en hún var þá enn hjá Hafdísi. Beiðni barnaverndar um nálgunarbann á Jón Þór eftir atburði sunnudagsins hafði þá verið hafnað. Vinkonan sagði Hafdísi hafa farið inn í skemmu um klukkan 18 og að hún hafi svo út um gluggann séð Jón Þór koma á bíl og æða inn í skemmuna. Hún hafi ekki heyrt orðaskil en strax hringt í Neyðarlínuna. „Ég átti ekki von á að þetta gerðist, ég fer í panikk, stekk af stað til að finna mér föt til að fara út,“ sagði hún og að hún hafi beðið drengina hennar Hafdísar að koma alls ekki út nema hún eða Hafdís kæmu aftur inn. „Ég viðurkenni að ég var rosalega hrædd. Mér finnst ég hafa verið ógeðslega lengi að koma mér af stað, þótt það hafi ekki verið. Þegar ég skelli hurðinni líður ekki löng stund þar til Jón Þór kemur hratt út úr skemmunni, stekkur inn í bíl og keyrir í átt að mér, ekki á mig heldur upp heimreiðina,“ sagði vinkona Hafdísar. Náði ekki sambandi við hana í fyrstu Hún hafi kallað á Hafdísi en ekki fengið svar. Þegar hún komst loks inn í skemmuna fann hún Hafdísi svo á bakinu. Hún segist hafa átt í vandræðum með að ná sambandi við hana og fer þá að „pönkast“ í henni til að fá einhver viðbrögð. Hún segist hafa séð þá á henni skurð og blóð á annarri hendi. Þegar Hafdís hafi svo náð að tala hafi hún strax sagt henni að Jón Þór hafi ráðist á hana, reynt að stinga hana og kyrkja með járnkarlinum. Hafdís hafi verið helaum og ekki getað staðið upp. Vinkonan segist hafa séð „töluverða áverka“ á hálsi og hnakka og hún hafi því ekki þorað að færa hana sjálf. „Þannig að ég þorði ekki að koma henni í burtu og breiddi ofan á hana úlpu.“ Spurð nánar um ástandið á Hafdísi lýsti vinkonan því svona: „Ekki með fulla meðvitund, mjög eftir sig, svarar ekki fyrr en ég pota í bringu og háls, hún umlar, hristi bara lappirnar, höndin hreyfðist ekki, hægri handleggur með sár, í lófa, umlaði bara, datt inn og út, gat ekki haldið uppi neinum samræðum, þvoglumælt, kaldsveitt.“ Hún sagði Hafdísi strax hafa sagt henni að Jón Þór hafi reynt að stinga hana með járnkarlinum og svo reynt að kyrkja hana með honum. „Hún segir ekki mikið meira, dettur út, en kemur annað slagið inn aftur, umlar, hann reyndi að drepa mig.“ Heyrði í Jóni koma aftur Stuttu seinna heyrði hún svo Jón Þór koma aftur inn í skemmuna og sagðist strax hafa skynjað að hann væri mjög æstur og reiður og spurt hann „hvern fjandann“ hann hafi verið að gera. „Hann segir ég ætlaði að kála henni, hann labbar fram og til baka, samskiptin þannig að hann hafi verið reiður, hún að ríða einhverjum körlum….Ég sagði að það skipti ekki máli, talaði sama tungumál og hann, hún riði þeim sem hún vildi.“ Vinkonan segir að eftir þetta hafi komið ró yfir hann og hann strax sagt að hann hafi ekki ætlað að kála Hafdísi því hann elskaði hana. „Engar röksemdarfærslur, hann bara reiður, ekki sturlunarástandi, bara fokreiður og afbrýðisamur, fór beint í það alla daga að hún hefði verið ríðandi öllu sem var með eitthvað hangandi milli lappanna. Það virtist vera grunnurinn að því að þetta væri í fullum rétti. Það stakk mig rosalega að þetta væru góð rök fyrir að reyna að drepa konuna sem hann sagðist elska,“ sagði hún þegar hún var beðin að lýsa ástandinu. Myndi klára verkið kæmist hann aftur inn Vinkonan segir að hún hafi stöðvað hann í að fara aftur inn í skemmuna. Henni hafi liðið eins og ef hann kæmist inn myndi hann klára. Auk þess sagðist hún hafa verið hrædd um strákana, son þeirra Hafdísar og eldri son hennar, og að þeir gætu verið í hættu. Á endanum hafi henni tekist að reka hann í burtu. Hann hafi sagst ætla að bíða eftir lögreglunni en hún sagt honum að það væri ekki í boði. Hún segir hann á þessum tímapunkti hafa verið reiðan en svo allt í einu róast og það hafi hrætt hana hversu rólegur hann var. „Hann kveikir sér í vindli, þá hægir á honum. Hann verður einhvern veginn kaldur, óþægilegt að sjá hann. Það var ekki gott rólegt og það hræddi mig eiginlega að sjá hann svona kaldan.“ Hún lýsti því sömuleiðis að hafa ítrekað reynt að fá Jón Þór til að „slaka á og hætta að eltast við“ Hafdísi. Hún sagðist hafa haft miklar áhyggjur af þeim í um þrjú ár og að hún hafi verið að bíða eftir því að „eitthvað, en ekki þetta mikið“ myndi gerast. Aðalmeðferð málsins verður framhaldið í dag.
Ofbeldi á Vopnafirði Vopnafjörður Lögreglumál Dómsmál Heimilisofbeldi Kynbundið ofbeldi Tengdar fréttir Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, steig í pontu í Alþingi í dag og lýsti áralöngu heimilisofbeldi sem hún sætti. Hún segir meðvirknina eina af grunnstoðum ofbeldis. Gerandinn er sá sami og er ákærður er fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði. 25. mars 2025 18:41 Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið verður að yfirfara lög um nálgunarbann og nýtingu ökklabands til að auka öryggi brotaþola. Hún segir umsáturseinelti mun útbreiddara vandamál en fólk almennt geri sér grein fyrir og hún vill gefa kerfinu tæki og tól til að taka fast á þeim. Á síðasta ári voru 79 beiðnir um nálgunarbann lagðar fram. 24. mars 2025 19:36 Segist ekki muna eftir atburðunum Karlmaður á sextugsaldri sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að ráðsast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði, sagðist ekki muna eftir atvikinu sem málið varðar þegar það var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í vikunni. Hann neitaði sök, og til vara fór lögmaður hans fram á að honum yrði ekki refsað þar sem hann hafi ekki stjórnað gjörðum sínum. 25. janúar 2025 14:28 Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara fyrir tæpu ári hefur enginn ennþá þurft að bera ökklaband vegna ítrekaðra brota gegn nálgunarbanni því búnaðurinn er ekki til. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir þetta vonbrigði og spyr eftir hverju sé verið að bíða. 26. janúar 2025 21:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, steig í pontu í Alþingi í dag og lýsti áralöngu heimilisofbeldi sem hún sætti. Hún segir meðvirknina eina af grunnstoðum ofbeldis. Gerandinn er sá sami og er ákærður er fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði. 25. mars 2025 18:41
Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið verður að yfirfara lög um nálgunarbann og nýtingu ökklabands til að auka öryggi brotaþola. Hún segir umsáturseinelti mun útbreiddara vandamál en fólk almennt geri sér grein fyrir og hún vill gefa kerfinu tæki og tól til að taka fast á þeim. Á síðasta ári voru 79 beiðnir um nálgunarbann lagðar fram. 24. mars 2025 19:36
Segist ekki muna eftir atburðunum Karlmaður á sextugsaldri sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að ráðsast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði, sagðist ekki muna eftir atvikinu sem málið varðar þegar það var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í vikunni. Hann neitaði sök, og til vara fór lögmaður hans fram á að honum yrði ekki refsað þar sem hann hafi ekki stjórnað gjörðum sínum. 25. janúar 2025 14:28
Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara fyrir tæpu ári hefur enginn ennþá þurft að bera ökklaband vegna ítrekaðra brota gegn nálgunarbanni því búnaðurinn er ekki til. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir þetta vonbrigði og spyr eftir hverju sé verið að bíða. 26. janúar 2025 21:00