Williams bræður ekki til Manchester Valur Páll Eiríksson skrifar 7. maí 2025 14:33 Nico og Inaki Williams verður hvorugur með á Old Trafford. Jay Barratt - AMA/Getty Images Athletic Bilbao verður án sterkra pósta þegar liðið sækir Manchester United heim í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á Old Trafford annað kvöld. United leiðir einvígið 3-0. Leikmenn Manchester United hafa fyrir töluverðu síðan sett öll sín egg í sömu körfuna. Enska úrvalsdeildin er aukaatriði og allt kapp er lagt á Evrópudeildina. Sigur þar mun skila sæti í Meistaradeild Evrópu að ári, sama hversu neðarlega liðið endar í deildinni. Rúben Amorim, þjálfari liðsins, hvíldi fjölmarga leikmenn í 4-3 tapi fyrir Brentford í deildinni um helgina og mun stilla upp sínu sterkasta liði annað kvöld. Manchester United stendur vel að vígi eftir 3-0 sigur í Baskalandi fyrir tæpri viku síðan. Athletic Bilbao mætir aftur á móti með vængbrotið lið til leiks. Bræðurnir Inaki og Nico Williams, sem eru helstu sóknarógnir Baskaliðsins, eru hvergi sjáanlegir í leikmannahópi liðsins sem heldur til Manchester í dag. Þá er Oihan Sanchet, lykilmaður á miðju liðsins, einnig fjarverandi. Nico, sá yngri, missti af grannaslag helgarinnar við Real Sociedad á meðan Inaki var skipt af velli eftir rúman klukkutíma. Hvorugur er klár í slaginn á morgun og verða þeir eftir í Bilbao. Ljóst er að brekkan verður þannig enn brattari fyrir lið Athletic sem vonast eftir því að geta spilað úrslitaleik keppninnar á heimavelli, en úrslitaleikurinn fer fram á San Mamés-vellinum í Bilbao þann 21. maí. Sigurlið einvígisins mætir annað hvort Tottenham Hotspur eða Bodö/Glimt frá Noregi í úrslitum. Tottenham leiðir 3-1 fyrir leik morgundagsins í Noregi og er útlit fyrir enskan úrslitaleik. Leikur Manchester United og Athletic Bilbao er klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Sjá meira
Leikmenn Manchester United hafa fyrir töluverðu síðan sett öll sín egg í sömu körfuna. Enska úrvalsdeildin er aukaatriði og allt kapp er lagt á Evrópudeildina. Sigur þar mun skila sæti í Meistaradeild Evrópu að ári, sama hversu neðarlega liðið endar í deildinni. Rúben Amorim, þjálfari liðsins, hvíldi fjölmarga leikmenn í 4-3 tapi fyrir Brentford í deildinni um helgina og mun stilla upp sínu sterkasta liði annað kvöld. Manchester United stendur vel að vígi eftir 3-0 sigur í Baskalandi fyrir tæpri viku síðan. Athletic Bilbao mætir aftur á móti með vængbrotið lið til leiks. Bræðurnir Inaki og Nico Williams, sem eru helstu sóknarógnir Baskaliðsins, eru hvergi sjáanlegir í leikmannahópi liðsins sem heldur til Manchester í dag. Þá er Oihan Sanchet, lykilmaður á miðju liðsins, einnig fjarverandi. Nico, sá yngri, missti af grannaslag helgarinnar við Real Sociedad á meðan Inaki var skipt af velli eftir rúman klukkutíma. Hvorugur er klár í slaginn á morgun og verða þeir eftir í Bilbao. Ljóst er að brekkan verður þannig enn brattari fyrir lið Athletic sem vonast eftir því að geta spilað úrslitaleik keppninnar á heimavelli, en úrslitaleikurinn fer fram á San Mamés-vellinum í Bilbao þann 21. maí. Sigurlið einvígisins mætir annað hvort Tottenham Hotspur eða Bodö/Glimt frá Noregi í úrslitum. Tottenham leiðir 3-1 fyrir leik morgundagsins í Noregi og er útlit fyrir enskan úrslitaleik. Leikur Manchester United og Athletic Bilbao er klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Sjá meira