„Ótrúlega mikill heiður“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. maí 2025 10:01 Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur staðið sig frábærlega með Inter á sinni fyrstu leiktíð eftir komuna frá Bayern München. Getty/Mairo Cinquetti Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var á mánudagskvöldið valin besti markvörður ítölsku seríu A-deildarinnar. Cecilía Rán hefur átt frábært tímabil með Internazionale en hún kom til liðsins á láni frá Bayern München. Frammistaða hennar hefur ekki farið framhjá neinum á Ítalíu sem þessi verðlaun í gærkvöld sýna og sanna. Cecilía fékk á sig 22 mörk í 22 deildarleikjum með Inter en hún varði 81 prósent skotanna sem á hana komu. Hún hélt hreinu í 9 af þessum 22 leikjum. „Það eru mjög sterkir og góðir markmenn í þessari deild þannig að ég var ekkert endilega að búast við að verða valin besti markmaðurinn þannig að þetta er ótrúlega mikill heiður,“ segir Cecilía en kom þetta henni á óvart? „Svona já og nei. Maður veit aldrei með einstaklingsverðlaun því það eru bara einhverjir að velja þau. Mér fannst ég alveg eiga skilið að vinna þetta.“ Samkvæmt ítölskum blaðamanni ætlar Inter að gera allt til að kaupa Cecilíu frá Bayern Munchen og það á 100.000 evrur, eða jafnvirði um 15 milljóna króna, sem yrði metverð fyrir markvörð í ítölsku deildinni. „Eins og staðan er núna er ég í samningsviðræðum og á eitt ár eftir hjá Bayern. Það lið sem ég færi til þarf að kaupa mig. Ég vonast til að geta klárað samningsviðræðurnar í þessari viku til þess að geta bara farið í frí og vitað hvar ég verð á næsta tímabili. Ég get því miður ekkert gefið neitt upp, þetta kemur bara í ljós á næstu dögum. Ég verð að fara eitthvað þar sem ég spila og miðað við samtöl mín við Bayern sé ég ekki fram á það að ég verði markmaður númer eitt hjá þeim.“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira
Cecilía Rán hefur átt frábært tímabil með Internazionale en hún kom til liðsins á láni frá Bayern München. Frammistaða hennar hefur ekki farið framhjá neinum á Ítalíu sem þessi verðlaun í gærkvöld sýna og sanna. Cecilía fékk á sig 22 mörk í 22 deildarleikjum með Inter en hún varði 81 prósent skotanna sem á hana komu. Hún hélt hreinu í 9 af þessum 22 leikjum. „Það eru mjög sterkir og góðir markmenn í þessari deild þannig að ég var ekkert endilega að búast við að verða valin besti markmaðurinn þannig að þetta er ótrúlega mikill heiður,“ segir Cecilía en kom þetta henni á óvart? „Svona já og nei. Maður veit aldrei með einstaklingsverðlaun því það eru bara einhverjir að velja þau. Mér fannst ég alveg eiga skilið að vinna þetta.“ Samkvæmt ítölskum blaðamanni ætlar Inter að gera allt til að kaupa Cecilíu frá Bayern Munchen og það á 100.000 evrur, eða jafnvirði um 15 milljóna króna, sem yrði metverð fyrir markvörð í ítölsku deildinni. „Eins og staðan er núna er ég í samningsviðræðum og á eitt ár eftir hjá Bayern. Það lið sem ég færi til þarf að kaupa mig. Ég vonast til að geta klárað samningsviðræðurnar í þessari viku til þess að geta bara farið í frí og vitað hvar ég verð á næsta tímabili. Ég get því miður ekkert gefið neitt upp, þetta kemur bara í ljós á næstu dögum. Ég verð að fara eitthvað þar sem ég spila og miðað við samtöl mín við Bayern sé ég ekki fram á það að ég verði markmaður númer eitt hjá þeim.“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira