Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2025 10:31 Þórir Hergeirsson vann til ótal verðlauna með norska kvennalandsliðinu og hefur eflaust ýmislegt að færa íslenskum handbolta sem nýráðinn ráðgjafi hjá HSÍ. Samsett/Stöð2/Ekstrabladet Ráðning Handknattleikssambands Íslands á Þóri Hergeirssyni í stöðu ráðgjafa í afreksmálum hefur vakið athygli í handboltaheiminum og er víða fjallað um hana, sérstaklega á Norðurlöndum. Allir helstu miðlarnir í Noregi fjalla að sjálfsögðu um ráðninguna enda um að ræða fyrsta starf Þóris eftir að hann hætti sem þjálfari kvennalandsliðs Norðmanna, eftir einstaklega farsælt starf fyrir það í áratugi. TV 2 hafði samband við dóttur Þóris, fótboltakonuna Maríu, sem gleðst yfir tíðindunum: „Þetta er virkilega spennandi og gefandi starf. Ég er viss um að pabbi er mjög ánægður,“ sagði María við miðilinn. „Núna fær hann að fara aðeins meira til Íslands sem ég veit að hann og fjölskyldan gleðst yfir,“ sagði María. Danski miðillinn Ekstra Bladet segir í fyrirsögn að „handboltaséní eigi að hjálpa Íslandi að ná árangri“ og fjallar þar um ráðningu Þóris. Í grein miðilsins segir að íslenska kvennalandsliðið hafi síður en svo náð merkilegum árangri í gegnum tíðina. Liðið hafi sjaldan komist inn á stórmót og aldrei náð sérstaklega langt þar. Hins vegar hafi karlalandslið Íslands verið eitt það besta á árum áður, unnið til að mynda silfur á ÓL 2008 en ekki komist í útsláttarkeppni á HM síðan árið 2017. „Ég er enginn galdrakarl, ég er bara Selfyssingur og hef gaman að því að vinna, er vinnusamur“ sagði Þórir á blaðamannafundi HSÍ þar sem tilkynnt var um ráðningu hans. Í samtali við Vísi ræddi hann um hvað hann kæmi með að borðinu: „Ég kem hérna inn með mína reynslu úr þessum heimi, þrjátíu ár í kringum norska afreksstarfið. Verð einn af fjögurra manna teymi sem byrjar þetta, með Snorra Steini [Guðjónssyni, karlalandsliðsþjálfara], Arnari [Péturssyni, kvennalandsliðsþjálfara] og Jóni Gunnlaugi [Viggósson, íþróttastjóra]. Ég kem inn með mínar hugsanir og mína reynslu, síðan þarf að vinna vel saman.“ „Það er mikilvægt að vera raunhæfur, þetta er þrjátíu prósent stöðugildi. En eins og maður veit úr þessum bransa, þá er mjög sniðugt að ráða fólk í hlutastarf. Því þú borgar þrjátíu en færð hundrað prósent. Ég er einfaldur að plata, af því ég brenn fyrir þessu. Ég er stoltur af því að koma aftur inn í íslenskan handbolta“ sagði Þórir HSÍ Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Allir helstu miðlarnir í Noregi fjalla að sjálfsögðu um ráðninguna enda um að ræða fyrsta starf Þóris eftir að hann hætti sem þjálfari kvennalandsliðs Norðmanna, eftir einstaklega farsælt starf fyrir það í áratugi. TV 2 hafði samband við dóttur Þóris, fótboltakonuna Maríu, sem gleðst yfir tíðindunum: „Þetta er virkilega spennandi og gefandi starf. Ég er viss um að pabbi er mjög ánægður,“ sagði María við miðilinn. „Núna fær hann að fara aðeins meira til Íslands sem ég veit að hann og fjölskyldan gleðst yfir,“ sagði María. Danski miðillinn Ekstra Bladet segir í fyrirsögn að „handboltaséní eigi að hjálpa Íslandi að ná árangri“ og fjallar þar um ráðningu Þóris. Í grein miðilsins segir að íslenska kvennalandsliðið hafi síður en svo náð merkilegum árangri í gegnum tíðina. Liðið hafi sjaldan komist inn á stórmót og aldrei náð sérstaklega langt þar. Hins vegar hafi karlalandslið Íslands verið eitt það besta á árum áður, unnið til að mynda silfur á ÓL 2008 en ekki komist í útsláttarkeppni á HM síðan árið 2017. „Ég er enginn galdrakarl, ég er bara Selfyssingur og hef gaman að því að vinna, er vinnusamur“ sagði Þórir á blaðamannafundi HSÍ þar sem tilkynnt var um ráðningu hans. Í samtali við Vísi ræddi hann um hvað hann kæmi með að borðinu: „Ég kem hérna inn með mína reynslu úr þessum heimi, þrjátíu ár í kringum norska afreksstarfið. Verð einn af fjögurra manna teymi sem byrjar þetta, með Snorra Steini [Guðjónssyni, karlalandsliðsþjálfara], Arnari [Péturssyni, kvennalandsliðsþjálfara] og Jóni Gunnlaugi [Viggósson, íþróttastjóra]. Ég kem inn með mínar hugsanir og mína reynslu, síðan þarf að vinna vel saman.“ „Það er mikilvægt að vera raunhæfur, þetta er þrjátíu prósent stöðugildi. En eins og maður veit úr þessum bransa, þá er mjög sniðugt að ráða fólk í hlutastarf. Því þú borgar þrjátíu en færð hundrað prósent. Ég er einfaldur að plata, af því ég brenn fyrir þessu. Ég er stoltur af því að koma aftur inn í íslenskan handbolta“ sagði Þórir
HSÍ Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira