Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2025 07:00 Bergrós Björnsdóttir brosir hér eftir að hafa tryggt sér sigur í lytingagreininni. @wodlandfest CrossFit sérfræðingarnir Brian Friend og Patrick Clark á CrossFit miðlinum „Be friendly Fitness“ voru afar hrifnir af frammistöðu Selfyssingsins Bergrósar Björnsdóttur á WodLand Fest mótinu á dögunum. WodLand Fest var undanúrslitamót Evrópu og tvö sæti voru í boði á heimsleikana í CrossFit í haust. Bergrós náði reyndar ekki öðru þeirra sæta en vakti mikla athygli með því að ná fimmta sætinu og sanna sig meðal þeirra bestu í Evrópu. Bergrós er að taka risastórt skref inn í keppni fullorðinna á þessu ári eftir að hafa keppt í unglingahlutunum með góðum árangri undanfarin ár. Snorri Barón Jónsson var hrifinn af frammistöðunni hjá Bergrós á mótinu. Þegar Brian Friend og Patrick Clark gerðu upp WodLand Fest mótið í hlaðvarpsþætti Be friendly Fitness þá barst talið að frammistöðu Bergrósar. Fimmta sætið kom mikið á óvart „Talandi um sjálfstraust og unga keppendur þá er ástæða til að fjalla um hina átján ára gömlu Bergrós Björnsdóttur frá Reykjavík,“ sagði Clark en Bergrós keppir fyrir CrossFit Reykjavík þótt að hún búi og sé frá Selfossi. „Hún var alveg ótrúleg. Alveg eins og með Taylu Howe þá bjóst ég ekki við því að Bergrós gæti náð einu af fimm efstu sætunum í þessari miklu samkeppni. Ég bjóst við henni sterkri í lyftingagreinunum og ég veit að hún er í góðu formi,“ sagði Friend. Það má sjá þá gera upp allt mótið hér fyrir neðan. Hefði fengið hrós fyrir tíunda sætið „Hún hefur vissulega verið að ná sér í meiri keppnisreynslu síðustu misseri en hún hefði fengið mikið hrós frá mér bara fyrir að ná tíunda sætinu. Að hún skuli ná fimmta sætinu er afar eftirtektarvert,“ sagði Friend. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=r0WX6MGWv50">watch on YouTube</a> „Það sem gerir þetta enn merkilegra er að hún byrjaði helgina ekki vel og varð um tíma í 45. og 29. sæti en tókst samt að klifra alla leið upp í fimmta sætið. Þetta er miklu meira en ég taldi mögulegt fyrir hana á þessari helgi og þetta er mjög flott hjá henni,“ sagði Friend. „Það verður spennandi að fylgjast með henni í framhaldinu því hún sýndi að hún á heima þarna. Hún stóð sig vel í keppni við þessa reynslubolta og þeir tóku vel á móti henni sem sýnir líka mikið,“ sagði Clark. „Þetta er stelpa sem er án efa í fararbroddi hjá næstu kynslóð íslenskra keppenda. Hún fer fyrir þeim hópi,“ sagði Clark. Friend tók undir það. Bergrós vann eina grein og varð í öðru sæti í annarri. Sigur hennar kom í lyftingagreinni en eftir keppni viðurkenndi okkar kona að hún þyrfti kannski að hlaupa aðeins meira. View this post on Instagram A post shared by Bergrós Björnsdóttir (@bergrosbjornsdottir) CrossFit Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira
WodLand Fest var undanúrslitamót Evrópu og tvö sæti voru í boði á heimsleikana í CrossFit í haust. Bergrós náði reyndar ekki öðru þeirra sæta en vakti mikla athygli með því að ná fimmta sætinu og sanna sig meðal þeirra bestu í Evrópu. Bergrós er að taka risastórt skref inn í keppni fullorðinna á þessu ári eftir að hafa keppt í unglingahlutunum með góðum árangri undanfarin ár. Snorri Barón Jónsson var hrifinn af frammistöðunni hjá Bergrós á mótinu. Þegar Brian Friend og Patrick Clark gerðu upp WodLand Fest mótið í hlaðvarpsþætti Be friendly Fitness þá barst talið að frammistöðu Bergrósar. Fimmta sætið kom mikið á óvart „Talandi um sjálfstraust og unga keppendur þá er ástæða til að fjalla um hina átján ára gömlu Bergrós Björnsdóttur frá Reykjavík,“ sagði Clark en Bergrós keppir fyrir CrossFit Reykjavík þótt að hún búi og sé frá Selfossi. „Hún var alveg ótrúleg. Alveg eins og með Taylu Howe þá bjóst ég ekki við því að Bergrós gæti náð einu af fimm efstu sætunum í þessari miklu samkeppni. Ég bjóst við henni sterkri í lyftingagreinunum og ég veit að hún er í góðu formi,“ sagði Friend. Það má sjá þá gera upp allt mótið hér fyrir neðan. Hefði fengið hrós fyrir tíunda sætið „Hún hefur vissulega verið að ná sér í meiri keppnisreynslu síðustu misseri en hún hefði fengið mikið hrós frá mér bara fyrir að ná tíunda sætinu. Að hún skuli ná fimmta sætinu er afar eftirtektarvert,“ sagði Friend. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=r0WX6MGWv50">watch on YouTube</a> „Það sem gerir þetta enn merkilegra er að hún byrjaði helgina ekki vel og varð um tíma í 45. og 29. sæti en tókst samt að klifra alla leið upp í fimmta sætið. Þetta er miklu meira en ég taldi mögulegt fyrir hana á þessari helgi og þetta er mjög flott hjá henni,“ sagði Friend. „Það verður spennandi að fylgjast með henni í framhaldinu því hún sýndi að hún á heima þarna. Hún stóð sig vel í keppni við þessa reynslubolta og þeir tóku vel á móti henni sem sýnir líka mikið,“ sagði Clark. „Þetta er stelpa sem er án efa í fararbroddi hjá næstu kynslóð íslenskra keppenda. Hún fer fyrir þeim hópi,“ sagði Clark. Friend tók undir það. Bergrós vann eina grein og varð í öðru sæti í annarri. Sigur hennar kom í lyftingagreinni en eftir keppni viðurkenndi okkar kona að hún þyrfti kannski að hlaupa aðeins meira. View this post on Instagram A post shared by Bergrós Björnsdóttir (@bergrosbjornsdottir)
CrossFit Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira