Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2025 17:46 Denzel Dumfries skoraði frábært mark fyrir Internazionale í 3-3 jafntefli í fyrri undanúrslitaleiknum á móti Barcelona. Getty/David Ramos Internazionale tekur í kvöld á móti Barcelona í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Það er ljóst að það verður sett nýtt met á San Siro. Eftir 3-3 jafntefli í fyrri leiknum á Spáni þá er allt opið fyrir kvöldið. Mikil spenna er fyrir leiknum sem verður sýndur beint á Vodafone Sport í kvöld. Áhuginn á Ítalíu er líka gríðarlegur og það skilar miklum tekjum í kassann hjá gjaldkera félagsins. Ítalska stórblaðið Gazzetta dello Sport slær því upp að Internazionale setji í kvöld nýtt met í tekjum af fótboltaleik. Internazionale mun fá fjórtán milljónir evra í kassann frá þessum eina leik sem er meira en tveir milljarðar í íslenskum krónum. San Siro leikvangurinn tekur meira en 75 þúsund manns í sæti og það var gríðarleg eftirspurn eftir miðum. Þetta er það mesta sem ítalskt félag hefur grætt á fótboltaleik og bætir tveggja ára gamalt met. Fyrra metið var 12,5 milljónir evra og var sett á undanúrslitaleik Internazionale og AC Milan í Meistaradeildinni 2023. Internazionale hefur grætt vel á Meistaradeildinni í vetur en félagið græddi tíu milljónir evra á heimaleiknum á móti Bayern Munchen í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Upphitun hefst á Vodafone Sport klukkan 18.30 en leikurinn byrjar svo klukkan 19.00. Eftir leikinn munu Meistaradeildarmörkin gera upp kvöldið á Stöð 2 Sport 2. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ítalski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira
Eftir 3-3 jafntefli í fyrri leiknum á Spáni þá er allt opið fyrir kvöldið. Mikil spenna er fyrir leiknum sem verður sýndur beint á Vodafone Sport í kvöld. Áhuginn á Ítalíu er líka gríðarlegur og það skilar miklum tekjum í kassann hjá gjaldkera félagsins. Ítalska stórblaðið Gazzetta dello Sport slær því upp að Internazionale setji í kvöld nýtt met í tekjum af fótboltaleik. Internazionale mun fá fjórtán milljónir evra í kassann frá þessum eina leik sem er meira en tveir milljarðar í íslenskum krónum. San Siro leikvangurinn tekur meira en 75 þúsund manns í sæti og það var gríðarleg eftirspurn eftir miðum. Þetta er það mesta sem ítalskt félag hefur grætt á fótboltaleik og bætir tveggja ára gamalt met. Fyrra metið var 12,5 milljónir evra og var sett á undanúrslitaleik Internazionale og AC Milan í Meistaradeildinni 2023. Internazionale hefur grætt vel á Meistaradeildinni í vetur en félagið græddi tíu milljónir evra á heimaleiknum á móti Bayern Munchen í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Upphitun hefst á Vodafone Sport klukkan 18.30 en leikurinn byrjar svo klukkan 19.00. Eftir leikinn munu Meistaradeildarmörkin gera upp kvöldið á Stöð 2 Sport 2. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ítalski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira