Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. maí 2025 16:10 Kári Stefánsson stofnaði Íslenska erfðagreiningu árið 1996. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, stofnandi og fráfarandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir aðferð móðurfyrirtækisins Amgen við starfslok sín virðast við fyrstu sýn markast af fantaskap. Gróusaga um að hann hygðist standa í vegi fyrir fullri sameiningu Amgen og Íslenskrar erfðagreiningar hafi hins vegar verið meginorsök skyndilegrar brottfarar sinnar. Íslensk erfðagreining var stofnuð árið 1996 af Kára Stefánssyni og hann hefur frá upphafi gegnt forstjórastöðu hjá fyrirtækinu. Árið 2012 keypti lyfjafyrirtækið Amgen sem er með höfuðstöðvar í Kaliforníu Íslenska erfðagreiningu. Kári segir í tilkynningu að hann hafi einmitt verið staddur á fundi í höfuðstöðvum Amgen þegar uppsögn hans bar að. „Ég var á þriggja daga fundi hjá Amgen í Thousand Oaks í Kaliforníu ásamt félögum mínum Patrick Sulem og Daníel Guðbjartssyni. Snemma um eftirmiðdaginn síðasta fundardaginn sem var fyrsti maí var ég sóttur inn á fund og beðinn að fara yfir í aðra byggingu að hitta lögfræðing sem ætlaði að ræða við mig hugmyndir mínar um samvinnu við Abu Dhabi. Þegar þangað kom var mér umsvifalaust sagt að störfum mínum fyrir ÍE væri lokið,“ segir Kári. Gróusaga kveikjan að málinu Hann segist ekki einu sinni hafa fengið að ræða málið við félaga sína og samstarfsmenn þar sem Amgen sendi út fréttatilkynningu sína strax kvöldið eftir. Gróusaga um afstöðu sína til fullrar innlimunar Íslenskrar erfðagreiningar í Amgen hafi spilað inn í. „Yfirlögfræðingur Amgen tjáði mér að þeir hefðu beitt þessum aðferðum vegna þess að einn af félögum mínum í stjórnunarteymi ÍE hefði tjáð Amgen að ég hefði á fundi nokkrum dögum fyrir fyrsta maí sagt að ég myndi gera allt sem í mínu valdi stæði til þess að koma í veg fyrir sameiningaráformin. Ég sagði þetta aldrei og hef ekki hugmynd um það hvernig þessi saga varð til en ég er sammála lögfræðingnum að Amgen varð að bregðast við henni með því að brýna öxina svolítið meira,“ segir Kári. Mun dást að ÍE úr fjarlægð Kári segist þakklátur fyrir það að Íslensk erfðagreining sé í höndum hæfileikaríkra vísindamanna sem muni halda áfram að vera leiðandi á heimsvísu á sviði mannerfðarannsókna. „Þessi hópur á engan sinn líkan, hvergi í veröldinni. Ég mun sakna daglegra samskipta við hann en mun svo sannarlega dást að honum úr fjarlægð. Ég kem líka til með að sakna samskipta við skemmtilegt og hæfileikaríkt fólk hjá Amgen sem hafa verið frábærir samstarfsmenn. Þetta eru einstaklingar einbeittir í tilraun sinni til þess að búa til ný og betri lyf við vondum sjúkdómum. Það er fátt fallegra,“ segir Kári Stefánsson. Undirritaður, Kári Stefánsson, tók þátt í að stofna Íslenska erfðagreiningu (ÍE) árið 1996 og var forstjóri hennar þangað til þann fyrsta maí í ár að ég var fyrirvaralaust rekinn úr starfi af Amgen sem hafði eignast ÍE í lok ársins 2012. Í þau tæp 29 ár sem ég stjórnaði ÍE varð hún leiðandi á heimsvísu í mannerfðafræði og hefur það aldrei verið augljósara en undanfarinn áratug. Síðasta hálfa annað árið hefur hins vegar komið í ljós umtalsverður munur á minni sýn og sýn Amgens á framtíð ÍE. Ég hef reynt að sjá til þess að ÍE hafi ákveðið sjálfstæði frá Amgen þannig að sérstaða ÍE fái notið sín. Ég hef verið þess fullviss að það sem skilur á milli ÍE og Amgen, sé einmitt það sem geri ÍE að botnlausri námu af grundvallaruppgötvunum um mannlega fjölbreytni. Stjórnendur Amgen hafa hins vegar litið svo á að það sé mikilvægara að innlima ÍE algjörlega í móðurfélagið, gera hana að hverri annarri deild í Amgen. Í átökum um þennan mun á framtíðarsýn ÍE hef ég til dæmis verið skammaður fyrir að birta of margar vísindagreinar og er það þó hin hefðbundna aðferð til þess að deila með heiminum uppgötvunum sem skipta dýrategund okkar máli. Ég á hins vegar ekkert erfitt með að skilja afstöðu Amgen þótt hún sé um margt ólík minni. Megin markmið Amgen er ekki að dreifa þekkingu heldur að búa til lyf sem linna þjáningar og lækna sjúkdóma, en það krefst annars konar aga en þekkingarleitin kristaltæra sem ég hef barist fyrir. Ef ég væri beðinn að kveða upp dóm um það hvort sé göfugra þekkingarleitin tæra eða uppgötvun lyfja myndi ég hiklaust svara því til að uppgötvun lyfja væri miklu þarfari og stæði þekkingarleitin tæra í vegi fyrir uppgötvun lyfja ætti að ýta henni úr vegi. Aðferðin sem Amgen beitti til þess að losa sig við mig virðist við fyrstu sýn markast af fantaskap: Ég var á þriggja daga fundi hjá Amgen í Thousand Oaks í Kaliforníu ásamt félögum mínum Patrick Sulem og Daníel Guðbjartssyni. Snemma um eftirmiðdaginn síðasta fundardaginn sem var fyrsti maí var ég sóttur inn á fund og beðinn að fara yfir í aðra byggingu að hitta lögfræðing sem ætlaði að ræða við mig hugmyndir mínar um samvinnu við Abu Dhabi. Þegar þangað kom var mér umsvifalaust sagt að störfum mínum fyrir ÍE væri lokið. Á meðan ég sat og hlustaði á yfirmann rannsókna og þróunar hjá Amgen útlista fyrir mér stöðu mála voru Daníel og Patrick teknir út af fundi og ekið út á flugvöll og síðan flogið heim í einkaþotu þannig að ég fékk ekki tækifæri til þess að ræða málin við þá. Ég fékk heldur ekki tækifæri til þess að ræða málin við aðra félaga mína hjá ÍE áður en Amgen sendi út fréttatilkynningu aðfararnótt föstudagsins annan maí. Þetta kann að virðast býsna harðvítug aðferð en allt á þetta sínar rætur. Yfirlögfræðingur Amgen tjáði mér að þeir hefðu beitt þessum aðferðum vegna þess að einn af félögum mínum í stjórnunarteymi ÍE hefði tjáð Amgen að ég hefði á fundi nokkrum dögum fyrir fyrsta maí sagt að ég myndi gera allt sem í mínu valdi stæði til þess að koma í veg fyrir sameiningaráformin. Ég sagði þetta aldrei og hef ekki hugmynd um það hvernig þessi saga varð til en ég er sammála lögfræðingnum að Amgen varð að bregðast við henni með því að brýna öxina svolítið meira. Nú eru þrír dagar liðnir og ég er kominn á þann stað að ég er einfaldlega að springa úr monti yfir því að hafa búið til bestu mannerfðafræðistofnun í heimi og stjórnað henni í tuttugu og níu ár. Ég er líka þakklátur yfir því að hún er nú í höndum hóps af ótrúlega hæfileikaríkum vísindamönnum sem munu halda áfram að leiða heiminn á sínu sviði. Þessi hópur á engan sinn líkan, hvergi í veröldinni. Ég mun sakna daglegra samskipta við hann en mun svo sannarlega dást að honum úr fjarlægð. Ég kem líka til með að sakna samskipta við skemmtilegt og hæfileikaríkt fólk hjá Amgen sem hafa verið frábærir samstarfsmenn. Þetta eru einstaklingar einbeittir í tilraun sinni til þess að búa til ný og betri lyf við vondum sjúkdómum. Það er fátt fallegra. Kári Stefánsson Íslensk erfðagreining Vistaskipti Tengdar fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Mikla athygli vakti í morgun þegar Amgen, eigandi Íslenskrar erfðagreiningar sendi óvænt frá sér tilkynningu um forstjóraskipti. Kári Stefánsson segir að hann hafi verið rekinn fyrirvaralaust. 2. maí 2025 14:44 Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem taka við sem nýir framkvæmdastjórar Íslenskrar erfðagreiningar. 2. maí 2025 08:34 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Íslensk erfðagreining var stofnuð árið 1996 af Kára Stefánssyni og hann hefur frá upphafi gegnt forstjórastöðu hjá fyrirtækinu. Árið 2012 keypti lyfjafyrirtækið Amgen sem er með höfuðstöðvar í Kaliforníu Íslenska erfðagreiningu. Kári segir í tilkynningu að hann hafi einmitt verið staddur á fundi í höfuðstöðvum Amgen þegar uppsögn hans bar að. „Ég var á þriggja daga fundi hjá Amgen í Thousand Oaks í Kaliforníu ásamt félögum mínum Patrick Sulem og Daníel Guðbjartssyni. Snemma um eftirmiðdaginn síðasta fundardaginn sem var fyrsti maí var ég sóttur inn á fund og beðinn að fara yfir í aðra byggingu að hitta lögfræðing sem ætlaði að ræða við mig hugmyndir mínar um samvinnu við Abu Dhabi. Þegar þangað kom var mér umsvifalaust sagt að störfum mínum fyrir ÍE væri lokið,“ segir Kári. Gróusaga kveikjan að málinu Hann segist ekki einu sinni hafa fengið að ræða málið við félaga sína og samstarfsmenn þar sem Amgen sendi út fréttatilkynningu sína strax kvöldið eftir. Gróusaga um afstöðu sína til fullrar innlimunar Íslenskrar erfðagreiningar í Amgen hafi spilað inn í. „Yfirlögfræðingur Amgen tjáði mér að þeir hefðu beitt þessum aðferðum vegna þess að einn af félögum mínum í stjórnunarteymi ÍE hefði tjáð Amgen að ég hefði á fundi nokkrum dögum fyrir fyrsta maí sagt að ég myndi gera allt sem í mínu valdi stæði til þess að koma í veg fyrir sameiningaráformin. Ég sagði þetta aldrei og hef ekki hugmynd um það hvernig þessi saga varð til en ég er sammála lögfræðingnum að Amgen varð að bregðast við henni með því að brýna öxina svolítið meira,“ segir Kári. Mun dást að ÍE úr fjarlægð Kári segist þakklátur fyrir það að Íslensk erfðagreining sé í höndum hæfileikaríkra vísindamanna sem muni halda áfram að vera leiðandi á heimsvísu á sviði mannerfðarannsókna. „Þessi hópur á engan sinn líkan, hvergi í veröldinni. Ég mun sakna daglegra samskipta við hann en mun svo sannarlega dást að honum úr fjarlægð. Ég kem líka til með að sakna samskipta við skemmtilegt og hæfileikaríkt fólk hjá Amgen sem hafa verið frábærir samstarfsmenn. Þetta eru einstaklingar einbeittir í tilraun sinni til þess að búa til ný og betri lyf við vondum sjúkdómum. Það er fátt fallegra,“ segir Kári Stefánsson. Undirritaður, Kári Stefánsson, tók þátt í að stofna Íslenska erfðagreiningu (ÍE) árið 1996 og var forstjóri hennar þangað til þann fyrsta maí í ár að ég var fyrirvaralaust rekinn úr starfi af Amgen sem hafði eignast ÍE í lok ársins 2012. Í þau tæp 29 ár sem ég stjórnaði ÍE varð hún leiðandi á heimsvísu í mannerfðafræði og hefur það aldrei verið augljósara en undanfarinn áratug. Síðasta hálfa annað árið hefur hins vegar komið í ljós umtalsverður munur á minni sýn og sýn Amgens á framtíð ÍE. Ég hef reynt að sjá til þess að ÍE hafi ákveðið sjálfstæði frá Amgen þannig að sérstaða ÍE fái notið sín. Ég hef verið þess fullviss að það sem skilur á milli ÍE og Amgen, sé einmitt það sem geri ÍE að botnlausri námu af grundvallaruppgötvunum um mannlega fjölbreytni. Stjórnendur Amgen hafa hins vegar litið svo á að það sé mikilvægara að innlima ÍE algjörlega í móðurfélagið, gera hana að hverri annarri deild í Amgen. Í átökum um þennan mun á framtíðarsýn ÍE hef ég til dæmis verið skammaður fyrir að birta of margar vísindagreinar og er það þó hin hefðbundna aðferð til þess að deila með heiminum uppgötvunum sem skipta dýrategund okkar máli. Ég á hins vegar ekkert erfitt með að skilja afstöðu Amgen þótt hún sé um margt ólík minni. Megin markmið Amgen er ekki að dreifa þekkingu heldur að búa til lyf sem linna þjáningar og lækna sjúkdóma, en það krefst annars konar aga en þekkingarleitin kristaltæra sem ég hef barist fyrir. Ef ég væri beðinn að kveða upp dóm um það hvort sé göfugra þekkingarleitin tæra eða uppgötvun lyfja myndi ég hiklaust svara því til að uppgötvun lyfja væri miklu þarfari og stæði þekkingarleitin tæra í vegi fyrir uppgötvun lyfja ætti að ýta henni úr vegi. Aðferðin sem Amgen beitti til þess að losa sig við mig virðist við fyrstu sýn markast af fantaskap: Ég var á þriggja daga fundi hjá Amgen í Thousand Oaks í Kaliforníu ásamt félögum mínum Patrick Sulem og Daníel Guðbjartssyni. Snemma um eftirmiðdaginn síðasta fundardaginn sem var fyrsti maí var ég sóttur inn á fund og beðinn að fara yfir í aðra byggingu að hitta lögfræðing sem ætlaði að ræða við mig hugmyndir mínar um samvinnu við Abu Dhabi. Þegar þangað kom var mér umsvifalaust sagt að störfum mínum fyrir ÍE væri lokið. Á meðan ég sat og hlustaði á yfirmann rannsókna og þróunar hjá Amgen útlista fyrir mér stöðu mála voru Daníel og Patrick teknir út af fundi og ekið út á flugvöll og síðan flogið heim í einkaþotu þannig að ég fékk ekki tækifæri til þess að ræða málin við þá. Ég fékk heldur ekki tækifæri til þess að ræða málin við aðra félaga mína hjá ÍE áður en Amgen sendi út fréttatilkynningu aðfararnótt föstudagsins annan maí. Þetta kann að virðast býsna harðvítug aðferð en allt á þetta sínar rætur. Yfirlögfræðingur Amgen tjáði mér að þeir hefðu beitt þessum aðferðum vegna þess að einn af félögum mínum í stjórnunarteymi ÍE hefði tjáð Amgen að ég hefði á fundi nokkrum dögum fyrir fyrsta maí sagt að ég myndi gera allt sem í mínu valdi stæði til þess að koma í veg fyrir sameiningaráformin. Ég sagði þetta aldrei og hef ekki hugmynd um það hvernig þessi saga varð til en ég er sammála lögfræðingnum að Amgen varð að bregðast við henni með því að brýna öxina svolítið meira. Nú eru þrír dagar liðnir og ég er kominn á þann stað að ég er einfaldlega að springa úr monti yfir því að hafa búið til bestu mannerfðafræðistofnun í heimi og stjórnað henni í tuttugu og níu ár. Ég er líka þakklátur yfir því að hún er nú í höndum hóps af ótrúlega hæfileikaríkum vísindamönnum sem munu halda áfram að leiða heiminn á sínu sviði. Þessi hópur á engan sinn líkan, hvergi í veröldinni. Ég mun sakna daglegra samskipta við hann en mun svo sannarlega dást að honum úr fjarlægð. Ég kem líka til með að sakna samskipta við skemmtilegt og hæfileikaríkt fólk hjá Amgen sem hafa verið frábærir samstarfsmenn. Þetta eru einstaklingar einbeittir í tilraun sinni til þess að búa til ný og betri lyf við vondum sjúkdómum. Það er fátt fallegra. Kári Stefánsson
Undirritaður, Kári Stefánsson, tók þátt í að stofna Íslenska erfðagreiningu (ÍE) árið 1996 og var forstjóri hennar þangað til þann fyrsta maí í ár að ég var fyrirvaralaust rekinn úr starfi af Amgen sem hafði eignast ÍE í lok ársins 2012. Í þau tæp 29 ár sem ég stjórnaði ÍE varð hún leiðandi á heimsvísu í mannerfðafræði og hefur það aldrei verið augljósara en undanfarinn áratug. Síðasta hálfa annað árið hefur hins vegar komið í ljós umtalsverður munur á minni sýn og sýn Amgens á framtíð ÍE. Ég hef reynt að sjá til þess að ÍE hafi ákveðið sjálfstæði frá Amgen þannig að sérstaða ÍE fái notið sín. Ég hef verið þess fullviss að það sem skilur á milli ÍE og Amgen, sé einmitt það sem geri ÍE að botnlausri námu af grundvallaruppgötvunum um mannlega fjölbreytni. Stjórnendur Amgen hafa hins vegar litið svo á að það sé mikilvægara að innlima ÍE algjörlega í móðurfélagið, gera hana að hverri annarri deild í Amgen. Í átökum um þennan mun á framtíðarsýn ÍE hef ég til dæmis verið skammaður fyrir að birta of margar vísindagreinar og er það þó hin hefðbundna aðferð til þess að deila með heiminum uppgötvunum sem skipta dýrategund okkar máli. Ég á hins vegar ekkert erfitt með að skilja afstöðu Amgen þótt hún sé um margt ólík minni. Megin markmið Amgen er ekki að dreifa þekkingu heldur að búa til lyf sem linna þjáningar og lækna sjúkdóma, en það krefst annars konar aga en þekkingarleitin kristaltæra sem ég hef barist fyrir. Ef ég væri beðinn að kveða upp dóm um það hvort sé göfugra þekkingarleitin tæra eða uppgötvun lyfja myndi ég hiklaust svara því til að uppgötvun lyfja væri miklu þarfari og stæði þekkingarleitin tæra í vegi fyrir uppgötvun lyfja ætti að ýta henni úr vegi. Aðferðin sem Amgen beitti til þess að losa sig við mig virðist við fyrstu sýn markast af fantaskap: Ég var á þriggja daga fundi hjá Amgen í Thousand Oaks í Kaliforníu ásamt félögum mínum Patrick Sulem og Daníel Guðbjartssyni. Snemma um eftirmiðdaginn síðasta fundardaginn sem var fyrsti maí var ég sóttur inn á fund og beðinn að fara yfir í aðra byggingu að hitta lögfræðing sem ætlaði að ræða við mig hugmyndir mínar um samvinnu við Abu Dhabi. Þegar þangað kom var mér umsvifalaust sagt að störfum mínum fyrir ÍE væri lokið. Á meðan ég sat og hlustaði á yfirmann rannsókna og þróunar hjá Amgen útlista fyrir mér stöðu mála voru Daníel og Patrick teknir út af fundi og ekið út á flugvöll og síðan flogið heim í einkaþotu þannig að ég fékk ekki tækifæri til þess að ræða málin við þá. Ég fékk heldur ekki tækifæri til þess að ræða málin við aðra félaga mína hjá ÍE áður en Amgen sendi út fréttatilkynningu aðfararnótt föstudagsins annan maí. Þetta kann að virðast býsna harðvítug aðferð en allt á þetta sínar rætur. Yfirlögfræðingur Amgen tjáði mér að þeir hefðu beitt þessum aðferðum vegna þess að einn af félögum mínum í stjórnunarteymi ÍE hefði tjáð Amgen að ég hefði á fundi nokkrum dögum fyrir fyrsta maí sagt að ég myndi gera allt sem í mínu valdi stæði til þess að koma í veg fyrir sameiningaráformin. Ég sagði þetta aldrei og hef ekki hugmynd um það hvernig þessi saga varð til en ég er sammála lögfræðingnum að Amgen varð að bregðast við henni með því að brýna öxina svolítið meira. Nú eru þrír dagar liðnir og ég er kominn á þann stað að ég er einfaldlega að springa úr monti yfir því að hafa búið til bestu mannerfðafræðistofnun í heimi og stjórnað henni í tuttugu og níu ár. Ég er líka þakklátur yfir því að hún er nú í höndum hóps af ótrúlega hæfileikaríkum vísindamönnum sem munu halda áfram að leiða heiminn á sínu sviði. Þessi hópur á engan sinn líkan, hvergi í veröldinni. Ég mun sakna daglegra samskipta við hann en mun svo sannarlega dást að honum úr fjarlægð. Ég kem líka til með að sakna samskipta við skemmtilegt og hæfileikaríkt fólk hjá Amgen sem hafa verið frábærir samstarfsmenn. Þetta eru einstaklingar einbeittir í tilraun sinni til þess að búa til ný og betri lyf við vondum sjúkdómum. Það er fátt fallegra. Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining Vistaskipti Tengdar fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Mikla athygli vakti í morgun þegar Amgen, eigandi Íslenskrar erfðagreiningar sendi óvænt frá sér tilkynningu um forstjóraskipti. Kári Stefánsson segir að hann hafi verið rekinn fyrirvaralaust. 2. maí 2025 14:44 Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem taka við sem nýir framkvæmdastjórar Íslenskrar erfðagreiningar. 2. maí 2025 08:34 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
„Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Mikla athygli vakti í morgun þegar Amgen, eigandi Íslenskrar erfðagreiningar sendi óvænt frá sér tilkynningu um forstjóraskipti. Kári Stefánsson segir að hann hafi verið rekinn fyrirvaralaust. 2. maí 2025 14:44
Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem taka við sem nýir framkvæmdastjórar Íslenskrar erfðagreiningar. 2. maí 2025 08:34