Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Lovísa Arnardóttir og Telma Tómasson skrifa 4. maí 2025 20:20 Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, telur húsnæði eiga að teljast sem mannréttindi frekar en fjárfestingu eða markaðsvöru. Vísir Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segist hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum eins og líklega flestir sem fylgist með honum. Það sé áhyggjuefni að verð lækki ekki þegar íbúðir seljist ekki. Hún segir þurfa viðhorfsbreytingu, að húsnæði sé mannréttindi en ekki aðeins markaðsmál. Viðskiptaráð sé í stríði við óhagnaðardrifin fasteignafélög því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði. „Við vitum að húsnæði er langstærsti kostnaðarliður launafólks og ef að fólk hefur ekki efni á að koma sér þaki yfir höfuð, eða þarf að mæta mjög miklum hækkunum á húsnæðiskostnaði þá mega kjarasamningar sín mjög lítils og þær launahækkanir sem við semjum um,“ segir Halla sem fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar var einnig rætt við hagfræðing Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem segir mikið misræmi á milli framboðs og eftirspurnar á fasteignamarkaði. Halla segir verkalýðshreyfinguna hafa brugðist við þessari stöðu með því að setja á stofn óhagnaðardrifin húsnæðisfélög, Bjarg og Blæ. „Viðskiptaráð er nú komið í stríð við þessi úrræði vegna þess að þar á bæ vilja menn ekki að það sé hægt að komast í húsnæði án þess að einhver annar græði á því,“ segir Halla og vísar þar í nýlega greiningu Viðskiptaráðs á húsnæðisstefnu stjórnvalda. Spurð hvort markaðurinn sé of einsleitur segir Halla að hún geti aðeins miðað við sína eigin reynslu. Blær hafi núna komið upp tveimur blokkum og eftirspurnin hafi þar verið mest eftir litlum íbúðum. „Það kemur alveg fram í þessum fréttum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að það skortir litlar íbúðir og þessar miðlungsstóru íbúðir þær eru kannski, það er kannski of mikill lúxusbragur á sumum þeirra og þær eru dýrar,“ segir Halla og þá sé eðlilega spurt af hverju þær lækki ekki í veðri. Verðinu sé haldið uppi Það sé aðkallandi spurning og líklega væri það þannig annars staðar, til dæmis á Norðurlöndunum, að ef íbúðir seljist ekki þá myndu þær lækka í verði. „En hér er verðinu haldið uppi og það eru einhverjir hagsmunir þar að baki,“ segir Halla og að það sé augljóst að það séu meiri hagsmunir að því að halda verðinu uppi og bíða með að selja þær en að selja þær á lægra verði. „Samt er þetta mjög ábatasamur bransi þannig það er ekki eins og það skorti.“ Aðgengi að húsnæði séu mannréttindi frekar en markaðsvara Til að bregðast við þessu segir Halla mikilvægt að litið sé á húsnæði sem mannréttindi, en ekki fjárfestingar- eða markaðsvöru. „Ég held að það sé það sem skiptir mestu máli. Hér eru stýrivextir hærri en nokkurs staðar í OECD. Þú þarft að fara til landa þar sem er stríð eða eiturlyfjagengjaátök eða eitthvað viðlíka til að finna svona háa stýrivexti og auðvitað skiptir máli að fólk hafi aðgengi að lánum á viðráðanlegum kjörum, því öðruvísi gengur þetta ekki. Þannig að það finnst mér vera mikið mál.“ Halla segir einnig mikilvægt að koma reglu á leigumarkað og að hann sé gagnsærri. „Þetta er gríðarlega brýnt. Þetta er stærsta hagsmunamál almennings og launafólks á Íslandi.“ Stéttarfélög Húsnæðismál Kjaramál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Tengdar fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, telur húsnæðisstefnu stjórnvalda „siðlausa“. Frekar eigi að aðstoða fólk við að eignast sínar íbúðir en að styðja ákveðin leigufélög eða húsnæðisfélög sem ekki séu öllum aðgengileg. Auk þess ýti stefna stjórnvalda undir skort á húsnæðismarkaði og hærra fasteignaverð. 16. apríl 2025 09:09 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Sjá meira
„Við vitum að húsnæði er langstærsti kostnaðarliður launafólks og ef að fólk hefur ekki efni á að koma sér þaki yfir höfuð, eða þarf að mæta mjög miklum hækkunum á húsnæðiskostnaði þá mega kjarasamningar sín mjög lítils og þær launahækkanir sem við semjum um,“ segir Halla sem fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar var einnig rætt við hagfræðing Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem segir mikið misræmi á milli framboðs og eftirspurnar á fasteignamarkaði. Halla segir verkalýðshreyfinguna hafa brugðist við þessari stöðu með því að setja á stofn óhagnaðardrifin húsnæðisfélög, Bjarg og Blæ. „Viðskiptaráð er nú komið í stríð við þessi úrræði vegna þess að þar á bæ vilja menn ekki að það sé hægt að komast í húsnæði án þess að einhver annar græði á því,“ segir Halla og vísar þar í nýlega greiningu Viðskiptaráðs á húsnæðisstefnu stjórnvalda. Spurð hvort markaðurinn sé of einsleitur segir Halla að hún geti aðeins miðað við sína eigin reynslu. Blær hafi núna komið upp tveimur blokkum og eftirspurnin hafi þar verið mest eftir litlum íbúðum. „Það kemur alveg fram í þessum fréttum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að það skortir litlar íbúðir og þessar miðlungsstóru íbúðir þær eru kannski, það er kannski of mikill lúxusbragur á sumum þeirra og þær eru dýrar,“ segir Halla og þá sé eðlilega spurt af hverju þær lækki ekki í veðri. Verðinu sé haldið uppi Það sé aðkallandi spurning og líklega væri það þannig annars staðar, til dæmis á Norðurlöndunum, að ef íbúðir seljist ekki þá myndu þær lækka í verði. „En hér er verðinu haldið uppi og það eru einhverjir hagsmunir þar að baki,“ segir Halla og að það sé augljóst að það séu meiri hagsmunir að því að halda verðinu uppi og bíða með að selja þær en að selja þær á lægra verði. „Samt er þetta mjög ábatasamur bransi þannig það er ekki eins og það skorti.“ Aðgengi að húsnæði séu mannréttindi frekar en markaðsvara Til að bregðast við þessu segir Halla mikilvægt að litið sé á húsnæði sem mannréttindi, en ekki fjárfestingar- eða markaðsvöru. „Ég held að það sé það sem skiptir mestu máli. Hér eru stýrivextir hærri en nokkurs staðar í OECD. Þú þarft að fara til landa þar sem er stríð eða eiturlyfjagengjaátök eða eitthvað viðlíka til að finna svona háa stýrivexti og auðvitað skiptir máli að fólk hafi aðgengi að lánum á viðráðanlegum kjörum, því öðruvísi gengur þetta ekki. Þannig að það finnst mér vera mikið mál.“ Halla segir einnig mikilvægt að koma reglu á leigumarkað og að hann sé gagnsærri. „Þetta er gríðarlega brýnt. Þetta er stærsta hagsmunamál almennings og launafólks á Íslandi.“
Stéttarfélög Húsnæðismál Kjaramál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Tengdar fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, telur húsnæðisstefnu stjórnvalda „siðlausa“. Frekar eigi að aðstoða fólk við að eignast sínar íbúðir en að styðja ákveðin leigufélög eða húsnæðisfélög sem ekki séu öllum aðgengileg. Auk þess ýti stefna stjórnvalda undir skort á húsnæðismarkaði og hærra fasteignaverð. 16. apríl 2025 09:09 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Sjá meira
„Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, telur húsnæðisstefnu stjórnvalda „siðlausa“. Frekar eigi að aðstoða fólk við að eignast sínar íbúðir en að styðja ákveðin leigufélög eða húsnæðisfélög sem ekki séu öllum aðgengileg. Auk þess ýti stefna stjórnvalda undir skort á húsnæðismarkaði og hærra fasteignaverð. 16. apríl 2025 09:09