Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. maí 2025 15:17 Frá Grímsvötnum. Mynd úr vatni. vísir/vilhelm Fagstjóri Veðurstofu Íslands í jöklafræði segir óvenjulítinn snjó á hálendinu í byrjun maí í raun hafa ekkert með loftslagsbreytingar að gera. Snjóleysið hafi þó slæm áhrif á jöklabúskapinn og munu jöklar rýrna meira en vanalega ef meðalsumar er í kortunum. Góð veðurskilyrði í gær gerðu veðurfræðingum kleift að rýna vel og vandlega í myndir úr gervitungli af yfirborði íslands en þær sýna óvenjulítinn snjó á hálendinu í byrjun maí. Sjaldan hafi verið jafn lítill snjór á hálendinu á þessum árstíma og er nánast snjólaust á Kili. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur vakti athygli á þessu á vef sínum Bliku og sagði snjóleysið mega rekja til lítillar snjókomu til fjalla eftir áramót, til leysinga í febrúar og fram í mars og þá var apríl sérlega hlýr og þurr mánuður. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.skjáskot Tómas Jóhannesson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands, segir snjóleysið hafa töluverð áhrif á jökla landsins í sumar. „Þetta er óvenjulegt skilst mér. Jafnvel snjóminnsta vor í 20 ár á einhverjum stöðum samkvæmt sjónmati staðkunnugra. Við fáum betri upplýsingar þegar mælingamenn Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar verða komin með mælingar á stærstu jöklunum.“ Niðurstöður mælinga muni liggja fyrir í lok vikunnar. Lítið af ályktunum sé hægt að draga eins og er og ekki óvenjulegt að mismikill snjór sé á milli ára. Tómas segir stöðuna í raun ekkert hafa með loftslagsbreytingar að gera. „Við eigum frekar von á því að úrkoma fari vaxandi með hlýnandi loftslagi. Það hefur þegar hlýnað um eina til tvær gráður frá loftslaginu sem var hér áður en loftslagsbreytinga af mannavöldum fór að gæta. Það breytir því ekki að það geta komið snjólétt ár í þessu hlýrra loftslagi sem nú er orðið. Þetta virðist vera eitt þeirra. En ég á ekki von á því að þessi tiltölulega litli snjór hafi neitt sem slíkur með loftslagsbreytingar að gera.“ Tómas Jóhannesson, fagstjóri Veðurstofu Íslands í jöklafræði.vísir/sigurjón Snjóleysið hafi þau áhrif að varnir jökla landsins gagnvart hlýju og sólarljósi eru minni en ella. „Þessi litli vetrarsnjór gerir það að verkum að snjó leysir fyrr af leysingasvæði jöklanna. Gamalt hjarn kemur fyrr í ljós. Leiðir þá væntanlega til þess að það verður meiri leysing á jöklunum svo þetta er slæmt upp á jöklabúskapinn. Jöklarnir munu rýrna meira á meðal ári, væntanlega ef sumarið verður svona meðal sumar.“ Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Góð veðurskilyrði í gær gerðu veðurfræðingum kleift að rýna vel og vandlega í myndir úr gervitungli af yfirborði íslands en þær sýna óvenjulítinn snjó á hálendinu í byrjun maí. Sjaldan hafi verið jafn lítill snjór á hálendinu á þessum árstíma og er nánast snjólaust á Kili. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur vakti athygli á þessu á vef sínum Bliku og sagði snjóleysið mega rekja til lítillar snjókomu til fjalla eftir áramót, til leysinga í febrúar og fram í mars og þá var apríl sérlega hlýr og þurr mánuður. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.skjáskot Tómas Jóhannesson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands, segir snjóleysið hafa töluverð áhrif á jökla landsins í sumar. „Þetta er óvenjulegt skilst mér. Jafnvel snjóminnsta vor í 20 ár á einhverjum stöðum samkvæmt sjónmati staðkunnugra. Við fáum betri upplýsingar þegar mælingamenn Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar verða komin með mælingar á stærstu jöklunum.“ Niðurstöður mælinga muni liggja fyrir í lok vikunnar. Lítið af ályktunum sé hægt að draga eins og er og ekki óvenjulegt að mismikill snjór sé á milli ára. Tómas segir stöðuna í raun ekkert hafa með loftslagsbreytingar að gera. „Við eigum frekar von á því að úrkoma fari vaxandi með hlýnandi loftslagi. Það hefur þegar hlýnað um eina til tvær gráður frá loftslaginu sem var hér áður en loftslagsbreytinga af mannavöldum fór að gæta. Það breytir því ekki að það geta komið snjólétt ár í þessu hlýrra loftslagi sem nú er orðið. Þetta virðist vera eitt þeirra. En ég á ekki von á því að þessi tiltölulega litli snjór hafi neitt sem slíkur með loftslagsbreytingar að gera.“ Tómas Jóhannesson, fagstjóri Veðurstofu Íslands í jöklafræði.vísir/sigurjón Snjóleysið hafi þau áhrif að varnir jökla landsins gagnvart hlýju og sólarljósi eru minni en ella. „Þessi litli vetrarsnjór gerir það að verkum að snjó leysir fyrr af leysingasvæði jöklanna. Gamalt hjarn kemur fyrr í ljós. Leiðir þá væntanlega til þess að það verður meiri leysing á jöklunum svo þetta er slæmt upp á jöklabúskapinn. Jöklarnir munu rýrna meira á meðal ári, væntanlega ef sumarið verður svona meðal sumar.“
Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira