Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2025 10:56 George Simion heldur á Maríumynd og Calin Georgescu stendur við hlið hans með blómvönd. Líklegt er að kjósendur Georgescu flykkist á bak við Simion. AP Photo/Vadim Ghirda Rúmenar ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð kosninga til að velja sinn næsta forseta. Grannt er fylgst með kosningunum en sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum. George Simion, formaður Sameiningarflokks Rúmena, leiðir samkvæmt skoðanakönnunum með 30%. Keppinautar hans Nicusor Dan borgarstjóri Búkarest oog Crin Antonescu, frambjóðandi sósíaldemókrata og frjálslyndar, mælast með um 20% stuðning. Forsetakosningar voru haldnar fyrir hálfu ári en niðurstöðurnar sagðar ógildar vegna sönnunargagna sem fram komu um að Rússar hefðu beitt sér í kosningunum. Rúmenía er hluti af Evrópusambandinu og Nato en með sigri Simion er líklegt að önnur stefna verði tekin í átt að Rússlandi. Uppþot varð meðal fjarhægrimanna um allan heim. Innstu koppar í búri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sögðu yfirvöld með þessu traðka á tjáningarfrelsinu. Talinn hafa notið aðstoðar Rússa Frambjóðandinn Calin Georgescu vann kosningarnar í nóvember. Hann er fjarhægrimaður, andsnúinn ESB og hlynntur stjórnvöldum í Moskvu. Fimm dögum fyrir kosningar mældist hann með 5% fylgi en fékk 23% atkvæða. Stjórnlagadómstóll landsins dæmdi niðurstöður kosninganna ógildar eftir að í ljós kom að Rússar hefðu gert tölvuárásir á rafræna kosningakerfið og beitt sér fyrir Georgescu á samfélagsmiðlum. Hann er nú til rannsóknar fyrir að ljúga til um fjármögnun framboðs síns, fyrir misnotkun á tækni og fyrir að styðja við fasistahópa. Honum var því bannað að bjóða sig aftur fram. Líklegt er að kjósendahópur hann hafi flykkst á bak við Simion, sem hóf stjórnmálaferilinn sem andstæðingur bólusetninga. Líklegt að seinn umferð þurfi til Simion hefur heitið því að Georgescu fái sæti í ríkisstjórn sinni. Hann hefur lagt áherslu á að landsvæði sem áður tilheyrðu Rúmeníu, en eru nú hluti af Moldóvu og Úkraínu, verði færð aftur undir stjórn Rúmena. Honum er bannað að heimsækja bæði löndin. Annað en Georgescu er hann andsnúinn Rússlandi en er jafnframt gagnrýnandi ESB og hefur hyllt Donald Trump mjög. Ólíklegt er talið að Simion nái að tryggja sér 50% atkvæða, sem þarf til þess að fara með sigur í kosningunum. Því mun sennilega þurfa að blása til síðari umferðar, þar sem hann keppir við þann mótframbjóðanda sem fær fleiri atkvæði. Síðari kosningaumferð fer fram 18. maí. Rúmenía Úkraína Moldóva Rússland Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
George Simion, formaður Sameiningarflokks Rúmena, leiðir samkvæmt skoðanakönnunum með 30%. Keppinautar hans Nicusor Dan borgarstjóri Búkarest oog Crin Antonescu, frambjóðandi sósíaldemókrata og frjálslyndar, mælast með um 20% stuðning. Forsetakosningar voru haldnar fyrir hálfu ári en niðurstöðurnar sagðar ógildar vegna sönnunargagna sem fram komu um að Rússar hefðu beitt sér í kosningunum. Rúmenía er hluti af Evrópusambandinu og Nato en með sigri Simion er líklegt að önnur stefna verði tekin í átt að Rússlandi. Uppþot varð meðal fjarhægrimanna um allan heim. Innstu koppar í búri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sögðu yfirvöld með þessu traðka á tjáningarfrelsinu. Talinn hafa notið aðstoðar Rússa Frambjóðandinn Calin Georgescu vann kosningarnar í nóvember. Hann er fjarhægrimaður, andsnúinn ESB og hlynntur stjórnvöldum í Moskvu. Fimm dögum fyrir kosningar mældist hann með 5% fylgi en fékk 23% atkvæða. Stjórnlagadómstóll landsins dæmdi niðurstöður kosninganna ógildar eftir að í ljós kom að Rússar hefðu gert tölvuárásir á rafræna kosningakerfið og beitt sér fyrir Georgescu á samfélagsmiðlum. Hann er nú til rannsóknar fyrir að ljúga til um fjármögnun framboðs síns, fyrir misnotkun á tækni og fyrir að styðja við fasistahópa. Honum var því bannað að bjóða sig aftur fram. Líklegt er að kjósendahópur hann hafi flykkst á bak við Simion, sem hóf stjórnmálaferilinn sem andstæðingur bólusetninga. Líklegt að seinn umferð þurfi til Simion hefur heitið því að Georgescu fái sæti í ríkisstjórn sinni. Hann hefur lagt áherslu á að landsvæði sem áður tilheyrðu Rúmeníu, en eru nú hluti af Moldóvu og Úkraínu, verði færð aftur undir stjórn Rúmena. Honum er bannað að heimsækja bæði löndin. Annað en Georgescu er hann andsnúinn Rússlandi en er jafnframt gagnrýnandi ESB og hefur hyllt Donald Trump mjög. Ólíklegt er talið að Simion nái að tryggja sér 50% atkvæða, sem þarf til þess að fara með sigur í kosningunum. Því mun sennilega þurfa að blása til síðari umferðar, þar sem hann keppir við þann mótframbjóðanda sem fær fleiri atkvæði. Síðari kosningaumferð fer fram 18. maí.
Rúmenía Úkraína Moldóva Rússland Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira