Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. maí 2025 11:04 Vladímír Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá 1999, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra. AP/RIA/Alexei Danichev Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir Rússa ekki hafa þurft að nota kjarnorkuvopn í Úkraínu og vonast hann til þess að þeirra verði ekki þörf. Hann telur styrk rússneska hersins nægilega mikinn til að leiða átökin „rökrétt“ til lykta. Pútín lýsti þessu yfir í viðtalsbúti sem ríkissjónvarp Rússa birti á Telegram í dag en viðtalið er hluti af heimildamyndinni „Rússland, Kremlin, Pútín, 25 ár,“ sem hefur ekki enn verið sýnd í heild sinni og fjallar um 25 ára valdatíð forsetans. „Þeir vildu ögra okkur svo við myndum gera mistök,“ sagði Pútín í viðtalinu þegar hann var spurður út í árásir Úkraínumanna á Rússland. „Það hefur ekki verið nein þörf á nota þessi vopn... og ég vona að þeirra verði ekki þörf,“ sagði hann síðan um notkun kjarnorkuvopna. „Við höfum nægilega burði og ráð til að leiða það sem hófst 2022 rökrétt til lykta með þeirri niðurstöðu sem Rússland þarfnast.“ Margoft rætt um notkun kjarnorkuvopna Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pútín ræðir notkun kjarnorkuvopna í tengslum við átök í Úkraínu. Fyrir rétt rúmu ári síðan ítrekaði hann að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld og notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað. Hótanir um notkun kjarnorkuvopna eru taldar vera hluti af áróðursherferð Rússa til að grafa undan hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Vesturlönd hafa sent gríðarlegt magn vopn og hergagna til Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið 2022 og síðan þá hefur Pútín margsinnis rætt um notkun kjarnorkuvopna og sett í samhengi við ógnir gegn öryggi Rússlands. Yfir páskana tilkynnti Pútín um rúmlega sólarhrings vopnahlé milli Rússlands og Úkraínu. Báðar hliðar sökuðu svo hvor aðra um að rjúfa vopnahléð með loftárásum. Sjá einnig: Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Frá 8. til 10. maí mun svo standa yfir 72 klukkustunda vopnahlé í tilefni þess að áttatíu ár eru liðin frá Sigurdeginum í Evrópu þegar Karl Dönitz, forseti Þýskalands, undirritaði uppgjafarsáttmála fyrir hönd Þjóðverja sem markaði lok Seinni heimsstyrjaldarinnar. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði á laugardag að vopnahléð væri einungis hugsað til að mýkja andrúmsloftið innan Rússlands. Selenskí vill sjálfur sjá umfangsmeira þrjátíu daga vopnahlé eins og Bandaríkin lögðu upphaflega til. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Kjarnorka Vladimír Pútín Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Pútín lýsti þessu yfir í viðtalsbúti sem ríkissjónvarp Rússa birti á Telegram í dag en viðtalið er hluti af heimildamyndinni „Rússland, Kremlin, Pútín, 25 ár,“ sem hefur ekki enn verið sýnd í heild sinni og fjallar um 25 ára valdatíð forsetans. „Þeir vildu ögra okkur svo við myndum gera mistök,“ sagði Pútín í viðtalinu þegar hann var spurður út í árásir Úkraínumanna á Rússland. „Það hefur ekki verið nein þörf á nota þessi vopn... og ég vona að þeirra verði ekki þörf,“ sagði hann síðan um notkun kjarnorkuvopna. „Við höfum nægilega burði og ráð til að leiða það sem hófst 2022 rökrétt til lykta með þeirri niðurstöðu sem Rússland þarfnast.“ Margoft rætt um notkun kjarnorkuvopna Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pútín ræðir notkun kjarnorkuvopna í tengslum við átök í Úkraínu. Fyrir rétt rúmu ári síðan ítrekaði hann að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld og notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað. Hótanir um notkun kjarnorkuvopna eru taldar vera hluti af áróðursherferð Rússa til að grafa undan hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Vesturlönd hafa sent gríðarlegt magn vopn og hergagna til Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið 2022 og síðan þá hefur Pútín margsinnis rætt um notkun kjarnorkuvopna og sett í samhengi við ógnir gegn öryggi Rússlands. Yfir páskana tilkynnti Pútín um rúmlega sólarhrings vopnahlé milli Rússlands og Úkraínu. Báðar hliðar sökuðu svo hvor aðra um að rjúfa vopnahléð með loftárásum. Sjá einnig: Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Frá 8. til 10. maí mun svo standa yfir 72 klukkustunda vopnahlé í tilefni þess að áttatíu ár eru liðin frá Sigurdeginum í Evrópu þegar Karl Dönitz, forseti Þýskalands, undirritaði uppgjafarsáttmála fyrir hönd Þjóðverja sem markaði lok Seinni heimsstyrjaldarinnar. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði á laugardag að vopnahléð væri einungis hugsað til að mýkja andrúmsloftið innan Rússlands. Selenskí vill sjálfur sjá umfangsmeira þrjátíu daga vopnahlé eins og Bandaríkin lögðu upphaflega til.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Kjarnorka Vladimír Pútín Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira