Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2025 10:00 Þróttarar fagna marki Freyju Karínar Þorvarðardóttur gegn Stólunum. vísir/guðmundur þórlaugarson Þrjú lið eru efst og jöfn í Bestu deild kvenna í fótbolta. Ellefu mörk voru skoruð þegar 4. umferðin fór fram í gær. Breiðablik hélt áfram að raða inn mörkum en liðið vann 4-0 sigur á Víkingi á Kópavogsvelli. Agla María Albertsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Íslandsmeistarana og Heiða Ragney Viðarsdóttir og Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir sitt hvort markið. Blikar hafa skorað nítján mörk í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins og eru á toppnum með tíu stig. FH og Þróttur eru einnig með tíu stig en þau unnu bæði í gær. FH fór í góða ferð til Akureyrar og vann 0-3 sigur á Þór/KA í Boganum. Valgerður Ósk Valsdóttir, Berglind Freyja Hlynsdóttir og Elísa Lana Sigurjónsdóttir skoruðu mörk FH-inga. Akureyringar hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum með markatölunni 0-6. Aðeins eitt mark var skorað þegar Þróttur fékk Tindastól í heimsókn. Það gerði Freyja Karín Þorvarðardóttir strax á upphafsmínútu leiksins. Þróttarar eru sem fyrr sagði með tíu stig en Stólarnir hafa tapað þremur leikjum í röð og eru með þrjú stig. Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum með markatölunni 3-12 hefur Stjarnan nú unnið tvo leiki í röð. Í gær sigruðu Stjörnukonur Valskonur í Garðabænum, 1-0. Jakobína Hjörvarsdóttir skoraði markið. Þá vann Fram FHL í nýliðaslagnum, 2-0. Þetta var fyrsti sigur Framara í efstu deild síðan 1988. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir og Alda Ólafsdóttir skoruðu mörk Fram snemma leiks. Framarar fengu þar með sín fyrstu stig í deildinni en Austfirðingar eru stigalausir á botninum. Mörkin úr öllum leikjum gærdagsins má sjá hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Stjarnan vann 1-0 baráttusigur gegn Val í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Valskonur voru taplausar fyrir leik og höfðu ekki fengið á sig mark, en Jakobína Hjörvarsdóttir breytti því. 3. maí 2025 19:00 Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Þróttur tók á móti Tindastóli og vann 1-0 í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði eina mark leiksins á fyrstu mínútu. Þróttur fer með sigrinum upp að hlið Breiðabliks og FH í efstu sætum deildarinnar, taplaus með tíu stig. Tindastóll hefur tapað síðustu þremur leikjum eftir sigur í fyrstu umferðinni. 3. maí 2025 16:17 „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Stjarnan sigraði Val í dag 1-0 í 4. umferð Bestu deild kvenna. Leikurinn var tíðindalítill en Stjarnan skoraði sigurmarkið með skalla úr föstu leikatriði og það reyndist nóg til þess að sækja stigin þrjú. Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari liðsins var ánægður með úrslitin eftir leik. 3. maí 2025 19:34 Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Breiðablik vann 4-0 sigur gegn Víkingi í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Veðrið lék hreinlega við leikmenn Breiðabliks sem skoruðu fjögur mörk í leiknum. Blikar á toppi deildarinnar eins og er með tíu stig. 3. maí 2025 15:50 Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Fram innbyrti sín fyrstu stig þegar liðið bar sigurorð af FHL með tveimur mörkum gegn engu í nýliðaslag sínum við FHL í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag. Liðin voru stigalaus fyrir leikinn í dag á botni deildarinnar. 3. maí 2025 15:53 FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum FH gerði góða ferð til Akureyrar og vann Þór/KA, 0-3, í Boganum í 4. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Með sigrinum jöfnuðu FH-ingar Íslandsmeistara Blika að stigum á toppi deildarinnar. 3. maí 2025 16:40 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjá meira
Breiðablik hélt áfram að raða inn mörkum en liðið vann 4-0 sigur á Víkingi á Kópavogsvelli. Agla María Albertsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Íslandsmeistarana og Heiða Ragney Viðarsdóttir og Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir sitt hvort markið. Blikar hafa skorað nítján mörk í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins og eru á toppnum með tíu stig. FH og Þróttur eru einnig með tíu stig en þau unnu bæði í gær. FH fór í góða ferð til Akureyrar og vann 0-3 sigur á Þór/KA í Boganum. Valgerður Ósk Valsdóttir, Berglind Freyja Hlynsdóttir og Elísa Lana Sigurjónsdóttir skoruðu mörk FH-inga. Akureyringar hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum með markatölunni 0-6. Aðeins eitt mark var skorað þegar Þróttur fékk Tindastól í heimsókn. Það gerði Freyja Karín Þorvarðardóttir strax á upphafsmínútu leiksins. Þróttarar eru sem fyrr sagði með tíu stig en Stólarnir hafa tapað þremur leikjum í röð og eru með þrjú stig. Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum með markatölunni 3-12 hefur Stjarnan nú unnið tvo leiki í röð. Í gær sigruðu Stjörnukonur Valskonur í Garðabænum, 1-0. Jakobína Hjörvarsdóttir skoraði markið. Þá vann Fram FHL í nýliðaslagnum, 2-0. Þetta var fyrsti sigur Framara í efstu deild síðan 1988. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir og Alda Ólafsdóttir skoruðu mörk Fram snemma leiks. Framarar fengu þar með sín fyrstu stig í deildinni en Austfirðingar eru stigalausir á botninum. Mörkin úr öllum leikjum gærdagsins má sjá hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Stjarnan vann 1-0 baráttusigur gegn Val í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Valskonur voru taplausar fyrir leik og höfðu ekki fengið á sig mark, en Jakobína Hjörvarsdóttir breytti því. 3. maí 2025 19:00 Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Þróttur tók á móti Tindastóli og vann 1-0 í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði eina mark leiksins á fyrstu mínútu. Þróttur fer með sigrinum upp að hlið Breiðabliks og FH í efstu sætum deildarinnar, taplaus með tíu stig. Tindastóll hefur tapað síðustu þremur leikjum eftir sigur í fyrstu umferðinni. 3. maí 2025 16:17 „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Stjarnan sigraði Val í dag 1-0 í 4. umferð Bestu deild kvenna. Leikurinn var tíðindalítill en Stjarnan skoraði sigurmarkið með skalla úr föstu leikatriði og það reyndist nóg til þess að sækja stigin þrjú. Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari liðsins var ánægður með úrslitin eftir leik. 3. maí 2025 19:34 Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Breiðablik vann 4-0 sigur gegn Víkingi í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Veðrið lék hreinlega við leikmenn Breiðabliks sem skoruðu fjögur mörk í leiknum. Blikar á toppi deildarinnar eins og er með tíu stig. 3. maí 2025 15:50 Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Fram innbyrti sín fyrstu stig þegar liðið bar sigurorð af FHL með tveimur mörkum gegn engu í nýliðaslag sínum við FHL í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag. Liðin voru stigalaus fyrir leikinn í dag á botni deildarinnar. 3. maí 2025 15:53 FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum FH gerði góða ferð til Akureyrar og vann Þór/KA, 0-3, í Boganum í 4. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Með sigrinum jöfnuðu FH-ingar Íslandsmeistara Blika að stigum á toppi deildarinnar. 3. maí 2025 16:40 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Stjarnan vann 1-0 baráttusigur gegn Val í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Valskonur voru taplausar fyrir leik og höfðu ekki fengið á sig mark, en Jakobína Hjörvarsdóttir breytti því. 3. maí 2025 19:00
Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Þróttur tók á móti Tindastóli og vann 1-0 í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði eina mark leiksins á fyrstu mínútu. Þróttur fer með sigrinum upp að hlið Breiðabliks og FH í efstu sætum deildarinnar, taplaus með tíu stig. Tindastóll hefur tapað síðustu þremur leikjum eftir sigur í fyrstu umferðinni. 3. maí 2025 16:17
„Við gátum ekki farið mikið neðar“ Stjarnan sigraði Val í dag 1-0 í 4. umferð Bestu deild kvenna. Leikurinn var tíðindalítill en Stjarnan skoraði sigurmarkið með skalla úr föstu leikatriði og það reyndist nóg til þess að sækja stigin þrjú. Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari liðsins var ánægður með úrslitin eftir leik. 3. maí 2025 19:34
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Breiðablik vann 4-0 sigur gegn Víkingi í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Veðrið lék hreinlega við leikmenn Breiðabliks sem skoruðu fjögur mörk í leiknum. Blikar á toppi deildarinnar eins og er með tíu stig. 3. maí 2025 15:50
Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Fram innbyrti sín fyrstu stig þegar liðið bar sigurorð af FHL með tveimur mörkum gegn engu í nýliðaslag sínum við FHL í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag. Liðin voru stigalaus fyrir leikinn í dag á botni deildarinnar. 3. maí 2025 15:53
FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum FH gerði góða ferð til Akureyrar og vann Þór/KA, 0-3, í Boganum í 4. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Með sigrinum jöfnuðu FH-ingar Íslandsmeistara Blika að stigum á toppi deildarinnar. 3. maí 2025 16:40