„Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. maí 2025 12:22 Páll Pálsson fasteignasali segir þróunina á húsnæðismarkaðnum sorglega. vísir/vilhelm Um 65 prósent nýrra íbúða á þéttingarreitum í Reykjavík seljast ekki að sögn fasteignasala. Hann segir ástæðu þessa mega rekja til of mikils verðbils á milli nýrra og eldri íbúða en einnig til skorts á bílastæðum. Morgunblaðið greindi frá því í dag að aðeins sé búið að selja 40 íbúðir af 300 á átta þéttingarreitum í Reykjavík frá áramótum. Ef miðað er við að byggingarkostnaður íbúðanna sé að jafnaði 80 milljónir hefur kostað um 20 milljarða króna að byggja íbúðirnar 260 sem eru enn óseldar. Verðbilið of mikið Páll Pálsson fasteignasali segir um sorglega þróun að ræða. Vextir Seðlabankans hafi mikil áhrif á markaðinn. Mestu máli skipti þó að íbúðir á þéttingarreitunum séu of verðháar miðað við aðrar íbúðir á markaðnum. Enda hafi verið of dýrt að byggja nýjar íbúðir miðað við núverandi fyrirkomulag. „Þetta hefur verið sorgleg þróun. Nærri 65 prósent af nýtingarverkefnum eru ekki að seljast og hafa ekki verið að seljastá tólf til átján mánuðum. Það eru svo sem nokkrar skýringar og ein sú helsta er að verðbilið á milli þeirra eigna sem eru í sölu á þessum þéttingarreitum í dag og eldri eigna er of mikið.“ Um 500 manns komi á markaðinn fyrir hverja lækkun Svipuð staða hafi komið upp árin 2018 og 2019 þegar um sjö til átta hundruð íbúðir stóðu auðar og tilbúnar til afhendingar. Páll bendir á að markaðurinn hafi tekið við sér þegar að endursölueignirnar hækkuðu loks í verði. „Vextirnir hafa náttúrulega gríðarlega mikil áhrif á þá eftirspurn. Fyrir hverja 0,25 prósent lækkun er talið að um 400 til 500 manns sem komi inn á markaðinn sem geti keypt sér fasteign.“ Miðað við núverandi markað séu nýju íbúðirnar of dýrar. Einnig sé óánægja með skort á bílastæðum. „Það eru kannski bara 0,4 til 0,7 bílastæði fyrir hvert verkefni. Það er bara of lítið. Sérstaklega þar sem þeir sem eru að kaupa flestar þessar íbúðir og hefur efni á því er kannski fólk sem er að minnka við sig. Það er að segja, hefur efni og getu til að kaupa þessar eignir. Þetta fólk er flest á allavega einum, ef ekki tveimur bílum.“ „Því miður eru ekki svoleiðis verkefni miðsvæðis í Reykjavík“ Páll kveðst þó vongóður um að markaðurinn muni taka við sér. „Ég held að þessar eignir munu að sjálfsögðu seljast á endanum þegar að eldri eignirnar í raun og veru hækka í verði. Vissulega hefur verið mikil eftirspurn eftir minni íbúðum og við sjáum það til dæmis í Skarðshlíðinni í Hafnarfirði. Þar hefur sala gengið ágætlega, þar sem að eru litlar íbúðir og verið að bjóða þær með hlutdeildarláni. Því miður eru ekki svoleiðis verkefni miðsvæðis í Reykjavík,“ segir Páll. „Þetta eru meira eða minna eignir sem eru dýrar og eru hugsaðar fyrir annan markhóp. Fólk sem er fætt á árunum 1946 til 1964. Þessi markhópur er í miklu magni að færa sig úr einbýlishúsunum yfir í fjölbýlin en þau vilja hafa stærri stofur og stærri eignir en þær eru allt of allt of dýrar. Fólk finnst það ekki fá nægilega mikinn pening fyrir að selja einbýlishús og kaupa íbúð í staðinn.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í dag að aðeins sé búið að selja 40 íbúðir af 300 á átta þéttingarreitum í Reykjavík frá áramótum. Ef miðað er við að byggingarkostnaður íbúðanna sé að jafnaði 80 milljónir hefur kostað um 20 milljarða króna að byggja íbúðirnar 260 sem eru enn óseldar. Verðbilið of mikið Páll Pálsson fasteignasali segir um sorglega þróun að ræða. Vextir Seðlabankans hafi mikil áhrif á markaðinn. Mestu máli skipti þó að íbúðir á þéttingarreitunum séu of verðháar miðað við aðrar íbúðir á markaðnum. Enda hafi verið of dýrt að byggja nýjar íbúðir miðað við núverandi fyrirkomulag. „Þetta hefur verið sorgleg þróun. Nærri 65 prósent af nýtingarverkefnum eru ekki að seljast og hafa ekki verið að seljastá tólf til átján mánuðum. Það eru svo sem nokkrar skýringar og ein sú helsta er að verðbilið á milli þeirra eigna sem eru í sölu á þessum þéttingarreitum í dag og eldri eigna er of mikið.“ Um 500 manns komi á markaðinn fyrir hverja lækkun Svipuð staða hafi komið upp árin 2018 og 2019 þegar um sjö til átta hundruð íbúðir stóðu auðar og tilbúnar til afhendingar. Páll bendir á að markaðurinn hafi tekið við sér þegar að endursölueignirnar hækkuðu loks í verði. „Vextirnir hafa náttúrulega gríðarlega mikil áhrif á þá eftirspurn. Fyrir hverja 0,25 prósent lækkun er talið að um 400 til 500 manns sem komi inn á markaðinn sem geti keypt sér fasteign.“ Miðað við núverandi markað séu nýju íbúðirnar of dýrar. Einnig sé óánægja með skort á bílastæðum. „Það eru kannski bara 0,4 til 0,7 bílastæði fyrir hvert verkefni. Það er bara of lítið. Sérstaklega þar sem þeir sem eru að kaupa flestar þessar íbúðir og hefur efni á því er kannski fólk sem er að minnka við sig. Það er að segja, hefur efni og getu til að kaupa þessar eignir. Þetta fólk er flest á allavega einum, ef ekki tveimur bílum.“ „Því miður eru ekki svoleiðis verkefni miðsvæðis í Reykjavík“ Páll kveðst þó vongóður um að markaðurinn muni taka við sér. „Ég held að þessar eignir munu að sjálfsögðu seljast á endanum þegar að eldri eignirnar í raun og veru hækka í verði. Vissulega hefur verið mikil eftirspurn eftir minni íbúðum og við sjáum það til dæmis í Skarðshlíðinni í Hafnarfirði. Þar hefur sala gengið ágætlega, þar sem að eru litlar íbúðir og verið að bjóða þær með hlutdeildarláni. Því miður eru ekki svoleiðis verkefni miðsvæðis í Reykjavík,“ segir Páll. „Þetta eru meira eða minna eignir sem eru dýrar og eru hugsaðar fyrir annan markhóp. Fólk sem er fætt á árunum 1946 til 1964. Þessi markhópur er í miklu magni að færa sig úr einbýlishúsunum yfir í fjölbýlin en þau vilja hafa stærri stofur og stærri eignir en þær eru allt of allt of dýrar. Fólk finnst það ekki fá nægilega mikinn pening fyrir að selja einbýlishús og kaupa íbúð í staðinn.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira