Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. maí 2025 09:33 Jóhann Páll Jóhannsson úmhverfis-, orku- og loftslagsráðherra gengur hér inn á fund ríkisstjórnar. Vísir/Anton Brink Mótmæli standa nú yfir fyrir utan fundarstað ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Mótmælendur krefjast þess að stjórnvöld dragi til baka brottvísun hins kólumbíska Oscar Andre Bocanegra Florez. Um 40 manns á öllum aldri hafa síðan fyrir klukkan níu í morgun staðið á Hverfisgötu og mótmælt brottvísun Oscars. Mótmælendur kyrjuðu meðal annars setninguna „Óskar á heima hér“ þegar Bjarki Sigurðsson fréttamaður á Stöð 2 mætti á svæðið. Í hópi mótmælenda má þá sjá nokkur þekkt andlit. Þeirra á meðal er söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson sem mótmælir ásamt eiginmanni sínum Edgari Antonio Lucena Angarita. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, var einnig í hópi mótmælenda. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af vettvangi sem Anton Brink tók. Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra mótmælir ásamt Bryndísi Schram, eiginkonu sinni.Vísir/Anton Brink „Flóttamenn eru velkomnir.“Vísir/Anton Brink Mál Oscars hefur vakið mikla athygli í samfélaginu en hann kom fyrst til Íslands frá Kólumbíu árið 2022 með föður sínum. Faðir hans beitti hann ofbeldi og Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson gerðust fósturforeldrar hans. Oscari og föður hans var vísað úr landi sumarið 2024 en fósturfjölskyldan fór og sótti Oscar til Bogotá. Hann sótti aftur um dvalarleyfi á Íslandi en því var hafnað. Frestur hans til að fara sjálfviljugur úr landi rann út þann 22. apríl. Oscari var einnig tilkynnt að hann geti ekki sótt aftur um vernd á Íslandi. Oscar getur því verið fluttur úr landi hvenær sem er. Hjónin Edgar Antonio og Páll Óskar voru mættir til að mótmæla.Vísir/Anton Brink Einföld skilaboð.Vísir/Anton Brink Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Um 40 manns á öllum aldri hafa síðan fyrir klukkan níu í morgun staðið á Hverfisgötu og mótmælt brottvísun Oscars. Mótmælendur kyrjuðu meðal annars setninguna „Óskar á heima hér“ þegar Bjarki Sigurðsson fréttamaður á Stöð 2 mætti á svæðið. Í hópi mótmælenda má þá sjá nokkur þekkt andlit. Þeirra á meðal er söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson sem mótmælir ásamt eiginmanni sínum Edgari Antonio Lucena Angarita. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, var einnig í hópi mótmælenda. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af vettvangi sem Anton Brink tók. Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra mótmælir ásamt Bryndísi Schram, eiginkonu sinni.Vísir/Anton Brink „Flóttamenn eru velkomnir.“Vísir/Anton Brink Mál Oscars hefur vakið mikla athygli í samfélaginu en hann kom fyrst til Íslands frá Kólumbíu árið 2022 með föður sínum. Faðir hans beitti hann ofbeldi og Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson gerðust fósturforeldrar hans. Oscari og föður hans var vísað úr landi sumarið 2024 en fósturfjölskyldan fór og sótti Oscar til Bogotá. Hann sótti aftur um dvalarleyfi á Íslandi en því var hafnað. Frestur hans til að fara sjálfviljugur úr landi rann út þann 22. apríl. Oscari var einnig tilkynnt að hann geti ekki sótt aftur um vernd á Íslandi. Oscar getur því verið fluttur úr landi hvenær sem er. Hjónin Edgar Antonio og Páll Óskar voru mættir til að mótmæla.Vísir/Anton Brink Einföld skilaboð.Vísir/Anton Brink
Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira