Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. maí 2025 21:31 Ráðstefna presta og djákna var haldin í Seltjarnarneskirkju. Vísir/Arnar Halldórsson Prestar og djáknar kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda í málum barna sem „eiga allt sitt undir ákvörðunarvaldi íslenskra stjórnvalda .“ Þau óska eftir dvalarleyfi fyrir sautján ára kólumbískan dreng og lýsa yfir samstöðu við hann og fjölskyldu hans. Prestar og djáknar „hvetur íslensk stjórnvöld eindregið til að sýna öllum börnum og unglingum samstöðu og mannúð og taka af mildi og miskunnsemi á málum allra þeirra barna er eiga allt sitt undir ákvörðunarvaldi íslenskra stjórnvalda.“ Þetta er fyrsta ályktun presta- og djáknastefnunnar sem haldin var í dag í Seltjarnarneskirkju. „Vígðir þjónar Þjóðkirkjunnar lofa í vígsluheiti sínu að standa vörð um börn og unglinga, styðja, hjálpa, styrkja og þjóna bágstöddum og þeim er minna mega sín.“ Tekið er sérstaklega fram mál Oscars Anders Florez Bocanegra sem er sautján ára kólumbískur strákur sem var synjað um dvalarleyfi. Hann kom til landsins með föður sínum sem beitti hann ofbeldi og var þeim báðum synjað um vernd og þeir fluttir úr landi. Fósturfjölskyldan tók málin í sínar hendur og sóttu Oscar. Honum var aftur synjað um dvalarleyfi en bíður nú niðurstöður kærunefndar útlendingamála. Þrátt fyrir að málið sé á borði kærunefndarinnar getur honum verið brottvísað hvenær sem er. Rúmlega 120 prestar Þjóðkirkjunnar skrifuðu undir ákall til stjórnvalda um að veita drengnum dvalarleyfi. Ályktun um málið var einnig samþykkt af prestum og djáknum „Presta- og djáknastefna lýsir yfir samstöðu með þeirri fjölskyldu sem hefur tekið drenginn Oscar Anders Florez Bocanegra að sér, veitt honum heimili og vill leiða hann í ástríku uppeldi til bjartar framtíðar hér á Íslandi. Presta- djáknastefna tekur undir þá bón þeirra um að hann fái dvalarleyfi/landvistarleyfi hér á landi,“ segir í ályktuninni. Alvarleg staða vígðra presta á landsbyggðinni Tvær aðrar ályktanir voru samþykktar á ráðstefnunni. Annars vegar að úttekt verði gerð á barna- og unglingastarfi innan kirkjunnar og samstarf við æskulýðssambönd eflt. Hins vegar lýsa prestar og djáknar yfir verulegum áhyggjum af stöðu vígðrar þjónustu á landsbyggðinni. „Undanfarin ár hefur víða verið skorið niður í prestsþjónustu á landsbyggðinni, og loforð um að stöðugildum yrði ekki fækkað við sameiningu prestakalla hafa verið svikin. Þá hefur reynst erfitt að manna auglýst prestsstörf á landsbyggðinni, sem hefur óhjákvæmilega leitt til skertrar þjónustu við sóknarbörn og aukins álags á starfandi þjóna“ segir í ályktuninni. Kallað er eftir að biskup Íslands bregðist við stöðu mála og tryggi þjónustu þjóðkirkjunnar um allt land. Þá er einnig skorað á Guðfræði- og trúarbragaðfræðideild Háskóla Íslands að koma á fjölbreyttari námsleiðum líkt og fjarnámi. Með fjarnáminu sé hægt að auðvelda fólki að stunda guðfræði óháð búsetu. Þjóðkirkjan Hælisleitendur Innflytjendamál Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira
Prestar og djáknar „hvetur íslensk stjórnvöld eindregið til að sýna öllum börnum og unglingum samstöðu og mannúð og taka af mildi og miskunnsemi á málum allra þeirra barna er eiga allt sitt undir ákvörðunarvaldi íslenskra stjórnvalda.“ Þetta er fyrsta ályktun presta- og djáknastefnunnar sem haldin var í dag í Seltjarnarneskirkju. „Vígðir þjónar Þjóðkirkjunnar lofa í vígsluheiti sínu að standa vörð um börn og unglinga, styðja, hjálpa, styrkja og þjóna bágstöddum og þeim er minna mega sín.“ Tekið er sérstaklega fram mál Oscars Anders Florez Bocanegra sem er sautján ára kólumbískur strákur sem var synjað um dvalarleyfi. Hann kom til landsins með föður sínum sem beitti hann ofbeldi og var þeim báðum synjað um vernd og þeir fluttir úr landi. Fósturfjölskyldan tók málin í sínar hendur og sóttu Oscar. Honum var aftur synjað um dvalarleyfi en bíður nú niðurstöður kærunefndar útlendingamála. Þrátt fyrir að málið sé á borði kærunefndarinnar getur honum verið brottvísað hvenær sem er. Rúmlega 120 prestar Þjóðkirkjunnar skrifuðu undir ákall til stjórnvalda um að veita drengnum dvalarleyfi. Ályktun um málið var einnig samþykkt af prestum og djáknum „Presta- og djáknastefna lýsir yfir samstöðu með þeirri fjölskyldu sem hefur tekið drenginn Oscar Anders Florez Bocanegra að sér, veitt honum heimili og vill leiða hann í ástríku uppeldi til bjartar framtíðar hér á Íslandi. Presta- djáknastefna tekur undir þá bón þeirra um að hann fái dvalarleyfi/landvistarleyfi hér á landi,“ segir í ályktuninni. Alvarleg staða vígðra presta á landsbyggðinni Tvær aðrar ályktanir voru samþykktar á ráðstefnunni. Annars vegar að úttekt verði gerð á barna- og unglingastarfi innan kirkjunnar og samstarf við æskulýðssambönd eflt. Hins vegar lýsa prestar og djáknar yfir verulegum áhyggjum af stöðu vígðrar þjónustu á landsbyggðinni. „Undanfarin ár hefur víða verið skorið niður í prestsþjónustu á landsbyggðinni, og loforð um að stöðugildum yrði ekki fækkað við sameiningu prestakalla hafa verið svikin. Þá hefur reynst erfitt að manna auglýst prestsstörf á landsbyggðinni, sem hefur óhjákvæmilega leitt til skertrar þjónustu við sóknarbörn og aukins álags á starfandi þjóna“ segir í ályktuninni. Kallað er eftir að biskup Íslands bregðist við stöðu mála og tryggi þjónustu þjóðkirkjunnar um allt land. Þá er einnig skorað á Guðfræði- og trúarbragaðfræðideild Háskóla Íslands að koma á fjölbreyttari námsleiðum líkt og fjarnámi. Með fjarnáminu sé hægt að auðvelda fólki að stunda guðfræði óháð búsetu.
Þjóðkirkjan Hælisleitendur Innflytjendamál Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira