Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. maí 2025 21:31 Ráðstefna presta og djákna var haldin í Seltjarnarneskirkju. Vísir/Arnar Halldórsson Prestar og djáknar kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda í málum barna sem „eiga allt sitt undir ákvörðunarvaldi íslenskra stjórnvalda .“ Þau óska eftir dvalarleyfi fyrir sautján ára kólumbískan dreng og lýsa yfir samstöðu við hann og fjölskyldu hans. Prestar og djáknar „hvetur íslensk stjórnvöld eindregið til að sýna öllum börnum og unglingum samstöðu og mannúð og taka af mildi og miskunnsemi á málum allra þeirra barna er eiga allt sitt undir ákvörðunarvaldi íslenskra stjórnvalda.“ Þetta er fyrsta ályktun presta- og djáknastefnunnar sem haldin var í dag í Seltjarnarneskirkju. „Vígðir þjónar Þjóðkirkjunnar lofa í vígsluheiti sínu að standa vörð um börn og unglinga, styðja, hjálpa, styrkja og þjóna bágstöddum og þeim er minna mega sín.“ Tekið er sérstaklega fram mál Oscars Anders Florez Bocanegra sem er sautján ára kólumbískur strákur sem var synjað um dvalarleyfi. Hann kom til landsins með föður sínum sem beitti hann ofbeldi og var þeim báðum synjað um vernd og þeir fluttir úr landi. Fósturfjölskyldan tók málin í sínar hendur og sóttu Oscar. Honum var aftur synjað um dvalarleyfi en bíður nú niðurstöður kærunefndar útlendingamála. Þrátt fyrir að málið sé á borði kærunefndarinnar getur honum verið brottvísað hvenær sem er. Rúmlega 120 prestar Þjóðkirkjunnar skrifuðu undir ákall til stjórnvalda um að veita drengnum dvalarleyfi. Ályktun um málið var einnig samþykkt af prestum og djáknum „Presta- og djáknastefna lýsir yfir samstöðu með þeirri fjölskyldu sem hefur tekið drenginn Oscar Anders Florez Bocanegra að sér, veitt honum heimili og vill leiða hann í ástríku uppeldi til bjartar framtíðar hér á Íslandi. Presta- djáknastefna tekur undir þá bón þeirra um að hann fái dvalarleyfi/landvistarleyfi hér á landi,“ segir í ályktuninni. Alvarleg staða vígðra presta á landsbyggðinni Tvær aðrar ályktanir voru samþykktar á ráðstefnunni. Annars vegar að úttekt verði gerð á barna- og unglingastarfi innan kirkjunnar og samstarf við æskulýðssambönd eflt. Hins vegar lýsa prestar og djáknar yfir verulegum áhyggjum af stöðu vígðrar þjónustu á landsbyggðinni. „Undanfarin ár hefur víða verið skorið niður í prestsþjónustu á landsbyggðinni, og loforð um að stöðugildum yrði ekki fækkað við sameiningu prestakalla hafa verið svikin. Þá hefur reynst erfitt að manna auglýst prestsstörf á landsbyggðinni, sem hefur óhjákvæmilega leitt til skertrar þjónustu við sóknarbörn og aukins álags á starfandi þjóna“ segir í ályktuninni. Kallað er eftir að biskup Íslands bregðist við stöðu mála og tryggi þjónustu þjóðkirkjunnar um allt land. Þá er einnig skorað á Guðfræði- og trúarbragaðfræðideild Háskóla Íslands að koma á fjölbreyttari námsleiðum líkt og fjarnámi. Með fjarnáminu sé hægt að auðvelda fólki að stunda guðfræði óháð búsetu. Þjóðkirkjan Hælisleitendur Innflytjendamál Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Prestar og djáknar „hvetur íslensk stjórnvöld eindregið til að sýna öllum börnum og unglingum samstöðu og mannúð og taka af mildi og miskunnsemi á málum allra þeirra barna er eiga allt sitt undir ákvörðunarvaldi íslenskra stjórnvalda.“ Þetta er fyrsta ályktun presta- og djáknastefnunnar sem haldin var í dag í Seltjarnarneskirkju. „Vígðir þjónar Þjóðkirkjunnar lofa í vígsluheiti sínu að standa vörð um börn og unglinga, styðja, hjálpa, styrkja og þjóna bágstöddum og þeim er minna mega sín.“ Tekið er sérstaklega fram mál Oscars Anders Florez Bocanegra sem er sautján ára kólumbískur strákur sem var synjað um dvalarleyfi. Hann kom til landsins með föður sínum sem beitti hann ofbeldi og var þeim báðum synjað um vernd og þeir fluttir úr landi. Fósturfjölskyldan tók málin í sínar hendur og sóttu Oscar. Honum var aftur synjað um dvalarleyfi en bíður nú niðurstöður kærunefndar útlendingamála. Þrátt fyrir að málið sé á borði kærunefndarinnar getur honum verið brottvísað hvenær sem er. Rúmlega 120 prestar Þjóðkirkjunnar skrifuðu undir ákall til stjórnvalda um að veita drengnum dvalarleyfi. Ályktun um málið var einnig samþykkt af prestum og djáknum „Presta- og djáknastefna lýsir yfir samstöðu með þeirri fjölskyldu sem hefur tekið drenginn Oscar Anders Florez Bocanegra að sér, veitt honum heimili og vill leiða hann í ástríku uppeldi til bjartar framtíðar hér á Íslandi. Presta- djáknastefna tekur undir þá bón þeirra um að hann fái dvalarleyfi/landvistarleyfi hér á landi,“ segir í ályktuninni. Alvarleg staða vígðra presta á landsbyggðinni Tvær aðrar ályktanir voru samþykktar á ráðstefnunni. Annars vegar að úttekt verði gerð á barna- og unglingastarfi innan kirkjunnar og samstarf við æskulýðssambönd eflt. Hins vegar lýsa prestar og djáknar yfir verulegum áhyggjum af stöðu vígðrar þjónustu á landsbyggðinni. „Undanfarin ár hefur víða verið skorið niður í prestsþjónustu á landsbyggðinni, og loforð um að stöðugildum yrði ekki fækkað við sameiningu prestakalla hafa verið svikin. Þá hefur reynst erfitt að manna auglýst prestsstörf á landsbyggðinni, sem hefur óhjákvæmilega leitt til skertrar þjónustu við sóknarbörn og aukins álags á starfandi þjóna“ segir í ályktuninni. Kallað er eftir að biskup Íslands bregðist við stöðu mála og tryggi þjónustu þjóðkirkjunnar um allt land. Þá er einnig skorað á Guðfræði- og trúarbragaðfræðideild Háskóla Íslands að koma á fjölbreyttari námsleiðum líkt og fjarnámi. Með fjarnáminu sé hægt að auðvelda fólki að stunda guðfræði óháð búsetu.
Þjóðkirkjan Hælisleitendur Innflytjendamál Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira