Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2025 22:35 Jannik Sinner vann Opna ástralska mótið í janúar og hóf svo að taka út þriggja mánaða keppnisbann. Getty/James D. Morgan Ítalski tennisspilarinn Jannik Sinner segist hafa verið nálægt því að gefast upp og leggja spaðann á hilluna vegna lyfjamáls síns, umræðunnar og viðhorfs annarra gagnvart honum. Sinner segir í samtali við ítalska miðilinn RAI að sér hafi liðið illa á Opna ástralska mótinu í byrjun þessa árs og fundist aðrir spilarar horfa á hann „með öðruvísi hætti en áður“. Þessi 23 ára Ítali féll á lyfjaprófi í mars í fyrra, eftir að í honum mældist ólöglega steraefnið clostebol. Hann komst að lokum að samkomulagi við alþjóða lyfjaeftirlitið um þriggja mánaða bann sem tók gildi 9. febrúar, skömmu eftir að hann fagnaði sigri á Opna ástralska mótinu. Á því móti fann hann hins vegar fyrir óvinsældunum sem málið hefur skapað honum. „Var týpan sem að grínaðist við alla“ „Ég man að rétt fyrir Opna ástralska í byrjun þessa árs þá var ég ekki mjög hamingjusamur því þetta dópmál var enn í gangi. Mér leið ekki vel í búningsklefanum og þar sem ég borðaði. Það var eins og að sumir hinna spilaranna litu öðruvísi á mig og mér líkaði það alls ekki,“ sagði Sinner við RAI. „Mér fannst það orðið of mikið að vera áfram í tennis í þessu andrúmslofti. Áður var ég alltaf týpan sem að grínaðist við alla og gat spjallað við hvern sem er í búningsklefanum en þetta breyttist. Mér var ekki rótt. Mér leið ekki vel og hugsaði með mér að eftir mótið í Ástralíu þyrfti ég frítíma, það er að segja að taka mér hlé, því það myndi gera mér gott,“ sagði Sinner. Sinner hafði upphaflega verið sýknaður en alþjóða lyfjaeftirlitið áfrýjaði þeirri niðurstöðu til alþjóða íþróttadómstólsins og fór fram á tveggja ára bann. Það endaði þó eins og áður segir með samkomulagi um þriggja mánaða bann sem mun klárast í tæka tíð svo að Sinner geti verið með á heimavelli á Opna ítalska mótinu 6.-18. maí. Lyfjaeftirlitið tók undir það að Sinner hefði ekki haft neinn íþróttalegan ávinning af notkun efnisins og að það hefði ekki verið hans sök að efnið barst í hann í meðferð hjá sjúkraþjálfara. Engu að síður hefur Sinner fengið sína gagnrýni og refsing hans þótt of mild. Serena Williams fullyrti til að mynda að hún hefði sjálf fengið tuttugu ára bann og misst alla sína titla ef hún hefði orðið uppvís að því sama og Sinner. Ítalinn vildi ekki svara slíkri gagnrýni í viðalinu við RAI. „Ég vil ekki bregðast við gagnrýni. Fólki er frjálst að segja það sem það vill og dæma. Ég veit bara sjálfur hvað ég hef gengið í gegnum. Þetta var erfitt og ég myndi ekki óska neinum þess að þurfa að ganga í gegnum það sem saklaus maður.“ Tennis Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Sjá meira
Sinner segir í samtali við ítalska miðilinn RAI að sér hafi liðið illa á Opna ástralska mótinu í byrjun þessa árs og fundist aðrir spilarar horfa á hann „með öðruvísi hætti en áður“. Þessi 23 ára Ítali féll á lyfjaprófi í mars í fyrra, eftir að í honum mældist ólöglega steraefnið clostebol. Hann komst að lokum að samkomulagi við alþjóða lyfjaeftirlitið um þriggja mánaða bann sem tók gildi 9. febrúar, skömmu eftir að hann fagnaði sigri á Opna ástralska mótinu. Á því móti fann hann hins vegar fyrir óvinsældunum sem málið hefur skapað honum. „Var týpan sem að grínaðist við alla“ „Ég man að rétt fyrir Opna ástralska í byrjun þessa árs þá var ég ekki mjög hamingjusamur því þetta dópmál var enn í gangi. Mér leið ekki vel í búningsklefanum og þar sem ég borðaði. Það var eins og að sumir hinna spilaranna litu öðruvísi á mig og mér líkaði það alls ekki,“ sagði Sinner við RAI. „Mér fannst það orðið of mikið að vera áfram í tennis í þessu andrúmslofti. Áður var ég alltaf týpan sem að grínaðist við alla og gat spjallað við hvern sem er í búningsklefanum en þetta breyttist. Mér var ekki rótt. Mér leið ekki vel og hugsaði með mér að eftir mótið í Ástralíu þyrfti ég frítíma, það er að segja að taka mér hlé, því það myndi gera mér gott,“ sagði Sinner. Sinner hafði upphaflega verið sýknaður en alþjóða lyfjaeftirlitið áfrýjaði þeirri niðurstöðu til alþjóða íþróttadómstólsins og fór fram á tveggja ára bann. Það endaði þó eins og áður segir með samkomulagi um þriggja mánaða bann sem mun klárast í tæka tíð svo að Sinner geti verið með á heimavelli á Opna ítalska mótinu 6.-18. maí. Lyfjaeftirlitið tók undir það að Sinner hefði ekki haft neinn íþróttalegan ávinning af notkun efnisins og að það hefði ekki verið hans sök að efnið barst í hann í meðferð hjá sjúkraþjálfara. Engu að síður hefur Sinner fengið sína gagnrýni og refsing hans þótt of mild. Serena Williams fullyrti til að mynda að hún hefði sjálf fengið tuttugu ára bann og misst alla sína titla ef hún hefði orðið uppvís að því sama og Sinner. Ítalinn vildi ekki svara slíkri gagnrýni í viðalinu við RAI. „Ég vil ekki bregðast við gagnrýni. Fólki er frjálst að segja það sem það vill og dæma. Ég veit bara sjálfur hvað ég hef gengið í gegnum. Þetta var erfitt og ég myndi ekki óska neinum þess að þurfa að ganga í gegnum það sem saklaus maður.“
Tennis Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Sjá meira