Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. apríl 2025 18:36 Bílar á vegum Olíudreifingar þjónusta hér bensínstöð N1 í Lindum í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Hagar hafa ákveðið að hætta söluferli á 40 prósenta eignarhlut Olís í Olíudreifingu ehf. Tilboð sem bárust voru öll undir væntingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Högum. Þar segir að í desember á síðasta ári hafi verið greint frá því að óskuldbindandi tilboð hefðu borist í eignarhlut Olís, dótturfélags Haga, í Olíudreifingu (ODR). Í kjölfarið hafi þremur aðilum verið veittur frekari aðgangur að gögnum, og þeim boðið að skila inn uppfærðum óskuldbindandi tilboðum. „Allir þrír aðilar skiluðu uppfærðum tilboðum í 40% eignarhlut Olís í ODR. Tilboðin reyndust vera undir væntingum um virði félagsins, og hafa Hagar því ákveðið að hætta söluferli á eignarhlut sínum í ODR,“ segir í tilkynningunni. Finnur Oddsson er forstjóri Haga.Vísir/Vilhelm Haft er eftir Finni Oddssyni, forstjóra Haga, að á þeim tíma sem söluferlið stóð yfir hafi markaðsaðtæður og rekstur félagsins styrkst. „Við metum það svo að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti verði áfram sterk, eins og hækkun orkuspár gefur til kynna. Félagið býr að sterkum innviðum og þrautreyndum, öflugum hópi stjórnenda og starfsfólks og er þannig í ákjósanlegri stöðu til að nýta tækifæri sem felast í þjónustu með framtíðar orkugjafa samhliða orkuskiptum. Hjá Högum og Olís munum við sem eigendur og viðskiptavinir styðja ODR áfram í að treysta enn frekar þjónustu og rekstur og það mikilvæga hlutverk sem félagið gegnir þegar kemur að orkuinnviðum landsins, nú og til framtíðar. Þeim sem tóku þátt í söluferli ODR og studdu við það þökkum við áhugann og gott samstarf,“ er haft eftir Finni. Hagar Bensín og olía Verslun Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Högum. Þar segir að í desember á síðasta ári hafi verið greint frá því að óskuldbindandi tilboð hefðu borist í eignarhlut Olís, dótturfélags Haga, í Olíudreifingu (ODR). Í kjölfarið hafi þremur aðilum verið veittur frekari aðgangur að gögnum, og þeim boðið að skila inn uppfærðum óskuldbindandi tilboðum. „Allir þrír aðilar skiluðu uppfærðum tilboðum í 40% eignarhlut Olís í ODR. Tilboðin reyndust vera undir væntingum um virði félagsins, og hafa Hagar því ákveðið að hætta söluferli á eignarhlut sínum í ODR,“ segir í tilkynningunni. Finnur Oddsson er forstjóri Haga.Vísir/Vilhelm Haft er eftir Finni Oddssyni, forstjóra Haga, að á þeim tíma sem söluferlið stóð yfir hafi markaðsaðtæður og rekstur félagsins styrkst. „Við metum það svo að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti verði áfram sterk, eins og hækkun orkuspár gefur til kynna. Félagið býr að sterkum innviðum og þrautreyndum, öflugum hópi stjórnenda og starfsfólks og er þannig í ákjósanlegri stöðu til að nýta tækifæri sem felast í þjónustu með framtíðar orkugjafa samhliða orkuskiptum. Hjá Högum og Olís munum við sem eigendur og viðskiptavinir styðja ODR áfram í að treysta enn frekar þjónustu og rekstur og það mikilvæga hlutverk sem félagið gegnir þegar kemur að orkuinnviðum landsins, nú og til framtíðar. Þeim sem tóku þátt í söluferli ODR og studdu við það þökkum við áhugann og gott samstarf,“ er haft eftir Finni.
Hagar Bensín og olía Verslun Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira