Frekari breytingar í Valhöll Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2025 16:39 Breytingar hafa verið gerðar innan Valhallar undanfarið. Vísir/Sigurjón Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið Bertu Gunnarsdóttur sem fjármálastjóra flokksins. Hún mun jafnframt gegna hlutverki staðgengils framkvæmdastjóra. Nýr framkvæmdastjóri tók við störfum um síðustu mánaðamót. Þá var ekki langt síðan nýr formaður tók við völdum í Valhöll. Í fréttatilkynningu um ráðninguna segir að Berta muni taka við störfum þann annan maí næstkomandi, eftir tvo daga. „Það er mér mikill heiður að fá að taka þátt í því mikilvæga starfi sem fram undan er hjá Sjálfstæðisflokknum. Ég hlakka til að vinna með öflugu teymi flokksmanna við að efla innviði Sjálfstæðisflokksins og vinna að framgangi þeirra stefnumála sem flokkurinn stendur fyrir,“ er haft eftir Bertu. Lögfræðingur og virk í starfinu Þá segir að Berta sé lögfræðingur að mennt en hún hafi lokið meistaraprófi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún búi yfir víðtækri reynslu á sviði lögfræði, einkum á sviði skattamála. Hún hafi nú síðast starfað hjá Skattinum á eftirlits- og rannsóknarsviði með áherslu á peningaþvætti. Áður hafi hún starfað sem fulltrúi hjá lögmannsstofunum Logos og Libra lögmönnum. Berta Gunnarsdóttir. Þá hafi hún áður verið framkvæmdastjóri og eigandi Modulus ehf., sem sérhæfi sig í framleiðslu verksmiðjuframleiddra húsa fyrir íslenskar aðstæður. Berta hafi verið virkur þátttakandi í starfi Sjálfstæðisflokksins á umliðnum árum. Hún sitji í miðstjórn flokksins og gegni embætti varaformanns Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Þá hafi hún leitt uppstillingarnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í aðdraganda alþingiskosninganna 2024. Berta sé búsett í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi Bergþórssyni, viðskiptafræðingi og börnum þeirra tveimur. „Með ráðningu Bertu styrkir Sjálfstæðisflokkurinn innviði sína enn frekar á mikilvægum sviðum fjármála og rekstrar, á sama tíma og flokkurinn horfir til nýrra tækifæra og verkefna í þágu flokksmanna og samfélagsins alls,“ er haft eftir Björgu Ástu Þórðardóttur, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Sigurbjörn og Þórður kveðja, Björg og Berta heilsa Loks segir að Sigurbjörn Ingimundarson láti af störfum sem aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins eftir tíu ára starf hjá flokknum. Hann hafi verið framkvæmdastjóri þingflokksins árin 2014 til 2022, en þá hafi hann tekið við stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra við hlið Þórðar Þórarinssonar, framkvæmdastjóra flokksins, sem hafi látið af starfi um síðustu mánaðarmót eftir ellefu ára farsælt starf. Samkomulag sé um að Sigurbjörn verði næstu vikurnar áfram til ráðgjafar um málefni flokksskrifstofunnar á meðan nýtt fólk tekur við þeim margbreytilegu verkefnum, sem þar sé sinnt. Sigurbjörn Ingimundarson. Haft er eftir Sigurbirni að á þeim tímamótum í flokksstarfinu nú, þegar ný forysta tekur við keflinu að loknum vel heppnuðum landsfundi, þar sem fráfarandi formaður lét af störfum eftir farsæla forystu, sé mikilvægt að svigrúm gefist fyrir nýja félaga til þess að koma að og móta flokksstarfið framundan. „Þessi rúmu 10 ár hjá flokknum hafa verið afar gefandi og skemmtileg. Fyrir mig hefur verið ómetanlegt að fá tækifæri til þess að vinna með fjölmennum og fjölbreyttum hópi samherja um allt land í að skerpa á og fylgja eftir grunnhugsjónum sjálfstæðisstefnunnar. Samferðarfólki mínu hjá flokknum þakka ég afar ánægjuleg kynni og samstarfsfólki mínu í gegnum tíðina fyrir traust og gott samstarf. Ég óska öllum þeim sem starfa á vettvangi flokksins velfarnaðar í mikilvægum störfum fyrir flokkinn, land og þjóð.“ „Ég þakka Sigurbirni mikilvægt og óeigingjarnt starf í þágu flokksins, ljúfmennsku og lipurð í öllum samskiptum og við úrlausn mála og óska honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hans bíða,“ er haft eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Í fréttatilkynningu um ráðninguna segir að Berta muni taka við störfum þann annan maí næstkomandi, eftir tvo daga. „Það er mér mikill heiður að fá að taka þátt í því mikilvæga starfi sem fram undan er hjá Sjálfstæðisflokknum. Ég hlakka til að vinna með öflugu teymi flokksmanna við að efla innviði Sjálfstæðisflokksins og vinna að framgangi þeirra stefnumála sem flokkurinn stendur fyrir,“ er haft eftir Bertu. Lögfræðingur og virk í starfinu Þá segir að Berta sé lögfræðingur að mennt en hún hafi lokið meistaraprófi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún búi yfir víðtækri reynslu á sviði lögfræði, einkum á sviði skattamála. Hún hafi nú síðast starfað hjá Skattinum á eftirlits- og rannsóknarsviði með áherslu á peningaþvætti. Áður hafi hún starfað sem fulltrúi hjá lögmannsstofunum Logos og Libra lögmönnum. Berta Gunnarsdóttir. Þá hafi hún áður verið framkvæmdastjóri og eigandi Modulus ehf., sem sérhæfi sig í framleiðslu verksmiðjuframleiddra húsa fyrir íslenskar aðstæður. Berta hafi verið virkur þátttakandi í starfi Sjálfstæðisflokksins á umliðnum árum. Hún sitji í miðstjórn flokksins og gegni embætti varaformanns Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Þá hafi hún leitt uppstillingarnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í aðdraganda alþingiskosninganna 2024. Berta sé búsett í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi Bergþórssyni, viðskiptafræðingi og börnum þeirra tveimur. „Með ráðningu Bertu styrkir Sjálfstæðisflokkurinn innviði sína enn frekar á mikilvægum sviðum fjármála og rekstrar, á sama tíma og flokkurinn horfir til nýrra tækifæra og verkefna í þágu flokksmanna og samfélagsins alls,“ er haft eftir Björgu Ástu Þórðardóttur, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Sigurbjörn og Þórður kveðja, Björg og Berta heilsa Loks segir að Sigurbjörn Ingimundarson láti af störfum sem aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins eftir tíu ára starf hjá flokknum. Hann hafi verið framkvæmdastjóri þingflokksins árin 2014 til 2022, en þá hafi hann tekið við stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra við hlið Þórðar Þórarinssonar, framkvæmdastjóra flokksins, sem hafi látið af starfi um síðustu mánaðarmót eftir ellefu ára farsælt starf. Samkomulag sé um að Sigurbjörn verði næstu vikurnar áfram til ráðgjafar um málefni flokksskrifstofunnar á meðan nýtt fólk tekur við þeim margbreytilegu verkefnum, sem þar sé sinnt. Sigurbjörn Ingimundarson. Haft er eftir Sigurbirni að á þeim tímamótum í flokksstarfinu nú, þegar ný forysta tekur við keflinu að loknum vel heppnuðum landsfundi, þar sem fráfarandi formaður lét af störfum eftir farsæla forystu, sé mikilvægt að svigrúm gefist fyrir nýja félaga til þess að koma að og móta flokksstarfið framundan. „Þessi rúmu 10 ár hjá flokknum hafa verið afar gefandi og skemmtileg. Fyrir mig hefur verið ómetanlegt að fá tækifæri til þess að vinna með fjölmennum og fjölbreyttum hópi samherja um allt land í að skerpa á og fylgja eftir grunnhugsjónum sjálfstæðisstefnunnar. Samferðarfólki mínu hjá flokknum þakka ég afar ánægjuleg kynni og samstarfsfólki mínu í gegnum tíðina fyrir traust og gott samstarf. Ég óska öllum þeim sem starfa á vettvangi flokksins velfarnaðar í mikilvægum störfum fyrir flokkinn, land og þjóð.“ „Ég þakka Sigurbirni mikilvægt og óeigingjarnt starf í þágu flokksins, ljúfmennsku og lipurð í öllum samskiptum og við úrlausn mála og óska honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hans bíða,“ er haft eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira