Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. apríl 2025 12:30 Inga Sæland skipaði fjóra flokksmenn í stjórn HMS. Vísir/Hjalti Jafnréttisstofa mun óska eftir útskýringum hjá félags- og húsnæðismálaráðherra á skipun hennar í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Áttatíu prósent stjórnarmanna eru karlmenn. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um miðjan mars. Fyrri stjórn var skipt út á einu bretti og fimm nýir komu inn í staðin. Fjórir þeirra, þrír karlar og ein kona, hafa tengsl við Flokk fólksins. Sá fimmti er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og er skipaður af sambandinu. Starfsmenn Flokks fólksins varamenn Fram kemur í 28. grein jafnréttislaga að við skipun í stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli hlutfall kvenna og karla vera sem jafnast og ekki minna en 40 prósent. Nú eru 80 prósent stjórnarmanna HMS karlmenn. Ber þó að nefna að tveir varamenn, sem báðir eru starfsmenn þingflokks Flokks fólksins, eru konur. Jafnréttisstofa fer almennt yfir skipun stjórna einu sinni á ári og hefur ekki haft þetta mál til skoðunar. „En þegar það berast svona ábendingar þá vissulega óskum við eftir skýringum frá viðkomandi ráðherra og í þessu tilfelli munum við í kjölfar þessarar ábendingar óska eftir skýringum frá félagsmálaráðherra,“ segir Martha Lilja Olsen, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Heimilt að víkja frá kröfunni ef hlutlægar ástæður liggja fyrir Verkfræðingafélag Íslands hefur sent Ingu áskorun um að endurskoða skipan í stjórnina, þar sem enginn hafi sérfræðiþekkingu á því sviði. Aðeins einn stjórnarmanna hefur tengingu við byggingariðnaðinn - það er Sigurður Tyrfingsson sem er fasteignasali og húsasmíðameistari. Heimilt er að víkja frá kröfu um jafna skipan kynjanna ef málefnalegar ástæður liggja fyrir. Ef það eru sérfræðingar í viðkomandi málaflokki sem eru skipaðir, það væri næg ástæða? „Sem dæmi, sem dæmi,“ segir Marta Lilja. Inga Sæland húsnæðismálaráðherra gaf ekki kost á viðtali fyrir hádegisfréttir vegna málsins. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Inga hefði skipað fjóra karlmenn í stjórn HMS og að eina konan í stjórninni væri fulltrúi sveitarfélaganna. Það hefur verið leiðrétt. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Jafnréttismál Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um miðjan mars. Fyrri stjórn var skipt út á einu bretti og fimm nýir komu inn í staðin. Fjórir þeirra, þrír karlar og ein kona, hafa tengsl við Flokk fólksins. Sá fimmti er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og er skipaður af sambandinu. Starfsmenn Flokks fólksins varamenn Fram kemur í 28. grein jafnréttislaga að við skipun í stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli hlutfall kvenna og karla vera sem jafnast og ekki minna en 40 prósent. Nú eru 80 prósent stjórnarmanna HMS karlmenn. Ber þó að nefna að tveir varamenn, sem báðir eru starfsmenn þingflokks Flokks fólksins, eru konur. Jafnréttisstofa fer almennt yfir skipun stjórna einu sinni á ári og hefur ekki haft þetta mál til skoðunar. „En þegar það berast svona ábendingar þá vissulega óskum við eftir skýringum frá viðkomandi ráðherra og í þessu tilfelli munum við í kjölfar þessarar ábendingar óska eftir skýringum frá félagsmálaráðherra,“ segir Martha Lilja Olsen, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Heimilt að víkja frá kröfunni ef hlutlægar ástæður liggja fyrir Verkfræðingafélag Íslands hefur sent Ingu áskorun um að endurskoða skipan í stjórnina, þar sem enginn hafi sérfræðiþekkingu á því sviði. Aðeins einn stjórnarmanna hefur tengingu við byggingariðnaðinn - það er Sigurður Tyrfingsson sem er fasteignasali og húsasmíðameistari. Heimilt er að víkja frá kröfu um jafna skipan kynjanna ef málefnalegar ástæður liggja fyrir. Ef það eru sérfræðingar í viðkomandi málaflokki sem eru skipaðir, það væri næg ástæða? „Sem dæmi, sem dæmi,“ segir Marta Lilja. Inga Sæland húsnæðismálaráðherra gaf ekki kost á viðtali fyrir hádegisfréttir vegna málsins. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Inga hefði skipað fjóra karlmenn í stjórn HMS og að eina konan í stjórninni væri fulltrúi sveitarfélaganna. Það hefur verið leiðrétt.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Jafnréttismál Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira