Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. apríl 2025 12:30 Inga Sæland skipaði fjóra flokksmenn í stjórn HMS. Vísir/Hjalti Jafnréttisstofa mun óska eftir útskýringum hjá félags- og húsnæðismálaráðherra á skipun hennar í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Áttatíu prósent stjórnarmanna eru karlmenn. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um miðjan mars. Fyrri stjórn var skipt út á einu bretti og fimm nýir komu inn í staðin. Fjórir þeirra, þrír karlar og ein kona, hafa tengsl við Flokk fólksins. Sá fimmti er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og er skipaður af sambandinu. Starfsmenn Flokks fólksins varamenn Fram kemur í 28. grein jafnréttislaga að við skipun í stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli hlutfall kvenna og karla vera sem jafnast og ekki minna en 40 prósent. Nú eru 80 prósent stjórnarmanna HMS karlmenn. Ber þó að nefna að tveir varamenn, sem báðir eru starfsmenn þingflokks Flokks fólksins, eru konur. Jafnréttisstofa fer almennt yfir skipun stjórna einu sinni á ári og hefur ekki haft þetta mál til skoðunar. „En þegar það berast svona ábendingar þá vissulega óskum við eftir skýringum frá viðkomandi ráðherra og í þessu tilfelli munum við í kjölfar þessarar ábendingar óska eftir skýringum frá félagsmálaráðherra,“ segir Martha Lilja Olsen, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Heimilt að víkja frá kröfunni ef hlutlægar ástæður liggja fyrir Verkfræðingafélag Íslands hefur sent Ingu áskorun um að endurskoða skipan í stjórnina, þar sem enginn hafi sérfræðiþekkingu á því sviði. Aðeins einn stjórnarmanna hefur tengingu við byggingariðnaðinn - það er Sigurður Tyrfingsson sem er fasteignasali og húsasmíðameistari. Heimilt er að víkja frá kröfu um jafna skipan kynjanna ef málefnalegar ástæður liggja fyrir. Ef það eru sérfræðingar í viðkomandi málaflokki sem eru skipaðir, það væri næg ástæða? „Sem dæmi, sem dæmi,“ segir Marta Lilja. Inga Sæland húsnæðismálaráðherra gaf ekki kost á viðtali fyrir hádegisfréttir vegna málsins. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Inga hefði skipað fjóra karlmenn í stjórn HMS og að eina konan í stjórninni væri fulltrúi sveitarfélaganna. Það hefur verið leiðrétt. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Jafnréttismál Húsnæðismál Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um miðjan mars. Fyrri stjórn var skipt út á einu bretti og fimm nýir komu inn í staðin. Fjórir þeirra, þrír karlar og ein kona, hafa tengsl við Flokk fólksins. Sá fimmti er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og er skipaður af sambandinu. Starfsmenn Flokks fólksins varamenn Fram kemur í 28. grein jafnréttislaga að við skipun í stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli hlutfall kvenna og karla vera sem jafnast og ekki minna en 40 prósent. Nú eru 80 prósent stjórnarmanna HMS karlmenn. Ber þó að nefna að tveir varamenn, sem báðir eru starfsmenn þingflokks Flokks fólksins, eru konur. Jafnréttisstofa fer almennt yfir skipun stjórna einu sinni á ári og hefur ekki haft þetta mál til skoðunar. „En þegar það berast svona ábendingar þá vissulega óskum við eftir skýringum frá viðkomandi ráðherra og í þessu tilfelli munum við í kjölfar þessarar ábendingar óska eftir skýringum frá félagsmálaráðherra,“ segir Martha Lilja Olsen, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Heimilt að víkja frá kröfunni ef hlutlægar ástæður liggja fyrir Verkfræðingafélag Íslands hefur sent Ingu áskorun um að endurskoða skipan í stjórnina, þar sem enginn hafi sérfræðiþekkingu á því sviði. Aðeins einn stjórnarmanna hefur tengingu við byggingariðnaðinn - það er Sigurður Tyrfingsson sem er fasteignasali og húsasmíðameistari. Heimilt er að víkja frá kröfu um jafna skipan kynjanna ef málefnalegar ástæður liggja fyrir. Ef það eru sérfræðingar í viðkomandi málaflokki sem eru skipaðir, það væri næg ástæða? „Sem dæmi, sem dæmi,“ segir Marta Lilja. Inga Sæland húsnæðismálaráðherra gaf ekki kost á viðtali fyrir hádegisfréttir vegna málsins. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Inga hefði skipað fjóra karlmenn í stjórn HMS og að eina konan í stjórninni væri fulltrúi sveitarfélaganna. Það hefur verið leiðrétt.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Jafnréttismál Húsnæðismál Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira