Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar 30. apríl 2025 10:02 Góðan daginn, blessuðu lesendur! Vitið þið af hverju ég elska þjóðfræði? Hún er vel til þess fallin til að skoða hópa mjög náið. Í staðinn fyrir tölfræði og spurningakannanir, þá eru þjóðfræðingar frekar oft í því að tala við fólkið beint og fá þessa djúsí, persónubundna bita sem einungis er hægt að fá úr nánu samtali. Satt að segja eru djúpviðtöl mjög skemmtileg leið til að læra um hópa og einstaklingana sem eru tilheyra honum. Þegar ég lærði um tilvist íslenskra furries, þá vissi ég að ég þyrfti að rannsaka þann hóp nánar. Ég var nógu heppin að fá að taka viðtal við nokkra einstaklinga sem eru meðlimir þessa samfélags. Við töluðum um lífið og veginn, um „fursónur“ og tengsl einstaklingana við þær og einnig töluðum við um „fursuits“ – sem eru dýrabúningar og kannski það fyrsta sem fólk hugsar um þegar það heyrir orðið „furries“. Það sem ég fann út er að þetta er bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál. Það er mikilvægt að auka þekkingu á hópnum og þess vegna langar mig að kynna ykkur aðeins fyrir honum. En hvað er ‚furry‘ eiginlega? Mikill hluti af furry-fólki eru listamenn, rithöfundar, tölvuleikja- og hlutverkaleikjaspilarar. Það sem einkennir „furry“-hópinn mest er manngerving dýra, og að taka að sér hlutverk dýrslegrar persónu, eða „fursónu“, en nafnið er dregið af orðunum ‚furry‘ og ‚persóna‘. Getur þetta komið fram í list, hlutverkaleikjum og annars konar performans. Margir af meðlimum furry samfélagsins búa til, eða fái einhvern annan til þess að búa til, búning í mynd fursónu sinnar (Roberts, 2022). En hvað er fursóna? Margar ástæður geta legið að baki þess að fólk bregður sér í gervi fursónu. Stór hluti þeirra sem finna sig í furry-samfélaginu er fólk sem hefur upplifað sig utangarðs. Þetta getur verið hinsegin fólk og jafnvel skynsegin fólk. Það að geta tekið að sér hlutverk einhverrar annarrar persónu getur hjálpað mikið með að byggja upp sjálfstraust. Sérstaklega þegar þetta er persóna sem maður vill frekar vera (Icelandfurs, e.d.). Og af hverju ekki að lifa sig enn þá meira inn í hlutverkið með því að klæðast búning sem líkist fursónunni? Búningahönnunin Heilmikil vinna og efniviður fer í að sauma slíkan búning, eða „fursuit“ saman. Algengt er að nota frauðplast til að móta höfuðkúpuna og síðan límband til að búa til búkinn, en einnig er hægt að nota önnur efni, eins og trefjaplast. Eftir að formin hafa verið búin til er loðfeldurinn annaðhvort límdur eða saumaður á. Í gerð höfuðsins þarf einnig að gæta þess að augnholur séu til staðar. Það þýðir ekkert að labba um í blindni þótt sætur sé. Algengast er að augnholurnar séu þar sem augun á grímunni eru, eða í gegnum nasaholurnar. Ekki eiga allir furries sinn eigin búning. Margar ástæður liggja þar að baki. Það getur verið dýrt að búa svona búning til. Einnig er hann frekar plássfrekur. Margir grípa til þess ráðs að búa bara til hluta af svona búning, eins og bara höfuð og loppur (Wikifur, 2024) Búningurinn er örugglega eitt stærsta tákn furries. Þegar fólk er beðið um að ímynda sér hvernig furry einstaklingur lítur út þá er búningurinn yfirleitt það fyrsta sem dúkkar upp í kollinum á þeim. En ekki eiga allir furries svona búning, enda fer mikil vinna og peningur í hönnun og viðhald. Það er því ekki nauðsynlegt fyrir furries að eiga slíkan mun til að geta talist meðlimir hópsins. Það eina sem þarf er að hafa gaman af list þar sem mannleg dýr eru í fararbroddi. Þetta er skemmtilegur hópur, sem ég hvet öll sem hafa áhuga til að kynna sér! Höfundur er þjóðfræðinemi og listafrík. Heimildaskrá Iceland Furs, (e.d.) Hvað er „Furry?“ https://icelandfurs.is/hvad-er-furry/ Roberts, S.E., 2022, 7. nóvember. What are ‚furries?‘ Debunking myths about kids identifying as animals, and litter boxes in schools. Wikifur, (2024. 6. nóvember), Fursuit making https://en.wikifur.com/wiki/Fursuit_making Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Góðan daginn, blessuðu lesendur! Vitið þið af hverju ég elska þjóðfræði? Hún er vel til þess fallin til að skoða hópa mjög náið. Í staðinn fyrir tölfræði og spurningakannanir, þá eru þjóðfræðingar frekar oft í því að tala við fólkið beint og fá þessa djúsí, persónubundna bita sem einungis er hægt að fá úr nánu samtali. Satt að segja eru djúpviðtöl mjög skemmtileg leið til að læra um hópa og einstaklingana sem eru tilheyra honum. Þegar ég lærði um tilvist íslenskra furries, þá vissi ég að ég þyrfti að rannsaka þann hóp nánar. Ég var nógu heppin að fá að taka viðtal við nokkra einstaklinga sem eru meðlimir þessa samfélags. Við töluðum um lífið og veginn, um „fursónur“ og tengsl einstaklingana við þær og einnig töluðum við um „fursuits“ – sem eru dýrabúningar og kannski það fyrsta sem fólk hugsar um þegar það heyrir orðið „furries“. Það sem ég fann út er að þetta er bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál. Það er mikilvægt að auka þekkingu á hópnum og þess vegna langar mig að kynna ykkur aðeins fyrir honum. En hvað er ‚furry‘ eiginlega? Mikill hluti af furry-fólki eru listamenn, rithöfundar, tölvuleikja- og hlutverkaleikjaspilarar. Það sem einkennir „furry“-hópinn mest er manngerving dýra, og að taka að sér hlutverk dýrslegrar persónu, eða „fursónu“, en nafnið er dregið af orðunum ‚furry‘ og ‚persóna‘. Getur þetta komið fram í list, hlutverkaleikjum og annars konar performans. Margir af meðlimum furry samfélagsins búa til, eða fái einhvern annan til þess að búa til, búning í mynd fursónu sinnar (Roberts, 2022). En hvað er fursóna? Margar ástæður geta legið að baki þess að fólk bregður sér í gervi fursónu. Stór hluti þeirra sem finna sig í furry-samfélaginu er fólk sem hefur upplifað sig utangarðs. Þetta getur verið hinsegin fólk og jafnvel skynsegin fólk. Það að geta tekið að sér hlutverk einhverrar annarrar persónu getur hjálpað mikið með að byggja upp sjálfstraust. Sérstaklega þegar þetta er persóna sem maður vill frekar vera (Icelandfurs, e.d.). Og af hverju ekki að lifa sig enn þá meira inn í hlutverkið með því að klæðast búning sem líkist fursónunni? Búningahönnunin Heilmikil vinna og efniviður fer í að sauma slíkan búning, eða „fursuit“ saman. Algengt er að nota frauðplast til að móta höfuðkúpuna og síðan límband til að búa til búkinn, en einnig er hægt að nota önnur efni, eins og trefjaplast. Eftir að formin hafa verið búin til er loðfeldurinn annaðhvort límdur eða saumaður á. Í gerð höfuðsins þarf einnig að gæta þess að augnholur séu til staðar. Það þýðir ekkert að labba um í blindni þótt sætur sé. Algengast er að augnholurnar séu þar sem augun á grímunni eru, eða í gegnum nasaholurnar. Ekki eiga allir furries sinn eigin búning. Margar ástæður liggja þar að baki. Það getur verið dýrt að búa svona búning til. Einnig er hann frekar plássfrekur. Margir grípa til þess ráðs að búa bara til hluta af svona búning, eins og bara höfuð og loppur (Wikifur, 2024) Búningurinn er örugglega eitt stærsta tákn furries. Þegar fólk er beðið um að ímynda sér hvernig furry einstaklingur lítur út þá er búningurinn yfirleitt það fyrsta sem dúkkar upp í kollinum á þeim. En ekki eiga allir furries svona búning, enda fer mikil vinna og peningur í hönnun og viðhald. Það er því ekki nauðsynlegt fyrir furries að eiga slíkan mun til að geta talist meðlimir hópsins. Það eina sem þarf er að hafa gaman af list þar sem mannleg dýr eru í fararbroddi. Þetta er skemmtilegur hópur, sem ég hvet öll sem hafa áhuga til að kynna sér! Höfundur er þjóðfræðinemi og listafrík. Heimildaskrá Iceland Furs, (e.d.) Hvað er „Furry?“ https://icelandfurs.is/hvad-er-furry/ Roberts, S.E., 2022, 7. nóvember. What are ‚furries?‘ Debunking myths about kids identifying as animals, and litter boxes in schools. Wikifur, (2024. 6. nóvember), Fursuit making https://en.wikifur.com/wiki/Fursuit_making
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun