Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir og Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifa 29. apríl 2025 22:31 Fátt skiptir meira máli en börnin, líðan þeirra og þroski. Um þetta getum við flest verið hjartanlega sammála. Góður og hollur skólamatur kemur þar sannarlega við sögu á marvíslegan hátt, fyrir heilsu barna, líðan og líkamlegan og félagslegan þroska, en líka fyrir umhverfi og loftslag - og þar með þá framtíð sem bíður barnanna okkar. Það er því til mikils að vinna að vandað sé til verka þegar skólamaturinn er annars vegar. Síðastliðið haust voru teknar upp gjaldfrjálsar skólamáltíðir og hefur verið nokkur umræða í fjölmiðlum um ágæti þess fyrirkomulags, án þess þó að nokkur úttekt hafi enn sem komið er verið birt á framkvæmdinni. Það er þó brýnt að gera slíka athugun, bæði hvað varðar gæði og hollustu matarins, en líka til að kanna matarsóun og hversu góða lyst börnin hafi á matnum. Það gefur auga leið að matur sem fer í ruslið er hvorki hollur né umhverfisvænn. Það ætti að vera sjálfsögð krafa sveitarstjórna og ríkis, sem nú borga brúsann, að kanna hvernig þessum fjármunum er varið og koma upp reglulegri gæðastýringu á því stóra og mikilvæga verkefni sem skólamaturinn vissulega er. Hitt er annað mál, að lítil ástæða er til að ætla að maturinn sé eitthvað verri að gæðum núna en þegar foreldrar borguðu stærstan hluta máltíðanna. Samkvæmt okkar heimildum er nákvæmlega sömu upphæð varið í matinn nú og áður, það sem hefur breyst er hver borgar reikninginn. Nú borga sveitarfélögin um það bil helming kostnaðarins, og ríkið hinn helminginn. Áður sáu sveitarfélögin um þriðjung kostnaðarins og foreldrar tvo þriðju. Heildarupphæðin helst óbreytt, en fylgir vísitölu. Matur og matarframleiðsla, þessi grunnþörf okkar mannfólksins, hefur sannarlega víðtækari áhrif en aðeins fyrir heilsu okkar og líðan. Umhverfisáhrif matar eru umtalsverð og rekja má um þriðjung losunar af gróðurhúsalofttegundum til matar og matvælaframleiðslu. Það munar um minna. Sem betur fer er hægt að minnka þessi áhrif til muna, meðal annars með því að takmarka matarsóun og velja matvæli sem krefjast minni orku, lands og vatns við framleiðsluna. Nýjar ráðleggingar Embættis landlæknis um mataræði taka nú meira mið af umhverfisáhrifum en fyrri ráðleggingar. Breytingarnar eru svo sem ekki stórvægilegar, en felast að mestu í aukinni áherslu á grænmeti og ávexti, baunir og annað jurtakyns, þó án þess að útiloka kjöt eða mjólkurmat. Það getur verið áskorun að fá börn til að borða meira af grænmeti, svo ekki sé talað um baunir og linsur, hafi þau ekki vanist slíku heima hjá sér. En útsjónarsamt matreiðslufólk í skólum landsins hefur sýnt að slíkt er alls ekki óvinnandi vegur auk þess sem rannsóknir á mótun heilsuhegðunar styðja slíkt hið sama. Þann 13. maí er ætlunin að bera saman bækur út frá ýmsum sjónarhornum og læra hvert af öðru á málþingi um skólamatinn í samstarfi Aldins, félags eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá, og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þar verður aðalfyrirlesari finnskur prófessor í heimilis- og uppeldisfræðum, Paivi Palojoki, en Finnar hafa einmitt lengri og betri reynslu af gjaldfrjálsum skólamáltíðum en flestar aðrar þjóðir. Fjöldi innlendra fyrirlesara stíga þar einnig á stokk. Málþingið er öllum opið og haldið í Öskju, stofu N-132, kl 13-16.15. Laufey Steingrímsdóttir er prófessor emerita í næringarfræði og félagi í Aldin. Anna Sigríður Ólafsdóttir er prófessor í næringarfræði við Menntasvísindasvið Háskóla Ísland og Uppsala Háskóla í Svíþjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Fátt skiptir meira máli en börnin, líðan þeirra og þroski. Um þetta getum við flest verið hjartanlega sammála. Góður og hollur skólamatur kemur þar sannarlega við sögu á marvíslegan hátt, fyrir heilsu barna, líðan og líkamlegan og félagslegan þroska, en líka fyrir umhverfi og loftslag - og þar með þá framtíð sem bíður barnanna okkar. Það er því til mikils að vinna að vandað sé til verka þegar skólamaturinn er annars vegar. Síðastliðið haust voru teknar upp gjaldfrjálsar skólamáltíðir og hefur verið nokkur umræða í fjölmiðlum um ágæti þess fyrirkomulags, án þess þó að nokkur úttekt hafi enn sem komið er verið birt á framkvæmdinni. Það er þó brýnt að gera slíka athugun, bæði hvað varðar gæði og hollustu matarins, en líka til að kanna matarsóun og hversu góða lyst börnin hafi á matnum. Það gefur auga leið að matur sem fer í ruslið er hvorki hollur né umhverfisvænn. Það ætti að vera sjálfsögð krafa sveitarstjórna og ríkis, sem nú borga brúsann, að kanna hvernig þessum fjármunum er varið og koma upp reglulegri gæðastýringu á því stóra og mikilvæga verkefni sem skólamaturinn vissulega er. Hitt er annað mál, að lítil ástæða er til að ætla að maturinn sé eitthvað verri að gæðum núna en þegar foreldrar borguðu stærstan hluta máltíðanna. Samkvæmt okkar heimildum er nákvæmlega sömu upphæð varið í matinn nú og áður, það sem hefur breyst er hver borgar reikninginn. Nú borga sveitarfélögin um það bil helming kostnaðarins, og ríkið hinn helminginn. Áður sáu sveitarfélögin um þriðjung kostnaðarins og foreldrar tvo þriðju. Heildarupphæðin helst óbreytt, en fylgir vísitölu. Matur og matarframleiðsla, þessi grunnþörf okkar mannfólksins, hefur sannarlega víðtækari áhrif en aðeins fyrir heilsu okkar og líðan. Umhverfisáhrif matar eru umtalsverð og rekja má um þriðjung losunar af gróðurhúsalofttegundum til matar og matvælaframleiðslu. Það munar um minna. Sem betur fer er hægt að minnka þessi áhrif til muna, meðal annars með því að takmarka matarsóun og velja matvæli sem krefjast minni orku, lands og vatns við framleiðsluna. Nýjar ráðleggingar Embættis landlæknis um mataræði taka nú meira mið af umhverfisáhrifum en fyrri ráðleggingar. Breytingarnar eru svo sem ekki stórvægilegar, en felast að mestu í aukinni áherslu á grænmeti og ávexti, baunir og annað jurtakyns, þó án þess að útiloka kjöt eða mjólkurmat. Það getur verið áskorun að fá börn til að borða meira af grænmeti, svo ekki sé talað um baunir og linsur, hafi þau ekki vanist slíku heima hjá sér. En útsjónarsamt matreiðslufólk í skólum landsins hefur sýnt að slíkt er alls ekki óvinnandi vegur auk þess sem rannsóknir á mótun heilsuhegðunar styðja slíkt hið sama. Þann 13. maí er ætlunin að bera saman bækur út frá ýmsum sjónarhornum og læra hvert af öðru á málþingi um skólamatinn í samstarfi Aldins, félags eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá, og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þar verður aðalfyrirlesari finnskur prófessor í heimilis- og uppeldisfræðum, Paivi Palojoki, en Finnar hafa einmitt lengri og betri reynslu af gjaldfrjálsum skólamáltíðum en flestar aðrar þjóðir. Fjöldi innlendra fyrirlesara stíga þar einnig á stokk. Málþingið er öllum opið og haldið í Öskju, stofu N-132, kl 13-16.15. Laufey Steingrímsdóttir er prófessor emerita í næringarfræði og félagi í Aldin. Anna Sigríður Ólafsdóttir er prófessor í næringarfræði við Menntasvísindasvið Háskóla Ísland og Uppsala Háskóla í Svíþjóð.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun