Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2025 08:00 Ágúst Bjarni Garðarsson er ekki sáttur með stöðu mála hjá HSÍ. fh Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður handknattleiksdeildar FH, fer hörðum orðum um HSÍ í færslu á Facebook. Hann segir að HSÍ þurfi á naflaskoðun á öllum sviðum að halda, enginn metnaður sé til að gera betur hjá sambandinu og fjármálin séu í rúst. Karlalið FH féll úr leik í undanúrslitum Olís-deildarinnar eftir tap fyrir Fram, 34-33, í tvíframlengdum fjórða leik liðanna á sunnudaginn. Framarar unnu einvígið, 3-1. Í færslu á Facebook byrjar Ágúst, sem tók við formennsku í handknattleiksdeild FH af Ásgeiri Jónssyni í vetur, á því að hrósa sínum mönnum í FH fyrir frammistöðuna og óska Fram til hamingju með að vera komið í úrslit. Svo beinir hann orðum sínum að HSÍ og fer engum silkihönskum um sambandið. Ekki eitt, heldur allt Ágúst segir að eftir að hann varð formaður handknattleiksdeildar FH hafi augu hans opnast fyrir ýmsum þáttum í handboltaheiminum sem hann hafi áður ekkert hugsað um dags dagslega. Og hann telur breytinga þörf. HSÍ þarf mjög nauðsynlega á naflaskoðun að halda á öllum sviðum. Það er í raun og veru ekkert eitt, það er allt. Markaðs- og kynningarstarf er í skötulíki. Það er enginn metnaður til að gera betur og fjármálin eru fyrir neðan allar hellur. Þetta segir Ágúst í færslu sinni en fjárhagsstaða HSÍ hefur verið heldur bágborin síðustu misseri. Undanfarin tvö ár hefur HSÍ tapað samtals 130 milljónum króna. Í samtali við íþróttadeild sagði Jón Halldórsson, nýkjörinn formaður HSÍ, að laga þurfi hallarekstur sambandsins. „Þetta er risastórt mál fyrir okkur sem handknattleikssamband og ekkert bara okkar mál. Það vantar fjármuni inn í hreyfinguna á Íslandi. Þetta er miklu stærra heldur en bara handknattleikssambandið. Að sjálfsögðu er það bara hlutverk mitt og nýrrar stjórnar að vinna út úr fjárhag sambandsins,“ sagði Jón meðal annars. Þarf að hreinsa all verulega til Í færslu sinni segir Ágúst einnig að smáborgarabragur sé við lýði í dómaramálum og í öllum samskiptum við dómara og eftirlitsmenn. Hagsmunaárekstrar á mörgum sviðum séu tíðir og innviðir séu ótraustir. „Verkefni nýrrar forystu er ærið. En þarna þarf að hreinsa all verulega til og hugsa hlutina upp á nýtt,“ skrifar Ágúst en færslu hans má sjá hér fyrir neðan. Olís-deild karla FH HSÍ Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Sjá meira
Karlalið FH féll úr leik í undanúrslitum Olís-deildarinnar eftir tap fyrir Fram, 34-33, í tvíframlengdum fjórða leik liðanna á sunnudaginn. Framarar unnu einvígið, 3-1. Í færslu á Facebook byrjar Ágúst, sem tók við formennsku í handknattleiksdeild FH af Ásgeiri Jónssyni í vetur, á því að hrósa sínum mönnum í FH fyrir frammistöðuna og óska Fram til hamingju með að vera komið í úrslit. Svo beinir hann orðum sínum að HSÍ og fer engum silkihönskum um sambandið. Ekki eitt, heldur allt Ágúst segir að eftir að hann varð formaður handknattleiksdeildar FH hafi augu hans opnast fyrir ýmsum þáttum í handboltaheiminum sem hann hafi áður ekkert hugsað um dags dagslega. Og hann telur breytinga þörf. HSÍ þarf mjög nauðsynlega á naflaskoðun að halda á öllum sviðum. Það er í raun og veru ekkert eitt, það er allt. Markaðs- og kynningarstarf er í skötulíki. Það er enginn metnaður til að gera betur og fjármálin eru fyrir neðan allar hellur. Þetta segir Ágúst í færslu sinni en fjárhagsstaða HSÍ hefur verið heldur bágborin síðustu misseri. Undanfarin tvö ár hefur HSÍ tapað samtals 130 milljónum króna. Í samtali við íþróttadeild sagði Jón Halldórsson, nýkjörinn formaður HSÍ, að laga þurfi hallarekstur sambandsins. „Þetta er risastórt mál fyrir okkur sem handknattleikssamband og ekkert bara okkar mál. Það vantar fjármuni inn í hreyfinguna á Íslandi. Þetta er miklu stærra heldur en bara handknattleikssambandið. Að sjálfsögðu er það bara hlutverk mitt og nýrrar stjórnar að vinna út úr fjárhag sambandsins,“ sagði Jón meðal annars. Þarf að hreinsa all verulega til Í færslu sinni segir Ágúst einnig að smáborgarabragur sé við lýði í dómaramálum og í öllum samskiptum við dómara og eftirlitsmenn. Hagsmunaárekstrar á mörgum sviðum séu tíðir og innviðir séu ótraustir. „Verkefni nýrrar forystu er ærið. En þarna þarf að hreinsa all verulega til og hugsa hlutina upp á nýtt,“ skrifar Ágúst en færslu hans má sjá hér fyrir neðan.
Olís-deild karla FH HSÍ Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Sjá meira