Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2025 08:00 Ágúst Bjarni Garðarsson er ekki sáttur með stöðu mála hjá HSÍ. fh Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður handknattleiksdeildar FH, fer hörðum orðum um HSÍ í færslu á Facebook. Hann segir að HSÍ þurfi á naflaskoðun á öllum sviðum að halda, enginn metnaður sé til að gera betur hjá sambandinu og fjármálin séu í rúst. Karlalið FH féll úr leik í undanúrslitum Olís-deildarinnar eftir tap fyrir Fram, 34-33, í tvíframlengdum fjórða leik liðanna á sunnudaginn. Framarar unnu einvígið, 3-1. Í færslu á Facebook byrjar Ágúst, sem tók við formennsku í handknattleiksdeild FH af Ásgeiri Jónssyni í vetur, á því að hrósa sínum mönnum í FH fyrir frammistöðuna og óska Fram til hamingju með að vera komið í úrslit. Svo beinir hann orðum sínum að HSÍ og fer engum silkihönskum um sambandið. Ekki eitt, heldur allt Ágúst segir að eftir að hann varð formaður handknattleiksdeildar FH hafi augu hans opnast fyrir ýmsum þáttum í handboltaheiminum sem hann hafi áður ekkert hugsað um dags dagslega. Og hann telur breytinga þörf. HSÍ þarf mjög nauðsynlega á naflaskoðun að halda á öllum sviðum. Það er í raun og veru ekkert eitt, það er allt. Markaðs- og kynningarstarf er í skötulíki. Það er enginn metnaður til að gera betur og fjármálin eru fyrir neðan allar hellur. Þetta segir Ágúst í færslu sinni en fjárhagsstaða HSÍ hefur verið heldur bágborin síðustu misseri. Undanfarin tvö ár hefur HSÍ tapað samtals 130 milljónum króna. Í samtali við íþróttadeild sagði Jón Halldórsson, nýkjörinn formaður HSÍ, að laga þurfi hallarekstur sambandsins. „Þetta er risastórt mál fyrir okkur sem handknattleikssamband og ekkert bara okkar mál. Það vantar fjármuni inn í hreyfinguna á Íslandi. Þetta er miklu stærra heldur en bara handknattleikssambandið. Að sjálfsögðu er það bara hlutverk mitt og nýrrar stjórnar að vinna út úr fjárhag sambandsins,“ sagði Jón meðal annars. Þarf að hreinsa all verulega til Í færslu sinni segir Ágúst einnig að smáborgarabragur sé við lýði í dómaramálum og í öllum samskiptum við dómara og eftirlitsmenn. Hagsmunaárekstrar á mörgum sviðum séu tíðir og innviðir séu ótraustir. „Verkefni nýrrar forystu er ærið. En þarna þarf að hreinsa all verulega til og hugsa hlutina upp á nýtt,“ skrifar Ágúst en færslu hans má sjá hér fyrir neðan. Olís-deild karla FH HSÍ Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Karlalið FH féll úr leik í undanúrslitum Olís-deildarinnar eftir tap fyrir Fram, 34-33, í tvíframlengdum fjórða leik liðanna á sunnudaginn. Framarar unnu einvígið, 3-1. Í færslu á Facebook byrjar Ágúst, sem tók við formennsku í handknattleiksdeild FH af Ásgeiri Jónssyni í vetur, á því að hrósa sínum mönnum í FH fyrir frammistöðuna og óska Fram til hamingju með að vera komið í úrslit. Svo beinir hann orðum sínum að HSÍ og fer engum silkihönskum um sambandið. Ekki eitt, heldur allt Ágúst segir að eftir að hann varð formaður handknattleiksdeildar FH hafi augu hans opnast fyrir ýmsum þáttum í handboltaheiminum sem hann hafi áður ekkert hugsað um dags dagslega. Og hann telur breytinga þörf. HSÍ þarf mjög nauðsynlega á naflaskoðun að halda á öllum sviðum. Það er í raun og veru ekkert eitt, það er allt. Markaðs- og kynningarstarf er í skötulíki. Það er enginn metnaður til að gera betur og fjármálin eru fyrir neðan allar hellur. Þetta segir Ágúst í færslu sinni en fjárhagsstaða HSÍ hefur verið heldur bágborin síðustu misseri. Undanfarin tvö ár hefur HSÍ tapað samtals 130 milljónum króna. Í samtali við íþróttadeild sagði Jón Halldórsson, nýkjörinn formaður HSÍ, að laga þurfi hallarekstur sambandsins. „Þetta er risastórt mál fyrir okkur sem handknattleikssamband og ekkert bara okkar mál. Það vantar fjármuni inn í hreyfinguna á Íslandi. Þetta er miklu stærra heldur en bara handknattleikssambandið. Að sjálfsögðu er það bara hlutverk mitt og nýrrar stjórnar að vinna út úr fjárhag sambandsins,“ sagði Jón meðal annars. Þarf að hreinsa all verulega til Í færslu sinni segir Ágúst einnig að smáborgarabragur sé við lýði í dómaramálum og í öllum samskiptum við dómara og eftirlitsmenn. Hagsmunaárekstrar á mörgum sviðum séu tíðir og innviðir séu ótraustir. „Verkefni nýrrar forystu er ærið. En þarna þarf að hreinsa all verulega til og hugsa hlutina upp á nýtt,“ skrifar Ágúst en færslu hans má sjá hér fyrir neðan.
Olís-deild karla FH HSÍ Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti