Körfubolti

Þing­legur stuðningur við Tinda­stól fyrir kvöldið

Sindri Sverrisson skrifar
Stefán Vagn Stefánsson var í Tindastólstreyju á Alþingi í dag.
Stefán Vagn Stefánsson var í Tindastólstreyju á Alþingi í dag. Skjáskot/Alþingi

Tindastóll á stuðningsmenn víða og þar á meðal á hinu háa Alþingi þar sem Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks, flutti ræður í Tindastólstreyju í tilefni dagsins.

Stólarnir eiga í hörkueinvígi við Álftanes í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta og er staðan í einvíginu jöfn, 1-1.

Þriðji leikur er á Sauðárkróki í kvöld en þar fögnuðu heimamenn afar öruggum sigri í fyrsta leik áður en Álftnesingar svöruðu fyrir sig í hörkuleik.

Stefán Vagn missir eflaust ekki af slagnum í kvöld, sem hefst klukkan 19:15, en ræður hans í Tindastólstreyjunni höfðu þó lítið með leikinn að gera eða íþróttir yfirleitt. Þær voru nefnilega í sérstakri umræðu um fjárfestingarstefnu lífeyrissjóðanna.

Stefán Vagn, sem er 53 ára gamall, lék sjálfur bæði fótbolta og körfubolta með Tindastóli á sínum yngri árum en einbeitti sér svo meira að fótboltanum og varði til að mynda mark Tindastóls í næstefstu deild.

Vinna þarf þrjá leiki í undanúrslitunum til að komast í úrslitaeinvígið og því ljóst að eftir leikinn í kvöld munu Tindastóll og Álftanes mætast í að minnsta kosti einum leik til viðbótar, á Álftanesi á laugardagskvöld, og svo mögulega í oddaleik á Króknum næsta mánudag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×