Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar 29. apríl 2025 11:33 Meginmarkmið með gerð orkuspáa er að meta orku- og aflþörf samfélagsins, til næstu ára og áratuga, sem getur síðan nýst við ákvörðunartöku um byggingu og tímasetningu nýrra orkuvera og innviða tengdum þeim. Með því að tímasetja byggingu virkjana rétt fæst betri og skynsamlegri nýting fjármuna. Bygging virkjana krefst mikils stofnkostnaðar á meðan tekjur af orkusölu dreifast yfir líftíma virkjana. Í þessari grein verður varpað ljósi á gerð orkuspáa. Saga orkuspáa Saga orkuspáa spannar næstum 50 ár. Jakob Björnsson, orkumálastjóri frá 1973-1996, hafði forgöngu um stofnun og starf Orkuspárnefndar Orkustofnunar. Nefndin gaf út sína fyrstu raforkuspá árið 1977. Árið 1985 kom út „tímamóta raforkuspá“ en hún byggði á nýrri aðferðafræði sem Jón Vilhjálmsson og Orkuspárnefnd lögðu grunninn að. Í stuttu máli byggir þessi aðferðafræði á að greina raforkunotkun eftir einstökum þáttum samfélagsins og tengja hana við hagstærðir. Þessi aðferðafræði hefur reynst vel. Jafnframt var farið í það að safna upplýsingum um raforkumarkaðinn og stuðlað að söfnun gagna um raforkuvinnslu og raforkunotkun meðal annars eftir starfsemi (notkunarflokkum). Raforkuspár hafa verið gefnar út á fimm ára fresti það sem af er þessari öld (2005, 2010, 2015 og 2020). Árlega þess á milli hafa verið gefnar út endurreiknaðar raforkuspár. Einnig hafa verið gefnar út Eldsneytisspár (1980, 1988, 1995, 2001, 2016 og 2021), Jarðvarmaspá (1987, 2003 og 2022) og þá var sérstök húshitunarspá gefin út 1986. Grunnur þessara spáa hafa verið sameiginlegar forsendur sem eru gefnar út í ritinu Almennar forsendur orkuspáa. Landsnet hefur unnið sínar eigin raforkuspá, sú fyrsta kom út 2023 og önnur í fyrra. Einstök veitufyrirtæki og vinnslufyrirtæki hafa einnig unnið sínar spár, en hafa ekki birt þær opinberlega. Samvinna hagsmunaaðila, bæði innan og utan orkugeirans, við gerð orkuspáa eins og var stofnað til í upphafi hefur horfið á síðustu árum og í staðinn eru fleiri spár komnar fram með mismunandi niðurstöðum og sýn á framtíðina og raforkuþörf samfélagsins. Markaðir Það má skipta raforkunotkun á Íslandi í tvennt, annars vegar í stórnotendur og hins vegar í almenna notkun sem er notkun heimila og annarra fyrirtækja en stórnotenda. Gróf skipting á milli þessara markaða er að stórnotendur eru með 80% af raforkunotkun (ca. 16 TWst) og almennur markaður með um 20% (ca. 4 TWst). Í raforkuspám Raforkuhóps Orkuspárnefndar hefur raforkuþörf stórnotenda verið metin út frá gerðum samningum stórnotenda við vinnslufyrirtæki. Þessir stærstu stórnotendur eru hver um sig að nota raforku sem er áþekk allri almennri notkun. Það er því ekki gerlegt að spá fyrir um slíka samninga út frá almennum forsendum um þróun atvinnulífs fyrr en komið er að samningum og fyrir liggur ákvörðun um orkuöflun vegna þeirra, oftast með aðkomu stjórnvalda. Aftur á móti er spá um raforkunotkun almenns markaðar byggð á greiningum og hafa þær spár staðist mjög vel. Stórnotandi er skilgreindur í raforkulögum af Alþingi sem notandi sem notar a.m.k. 80 GWst af orku á ári á sama stað. Þessi skilgreining var áður 13 MW og 8.000 stunda nýtingartími, sem jafngildir um 104 GWst á ári, en var breytt m.a. til að liðka til fyrir gagnaverum. Munur á stórnotenda og stórum notenda er að minnka og kallar á endurskoðun skilgreiningar á hvað telst til „stórnotanda“ og eins hvernig spáð er fyrir um notkun þessara minni stórnotenda. Lykilþættir Í raforkuspá vegna raforkunotkunar almenns markaðar eru nokkrir þættir sem skipta mestu máli, það eru mannfjöldi, hagvöxtur, hvort raforka sé að taka við af öðrum orkugjöfum og bætt orkunýtni. Aðrir þættir sem skipta máli eru umfang atvinnustarfsemi í þjónustu, iðnaði, veitustarfsemi og landbúnaði. Hér má m.a. nefna fiskafla og þar undir er uppsjávarafli, fjöldi ferðamanna, lýsing í gróðurhúsum o. fl. Raforkunotkun heimila hefur verið metin út frá raungögnum, fólksfjöldaspá, spá um íbúðaþróun og raforkunotkun vegna orkuskipta bifreiða. Orkuskipti skipa og í fluginu munu vera einn af lykilþáttum í raforkuspám eftir nokkur ár, hér er ákveðin áskorun í að meta bæði tækniframfarir, m.a. þátt gervigreindar og samfélagslega þróun. Hér eru atriðin m.a. fjöldi ferðamanna til og frá Íslandi, hvort rafeldsneyti verði framleitt hér á landi og hraði umbreytinga tengt orkuskiptum samgangna. Nýtt upphaf Umhverfis- og orkustofnun hóf starfsemi sína í byrjun árs 2025. Hún er stofnuð á grunni Orkustofnunar og Umhverfisstofnunar og verður eitt af verkefnum hennar að vinna orkuspár. Samvinna hagsmunaaðila skiptir öllu máli til að auka gæði og áreiðanleika orkuspáa. Fróðlegt verður að sjá áherslur Umhverfis- og orkustofnunar í gerð orkuspáa. Málþing um orkuspár Á málþingi EFLU, Orkuspár sem vísa veginn, sem haldið verður mánudaginn 5. maí verður kastljósinu beint að orkuspám, tilgangi þeirra og hvernig standa á að gerð þeirra til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Málþingið er haldið til heiðurs Jóns Vilhjálmssonar, sem hefði orðið 70 ára þennan dag. Jón var frumkvöðull í gerð orkuspáa og vann hann við gerð þeirra yfir fjóra áratugi. Hann koma einnig að vinnu START hópsins, Starfshóps um rekstrartruflanir (sjá nánar www.truflun.is) og lagði grunninn að gerð Raforkuverðsskýrslu EFLU ef fátt eitt er nefnt. Jón var brautryðjandi á marga vegu og í starfi sínu tengdi hann saman þekkingu verkfræðinnar og hagfræðinnar. Málþingið er öllum opið og fer skráning fram á vefsíðu EFLU, www.efla.is Höfundur er rafmagnstæknifræðingur starfar hjá EFLU í teymi Orkumálaráðgjafar og endurnýjanlegrar orku og hefur unnið að gerð orkuspáa á árunum 2002 - 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Meginmarkmið með gerð orkuspáa er að meta orku- og aflþörf samfélagsins, til næstu ára og áratuga, sem getur síðan nýst við ákvörðunartöku um byggingu og tímasetningu nýrra orkuvera og innviða tengdum þeim. Með því að tímasetja byggingu virkjana rétt fæst betri og skynsamlegri nýting fjármuna. Bygging virkjana krefst mikils stofnkostnaðar á meðan tekjur af orkusölu dreifast yfir líftíma virkjana. Í þessari grein verður varpað ljósi á gerð orkuspáa. Saga orkuspáa Saga orkuspáa spannar næstum 50 ár. Jakob Björnsson, orkumálastjóri frá 1973-1996, hafði forgöngu um stofnun og starf Orkuspárnefndar Orkustofnunar. Nefndin gaf út sína fyrstu raforkuspá árið 1977. Árið 1985 kom út „tímamóta raforkuspá“ en hún byggði á nýrri aðferðafræði sem Jón Vilhjálmsson og Orkuspárnefnd lögðu grunninn að. Í stuttu máli byggir þessi aðferðafræði á að greina raforkunotkun eftir einstökum þáttum samfélagsins og tengja hana við hagstærðir. Þessi aðferðafræði hefur reynst vel. Jafnframt var farið í það að safna upplýsingum um raforkumarkaðinn og stuðlað að söfnun gagna um raforkuvinnslu og raforkunotkun meðal annars eftir starfsemi (notkunarflokkum). Raforkuspár hafa verið gefnar út á fimm ára fresti það sem af er þessari öld (2005, 2010, 2015 og 2020). Árlega þess á milli hafa verið gefnar út endurreiknaðar raforkuspár. Einnig hafa verið gefnar út Eldsneytisspár (1980, 1988, 1995, 2001, 2016 og 2021), Jarðvarmaspá (1987, 2003 og 2022) og þá var sérstök húshitunarspá gefin út 1986. Grunnur þessara spáa hafa verið sameiginlegar forsendur sem eru gefnar út í ritinu Almennar forsendur orkuspáa. Landsnet hefur unnið sínar eigin raforkuspá, sú fyrsta kom út 2023 og önnur í fyrra. Einstök veitufyrirtæki og vinnslufyrirtæki hafa einnig unnið sínar spár, en hafa ekki birt þær opinberlega. Samvinna hagsmunaaðila, bæði innan og utan orkugeirans, við gerð orkuspáa eins og var stofnað til í upphafi hefur horfið á síðustu árum og í staðinn eru fleiri spár komnar fram með mismunandi niðurstöðum og sýn á framtíðina og raforkuþörf samfélagsins. Markaðir Það má skipta raforkunotkun á Íslandi í tvennt, annars vegar í stórnotendur og hins vegar í almenna notkun sem er notkun heimila og annarra fyrirtækja en stórnotenda. Gróf skipting á milli þessara markaða er að stórnotendur eru með 80% af raforkunotkun (ca. 16 TWst) og almennur markaður með um 20% (ca. 4 TWst). Í raforkuspám Raforkuhóps Orkuspárnefndar hefur raforkuþörf stórnotenda verið metin út frá gerðum samningum stórnotenda við vinnslufyrirtæki. Þessir stærstu stórnotendur eru hver um sig að nota raforku sem er áþekk allri almennri notkun. Það er því ekki gerlegt að spá fyrir um slíka samninga út frá almennum forsendum um þróun atvinnulífs fyrr en komið er að samningum og fyrir liggur ákvörðun um orkuöflun vegna þeirra, oftast með aðkomu stjórnvalda. Aftur á móti er spá um raforkunotkun almenns markaðar byggð á greiningum og hafa þær spár staðist mjög vel. Stórnotandi er skilgreindur í raforkulögum af Alþingi sem notandi sem notar a.m.k. 80 GWst af orku á ári á sama stað. Þessi skilgreining var áður 13 MW og 8.000 stunda nýtingartími, sem jafngildir um 104 GWst á ári, en var breytt m.a. til að liðka til fyrir gagnaverum. Munur á stórnotenda og stórum notenda er að minnka og kallar á endurskoðun skilgreiningar á hvað telst til „stórnotanda“ og eins hvernig spáð er fyrir um notkun þessara minni stórnotenda. Lykilþættir Í raforkuspá vegna raforkunotkunar almenns markaðar eru nokkrir þættir sem skipta mestu máli, það eru mannfjöldi, hagvöxtur, hvort raforka sé að taka við af öðrum orkugjöfum og bætt orkunýtni. Aðrir þættir sem skipta máli eru umfang atvinnustarfsemi í þjónustu, iðnaði, veitustarfsemi og landbúnaði. Hér má m.a. nefna fiskafla og þar undir er uppsjávarafli, fjöldi ferðamanna, lýsing í gróðurhúsum o. fl. Raforkunotkun heimila hefur verið metin út frá raungögnum, fólksfjöldaspá, spá um íbúðaþróun og raforkunotkun vegna orkuskipta bifreiða. Orkuskipti skipa og í fluginu munu vera einn af lykilþáttum í raforkuspám eftir nokkur ár, hér er ákveðin áskorun í að meta bæði tækniframfarir, m.a. þátt gervigreindar og samfélagslega þróun. Hér eru atriðin m.a. fjöldi ferðamanna til og frá Íslandi, hvort rafeldsneyti verði framleitt hér á landi og hraði umbreytinga tengt orkuskiptum samgangna. Nýtt upphaf Umhverfis- og orkustofnun hóf starfsemi sína í byrjun árs 2025. Hún er stofnuð á grunni Orkustofnunar og Umhverfisstofnunar og verður eitt af verkefnum hennar að vinna orkuspár. Samvinna hagsmunaaðila skiptir öllu máli til að auka gæði og áreiðanleika orkuspáa. Fróðlegt verður að sjá áherslur Umhverfis- og orkustofnunar í gerð orkuspáa. Málþing um orkuspár Á málþingi EFLU, Orkuspár sem vísa veginn, sem haldið verður mánudaginn 5. maí verður kastljósinu beint að orkuspám, tilgangi þeirra og hvernig standa á að gerð þeirra til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Málþingið er haldið til heiðurs Jóns Vilhjálmssonar, sem hefði orðið 70 ára þennan dag. Jón var frumkvöðull í gerð orkuspáa og vann hann við gerð þeirra yfir fjóra áratugi. Hann koma einnig að vinnu START hópsins, Starfshóps um rekstrartruflanir (sjá nánar www.truflun.is) og lagði grunninn að gerð Raforkuverðsskýrslu EFLU ef fátt eitt er nefnt. Jón var brautryðjandi á marga vegu og í starfi sínu tengdi hann saman þekkingu verkfræðinnar og hagfræðinnar. Málþingið er öllum opið og fer skráning fram á vefsíðu EFLU, www.efla.is Höfundur er rafmagnstæknifræðingur starfar hjá EFLU í teymi Orkumálaráðgjafar og endurnýjanlegrar orku og hefur unnið að gerð orkuspáa á árunum 2002 - 2022.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun