„Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 28. apríl 2025 21:50 Árni Bragi vill fylla Hlíðarenda. Vísir/Jón Gautur „Þetta eru bara tvö hörku lið, annað og fjórða sætið í deildinni og bara fiffty-fiffty leikir og við vitum að vera á heimavelli er alltaf auka fimm prósent. Það er búið að duga í fjögur skipti en núna þurfum við bara að ná að stela einum á útivelli,“ sagði Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, eftir sigur gegn Val. Úrslitin þýða að fram undan er oddaleikur á föstudaginn um sæti í úrslitaeinvíginu við Fram. Afturelding var með yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og sigldi sigrinum heim að lokum, þó Valsmenn náðu áhlaupi undir lok leiks. Lokatölur 29-26. Árni Bragi segir Val vera erfiðan andstæðing. „Þeir eru bara sjúklega vel drillaðir og trúa á það sem þeir eru að gera. Við náðum að stoppa ákveðna hluti í góðan tíma, svo eiga þeir ákveðin kerfi sem þeir fara þarna í sem við eigum erfiðara með og þeir eru svolítið að geyma þau þar til seint í leiknum, skiljanlega, menn orðnir þreyttir og annað. Við þurfum aðeins að laga þetta, að enda sóknirnar með skoti og keyra í vörn því okkur finnst okkur líða vel varnarlega. Þeir skora allavega tíu mörk í dag úr fyrstu til þriðju bylgju. Þegar við skilum okkur heim þá finnst mér við vera í góðum gír.“ Undir lok fyrri hálfleiksins kom 6-1 kafli hjá heimamönnum í kjölfar leikhlés hjá Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar, sem snéri leiknum Aftureldingu í vil og litu þeir ekki um öxl eftir það. Aðspurður hvað hafi verið farið yfir þar, þá hafði Árni Bragi þetta að segja. „Við fundum það bara, við vorum á heimavelli þannig að það var geggjuð stemning í okkur og flottur gír en spennustigið var bara örlítið of hátt. Við þurftum bara að muna eftir handboltanum, förum bara að gera það sem við kunnum þar. Við vorum bara búnir að vera taka lélegar ákvarðanir sóknarlega og gáfum þeim hraðaupphlaup. Við þurftum bara að vera með betri ákvarðanir sóknarlega og þá small þetta því vörnin var góð.“ Fram undan er oddaleikur á föstudaginn að Hlíðarenda. Aðspurður hvort Árni Bragi væri með einhver skilaboð fyrir Mosfellinga, þá var svarið einfalt. „Þetta er skemmtilegasti tími ársins, það eru bara allar úrslitakeppnir í gangi og ég treysti bara á að allt þetta fólk mæti og ég vill sjá allavega hundrað í viðbót,“ sagði Árni Bragi að lokum, en það var þétt setin stúkan að Varmá í kvöld. Handbolti Olís-deild karla Afturelding Valur Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Afturelding var með yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og sigldi sigrinum heim að lokum, þó Valsmenn náðu áhlaupi undir lok leiks. Lokatölur 29-26. Árni Bragi segir Val vera erfiðan andstæðing. „Þeir eru bara sjúklega vel drillaðir og trúa á það sem þeir eru að gera. Við náðum að stoppa ákveðna hluti í góðan tíma, svo eiga þeir ákveðin kerfi sem þeir fara þarna í sem við eigum erfiðara með og þeir eru svolítið að geyma þau þar til seint í leiknum, skiljanlega, menn orðnir þreyttir og annað. Við þurfum aðeins að laga þetta, að enda sóknirnar með skoti og keyra í vörn því okkur finnst okkur líða vel varnarlega. Þeir skora allavega tíu mörk í dag úr fyrstu til þriðju bylgju. Þegar við skilum okkur heim þá finnst mér við vera í góðum gír.“ Undir lok fyrri hálfleiksins kom 6-1 kafli hjá heimamönnum í kjölfar leikhlés hjá Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar, sem snéri leiknum Aftureldingu í vil og litu þeir ekki um öxl eftir það. Aðspurður hvað hafi verið farið yfir þar, þá hafði Árni Bragi þetta að segja. „Við fundum það bara, við vorum á heimavelli þannig að það var geggjuð stemning í okkur og flottur gír en spennustigið var bara örlítið of hátt. Við þurftum bara að muna eftir handboltanum, förum bara að gera það sem við kunnum þar. Við vorum bara búnir að vera taka lélegar ákvarðanir sóknarlega og gáfum þeim hraðaupphlaup. Við þurftum bara að vera með betri ákvarðanir sóknarlega og þá small þetta því vörnin var góð.“ Fram undan er oddaleikur á föstudaginn að Hlíðarenda. Aðspurður hvort Árni Bragi væri með einhver skilaboð fyrir Mosfellinga, þá var svarið einfalt. „Þetta er skemmtilegasti tími ársins, það eru bara allar úrslitakeppnir í gangi og ég treysti bara á að allt þetta fólk mæti og ég vill sjá allavega hundrað í viðbót,“ sagði Árni Bragi að lokum, en það var þétt setin stúkan að Varmá í kvöld.
Handbolti Olís-deild karla Afturelding Valur Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira