Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar 30. apríl 2025 08:00 Blindrafélagið í samstarfi við Sjónstöðina sjá um að úthluta blindum og sjónskertum einstaklingum leiðsöguhundum. Hundarnir eru öflugt hjálpartæki fyrir blint og sjónskert fólk og veita þeir notendum aukið öryggi. Notandi leiðsöguhunds öðlast aukið frelsi til þess að komast um í umhverfi sínu, jafnt innandyra sem utan. Þetta magnaða samstarf er svo frábært því báðir aðilar nýta sína styrkleika til að teyminu gangi sem best og að allt gangi á sem farsælastan hátt. Ef hundinum eru ekki gefnar skipanir ber hann ábyrgð á því að fylgja vinstri kanti, ef hægt er að beygja til vinstri gerir hann það, hann sneiðir fram hjá hindrunum sem ekki krefjast þess að farið sé út af gangstétt og ef það er ekki hægt stoppar hundurinn og notandinn tekur svo ákvörðun um hvað skuli gera í málinu. Svo er það notandinn sem sér um restina. Í samstarfi mínu við leiðsöguhundinn minn hann Gaur er það ég sem ákveð hvaða leið skuli fara, hvar skuli beygja, hvenær skuli fara yfir götur o.s.frv. Svo erum við með ýmiskonar kennileiti á ferðum okkar sem ég bið Gaur að finna fyrir mig til dæmis bekki, ruslatunnur, staura og tröppur. Ég hugsa það oft að sennilega lýtur Gaur á vinnuna sem leik því í hans heimi er þetta eins og einn stór ratleikur þar sem hann fær stöðugt pepp og er hrósað í hástert í hvert skipti sem hann gerir það sem ég bið um. Í hvert skipti sem hann finnur gangstéttakant, staur eða ljósastaur fær hann viðbrögð eins og hann hafi skorað mark í mikilvægum fótboltaleik. Í hans heimi er hann að fá staðfestingu á því að hann sé besti hundurinn mörg hundruð sinnum á dag. Ég held að það sé engum blöðum um það að fletta og þeir sem mig þekkja geta tekið undir það að þessi blessaða skepna hefur svo sannarlega auðgað líf mitt og gert mig að betri manneskju og það er yfirlýst markmið okkar Gaurs að verða bestir í heimi í að fara saman í göngutúr og höldum því ótrauðir áfram þar til Gaur fer á eftirlaun. Að lokum vil ég minna á mikilvægt verkefni, Vinir Leiðsöguhunda, sem Blindrafélagið fór af stað með fyrir ári síðan. Verkefnið hefur það tilgang að auka umræðu og sýnileika leiðsöguhunda, auka virkni notenda þeirra og hvetja til þátttöku í samfélaginu. Á vefsvæðinu okkar má kynna sér allt um þetta frábæra verkefni Vinir leiðsöguhunda | Blindrafélagið. Höfundur er formaður leiðsöguhundadeildar Blindrafélagsins og notandi leiðsöguhundsins Gaurlaugs Guðvarðar Þorkellssonar Steindal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Hundar Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Blindrafélagið í samstarfi við Sjónstöðina sjá um að úthluta blindum og sjónskertum einstaklingum leiðsöguhundum. Hundarnir eru öflugt hjálpartæki fyrir blint og sjónskert fólk og veita þeir notendum aukið öryggi. Notandi leiðsöguhunds öðlast aukið frelsi til þess að komast um í umhverfi sínu, jafnt innandyra sem utan. Þetta magnaða samstarf er svo frábært því báðir aðilar nýta sína styrkleika til að teyminu gangi sem best og að allt gangi á sem farsælastan hátt. Ef hundinum eru ekki gefnar skipanir ber hann ábyrgð á því að fylgja vinstri kanti, ef hægt er að beygja til vinstri gerir hann það, hann sneiðir fram hjá hindrunum sem ekki krefjast þess að farið sé út af gangstétt og ef það er ekki hægt stoppar hundurinn og notandinn tekur svo ákvörðun um hvað skuli gera í málinu. Svo er það notandinn sem sér um restina. Í samstarfi mínu við leiðsöguhundinn minn hann Gaur er það ég sem ákveð hvaða leið skuli fara, hvar skuli beygja, hvenær skuli fara yfir götur o.s.frv. Svo erum við með ýmiskonar kennileiti á ferðum okkar sem ég bið Gaur að finna fyrir mig til dæmis bekki, ruslatunnur, staura og tröppur. Ég hugsa það oft að sennilega lýtur Gaur á vinnuna sem leik því í hans heimi er þetta eins og einn stór ratleikur þar sem hann fær stöðugt pepp og er hrósað í hástert í hvert skipti sem hann gerir það sem ég bið um. Í hvert skipti sem hann finnur gangstéttakant, staur eða ljósastaur fær hann viðbrögð eins og hann hafi skorað mark í mikilvægum fótboltaleik. Í hans heimi er hann að fá staðfestingu á því að hann sé besti hundurinn mörg hundruð sinnum á dag. Ég held að það sé engum blöðum um það að fletta og þeir sem mig þekkja geta tekið undir það að þessi blessaða skepna hefur svo sannarlega auðgað líf mitt og gert mig að betri manneskju og það er yfirlýst markmið okkar Gaurs að verða bestir í heimi í að fara saman í göngutúr og höldum því ótrauðir áfram þar til Gaur fer á eftirlaun. Að lokum vil ég minna á mikilvægt verkefni, Vinir Leiðsöguhunda, sem Blindrafélagið fór af stað með fyrir ári síðan. Verkefnið hefur það tilgang að auka umræðu og sýnileika leiðsöguhunda, auka virkni notenda þeirra og hvetja til þátttöku í samfélaginu. Á vefsvæðinu okkar má kynna sér allt um þetta frábæra verkefni Vinir leiðsöguhunda | Blindrafélagið. Höfundur er formaður leiðsöguhundadeildar Blindrafélagsins og notandi leiðsöguhundsins Gaurlaugs Guðvarðar Þorkellssonar Steindal.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar