Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. apríl 2025 07:00 Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, hefur svipt hulunni af dollunni dularfullu. Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Bestu-deild karla, hefur svipt hulunni af því hvað var að finna í dularfullu dollunni sem var til umræðu í síðasta þætti Stúkunnar. Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, var umsjónarmaður Stúkunnar í vikunni þegar þriðja umferð Bestu deildar karla var gerð upp. Rikki G var mjög forvitinn um dularfulla dollu sem leikmenn Aftureldingar voru að stelast í þegar sjúkraþjálfari liðsins kom inn á völlinn í 1-0 sigurleik nýliðanna á Víkingum. „Það var sérstakt atvik sem átti sér stað í þessum leik og við þurfum að fylgjast með þessu,“ sagði Ríkharð og sýndi myndbrot af sjúkraþjálfara Aftureldingar huga að einum leikmanni liðsins, en myndbrotið má sjá í greininni hér fyrir neðan. Á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, birtist svo myndband eftir leik þar sem Arnór Gauti Ragnarsson, leikmaður Aftureldingar, sýndi dolluna umtöluðu og virtist staðfesta að um þrúgusykur var að ræða. Myndband á samfélagsmiðlum er þó eitthvað sem auðveldlega er hægt að sviðsetja og blaðamaður sló því á þráðinn hjá Magnúsi Má Einarssyni, þjálfara Aftureldingar, til að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvað hafi eiginlega verið í dollunni. „Það var bara þrúgusykur í þessari dollu. Ég get alveg staðfest það,“ sagði Magnús þegar Vísir náði tali af honum í gærkvöldi. „Þetta er bara til að gefa leikmönnum smá auka orku í lok leikja. Ég held að flest, eða öll, lið séu með þetta í töskunni hjá sér. Við erum ekkert einir í því.“ Hann segir af og frá að halda því fram að sjúkraþjálfari liðsins hafi verið að deila út nikótínpúðum. „Ég efast um að nokkur maður myndi gera það. Það getur beinlínis verið hættulegt þegar menn eru að lenda í samstuðum og þess háttar. Og að ekki sé nú talað um að það er eitthvað sem við mælum bara alls ekkert með að fólk sé að nota,“ bætti Magnús við. Að lokum segist hann ekki kippa sér upp við það að umræðan eftir leikin hafi nánast meira snúið að dollunni dularfullu en að sögulegum sigri Aftureldingar, þeirra fyrsta sigri í efstu deild í sögunni. „Nei alls ekki. Það er bara gaman að það sé verið að fjalla um allt í kringum deildina og ég hafði gaman að því hvað Rikki nennti að pæla í þessu. Maður var náttúrulega lengi í fjölmiðlum sjálfur og veit að það þarf að búa til skemmtilegar sögur og pæla í öllu í kringum leikina. Það er bara gaman að því hvað umfjöllunin er orðin mikil,“ sagði Magnús að lokum. Besta deild karla Afturelding Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, var umsjónarmaður Stúkunnar í vikunni þegar þriðja umferð Bestu deildar karla var gerð upp. Rikki G var mjög forvitinn um dularfulla dollu sem leikmenn Aftureldingar voru að stelast í þegar sjúkraþjálfari liðsins kom inn á völlinn í 1-0 sigurleik nýliðanna á Víkingum. „Það var sérstakt atvik sem átti sér stað í þessum leik og við þurfum að fylgjast með þessu,“ sagði Ríkharð og sýndi myndbrot af sjúkraþjálfara Aftureldingar huga að einum leikmanni liðsins, en myndbrotið má sjá í greininni hér fyrir neðan. Á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, birtist svo myndband eftir leik þar sem Arnór Gauti Ragnarsson, leikmaður Aftureldingar, sýndi dolluna umtöluðu og virtist staðfesta að um þrúgusykur var að ræða. Myndband á samfélagsmiðlum er þó eitthvað sem auðveldlega er hægt að sviðsetja og blaðamaður sló því á þráðinn hjá Magnúsi Má Einarssyni, þjálfara Aftureldingar, til að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvað hafi eiginlega verið í dollunni. „Það var bara þrúgusykur í þessari dollu. Ég get alveg staðfest það,“ sagði Magnús þegar Vísir náði tali af honum í gærkvöldi. „Þetta er bara til að gefa leikmönnum smá auka orku í lok leikja. Ég held að flest, eða öll, lið séu með þetta í töskunni hjá sér. Við erum ekkert einir í því.“ Hann segir af og frá að halda því fram að sjúkraþjálfari liðsins hafi verið að deila út nikótínpúðum. „Ég efast um að nokkur maður myndi gera það. Það getur beinlínis verið hættulegt þegar menn eru að lenda í samstuðum og þess háttar. Og að ekki sé nú talað um að það er eitthvað sem við mælum bara alls ekkert með að fólk sé að nota,“ bætti Magnús við. Að lokum segist hann ekki kippa sér upp við það að umræðan eftir leikin hafi nánast meira snúið að dollunni dularfullu en að sögulegum sigri Aftureldingar, þeirra fyrsta sigri í efstu deild í sögunni. „Nei alls ekki. Það er bara gaman að það sé verið að fjalla um allt í kringum deildina og ég hafði gaman að því hvað Rikki nennti að pæla í þessu. Maður var náttúrulega lengi í fjölmiðlum sjálfur og veit að það þarf að búa til skemmtilegar sögur og pæla í öllu í kringum leikina. Það er bara gaman að því hvað umfjöllunin er orðin mikil,“ sagði Magnús að lokum.
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira