Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. apríl 2025 07:00 Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, hefur svipt hulunni af dollunni dularfullu. Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Bestu-deild karla, hefur svipt hulunni af því hvað var að finna í dularfullu dollunni sem var til umræðu í síðasta þætti Stúkunnar. Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, var umsjónarmaður Stúkunnar í vikunni þegar þriðja umferð Bestu deildar karla var gerð upp. Rikki G var mjög forvitinn um dularfulla dollu sem leikmenn Aftureldingar voru að stelast í þegar sjúkraþjálfari liðsins kom inn á völlinn í 1-0 sigurleik nýliðanna á Víkingum. „Það var sérstakt atvik sem átti sér stað í þessum leik og við þurfum að fylgjast með þessu,“ sagði Ríkharð og sýndi myndbrot af sjúkraþjálfara Aftureldingar huga að einum leikmanni liðsins, en myndbrotið má sjá í greininni hér fyrir neðan. Á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, birtist svo myndband eftir leik þar sem Arnór Gauti Ragnarsson, leikmaður Aftureldingar, sýndi dolluna umtöluðu og virtist staðfesta að um þrúgusykur var að ræða. Myndband á samfélagsmiðlum er þó eitthvað sem auðveldlega er hægt að sviðsetja og blaðamaður sló því á þráðinn hjá Magnúsi Má Einarssyni, þjálfara Aftureldingar, til að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvað hafi eiginlega verið í dollunni. „Það var bara þrúgusykur í þessari dollu. Ég get alveg staðfest það,“ sagði Magnús þegar Vísir náði tali af honum í gærkvöldi. „Þetta er bara til að gefa leikmönnum smá auka orku í lok leikja. Ég held að flest, eða öll, lið séu með þetta í töskunni hjá sér. Við erum ekkert einir í því.“ Hann segir af og frá að halda því fram að sjúkraþjálfari liðsins hafi verið að deila út nikótínpúðum. „Ég efast um að nokkur maður myndi gera það. Það getur beinlínis verið hættulegt þegar menn eru að lenda í samstuðum og þess háttar. Og að ekki sé nú talað um að það er eitthvað sem við mælum bara alls ekkert með að fólk sé að nota,“ bætti Magnús við. Að lokum segist hann ekki kippa sér upp við það að umræðan eftir leikin hafi nánast meira snúið að dollunni dularfullu en að sögulegum sigri Aftureldingar, þeirra fyrsta sigri í efstu deild í sögunni. „Nei alls ekki. Það er bara gaman að það sé verið að fjalla um allt í kringum deildina og ég hafði gaman að því hvað Rikki nennti að pæla í þessu. Maður var náttúrulega lengi í fjölmiðlum sjálfur og veit að það þarf að búa til skemmtilegar sögur og pæla í öllu í kringum leikina. Það er bara gaman að því hvað umfjöllunin er orðin mikil,“ sagði Magnús að lokum. Besta deild karla Afturelding Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira
Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, var umsjónarmaður Stúkunnar í vikunni þegar þriðja umferð Bestu deildar karla var gerð upp. Rikki G var mjög forvitinn um dularfulla dollu sem leikmenn Aftureldingar voru að stelast í þegar sjúkraþjálfari liðsins kom inn á völlinn í 1-0 sigurleik nýliðanna á Víkingum. „Það var sérstakt atvik sem átti sér stað í þessum leik og við þurfum að fylgjast með þessu,“ sagði Ríkharð og sýndi myndbrot af sjúkraþjálfara Aftureldingar huga að einum leikmanni liðsins, en myndbrotið má sjá í greininni hér fyrir neðan. Á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, birtist svo myndband eftir leik þar sem Arnór Gauti Ragnarsson, leikmaður Aftureldingar, sýndi dolluna umtöluðu og virtist staðfesta að um þrúgusykur var að ræða. Myndband á samfélagsmiðlum er þó eitthvað sem auðveldlega er hægt að sviðsetja og blaðamaður sló því á þráðinn hjá Magnúsi Má Einarssyni, þjálfara Aftureldingar, til að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvað hafi eiginlega verið í dollunni. „Það var bara þrúgusykur í þessari dollu. Ég get alveg staðfest það,“ sagði Magnús þegar Vísir náði tali af honum í gærkvöldi. „Þetta er bara til að gefa leikmönnum smá auka orku í lok leikja. Ég held að flest, eða öll, lið séu með þetta í töskunni hjá sér. Við erum ekkert einir í því.“ Hann segir af og frá að halda því fram að sjúkraþjálfari liðsins hafi verið að deila út nikótínpúðum. „Ég efast um að nokkur maður myndi gera það. Það getur beinlínis verið hættulegt þegar menn eru að lenda í samstuðum og þess háttar. Og að ekki sé nú talað um að það er eitthvað sem við mælum bara alls ekkert með að fólk sé að nota,“ bætti Magnús við. Að lokum segist hann ekki kippa sér upp við það að umræðan eftir leikin hafi nánast meira snúið að dollunni dularfullu en að sögulegum sigri Aftureldingar, þeirra fyrsta sigri í efstu deild í sögunni. „Nei alls ekki. Það er bara gaman að það sé verið að fjalla um allt í kringum deildina og ég hafði gaman að því hvað Rikki nennti að pæla í þessu. Maður var náttúrulega lengi í fjölmiðlum sjálfur og veit að það þarf að búa til skemmtilegar sögur og pæla í öllu í kringum leikina. Það er bara gaman að því hvað umfjöllunin er orðin mikil,“ sagði Magnús að lokum.
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira