Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir, Hrefna Dagbjört Arnardóttir, Inga Fríða Guðbjörnsdóttir og Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifa 27. apríl 2025 10:02 Í 1. grein laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna segir að meginmarkmið laganna sé að „stuðla að farsæld barna og tryggja að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.“ Á undanförnum misserum hefur orðið meira áberandi hversu mörg börn glíma við skólaforðun, agavanda og almenna vanlíðan í leik- og grunnskólum. Þessi þróun kallar á fjölbreytta og þverfaglega nálgun til að mæta þörfum barna á skilvirkan og mannúðlegan hátt. Þó margt gott sé gert, stendur kerfið oft frammi fyrir því að leita lausna með of fáum fagaðilum og of seint. Í umræðunni virðist gleymast iðulega ein mikilvæg fagstétt og það eru iðjuþjálfar. Iðjuþjálfar hafa þar mikilvægu hlutverki að gegna, enda búa þeir yfir þekkingu og aðferðum sem nýtast vel í að greina undirliggjandi vanda og styðja við þátttöku barna í skólastarfi. Iðjuþjálfar eru sérfræðingar í því að greina og styðja við daglega iðju allt frá grunnþörfum til náms, félagslegra samskipta og leikja. Þeir vinna með einstaklingum sem eiga erfitt með að takast á við daglegt líf, hvort sem það tengist hreyfifærni, einbeitingu, skynúrvinnslu, félagslegri hegðun eða andlegri líðan. Það er því eðlilegt og raunar afar mikilvægt að starf þeirra sé virkjað í leik- og grunnskólum, þar sem slíkir þættir koma gjarnan fram. Vandi sem kallar á heildrænar lausnir Þegar barn á erfitt með að sitja kyrrt, fylgja fyrirmælum, tengjast öðrum börnum eða halda athygli í tímum, er oft horft til hegðunar en ekki undirliggjandi orsaka. Iðjuþjálfar horfa heildrænt á barnið og greina vandan með tilliti til undirliggjandi þátta og umhverfis. Með því að beita heildrænni nálgun geta iðjuþjálfar ekki aðeins stutt börn heldur einnig kennt starfsfólki og foreldrum leiðir til aðlögunar og forvarnar. Þeir geta metið og aðstoðað við aðlögun í leik- og grunnskóla umhverfinu, boðið upp á aðferðir til að efla tilfinningastjórnun og einbeitingu, komið með lausnir til að bæta félagslega þátttöku, styrkja sjálfsmynd barna, koma auga á skynúrvinnsluvanda og verið lykilaðilar í þverfaglegu teymi til að þróa skóla í átt að betra umhverfi, auknu aðgengi og vellíðan barna. Með auknu hlutverki iðjuþjálfa og samþættri þjónustu fagaðila innan skólasamfélagsins má grípa fyrr inn í, veita aðstoð á réttum tíma og forðast að vandinn magnist upp. Ráða þarf inn fleiri iðjuþjálfa í leik- og grunnskóla Ráða þarf inn iðjuþjálfa í leik-og grunnskóla til að sérþekking þeirra nýtist sem best, en til þess þarf að breyta áherslum innan menntakerfisins. Iðjuþjálfar eiga að vera hluti af fagteymum skólanna, ekki bara sem ráðgjafar, heldur sem virkir þátttakendur í mótun skólaumhverfisins. Í tillögum velferðarvaktarinnar frá árinu 2019 er bent á að nauðsynlegt er að auka stuðning, úrræði og forvarnir innan veggja skólanna og þar koma iðjuþjálfar sterkir inn. Þetta kallar á pólitíska forgangsröðun og aukna fræðslu til stjórnenda og starfsfólks í leik-og grunnskólum. Tækifærið sem bíður Við höfum tækifæri til að breyta þessari þróun. Með því að virkja iðjuþjálfa fyrr innan þvegfagleglegs teymis er hægt að grípa börn fyrr með snemmtækri íhlutun og koma í veg fyrir snjóboltaáhrif sem geta leitt til alvarlegri vandamála seinna meir. Mikilvægt er að skólakerfið viðurkenni gildi iðjuþjálfa sé góð leið í átt að heildrænnu starfi innan veggja leik- og grunnskóla. Höfundar eru útskriftarnemar í starfsréttindanámi í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Í 1. grein laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna segir að meginmarkmið laganna sé að „stuðla að farsæld barna og tryggja að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.“ Á undanförnum misserum hefur orðið meira áberandi hversu mörg börn glíma við skólaforðun, agavanda og almenna vanlíðan í leik- og grunnskólum. Þessi þróun kallar á fjölbreytta og þverfaglega nálgun til að mæta þörfum barna á skilvirkan og mannúðlegan hátt. Þó margt gott sé gert, stendur kerfið oft frammi fyrir því að leita lausna með of fáum fagaðilum og of seint. Í umræðunni virðist gleymast iðulega ein mikilvæg fagstétt og það eru iðjuþjálfar. Iðjuþjálfar hafa þar mikilvægu hlutverki að gegna, enda búa þeir yfir þekkingu og aðferðum sem nýtast vel í að greina undirliggjandi vanda og styðja við þátttöku barna í skólastarfi. Iðjuþjálfar eru sérfræðingar í því að greina og styðja við daglega iðju allt frá grunnþörfum til náms, félagslegra samskipta og leikja. Þeir vinna með einstaklingum sem eiga erfitt með að takast á við daglegt líf, hvort sem það tengist hreyfifærni, einbeitingu, skynúrvinnslu, félagslegri hegðun eða andlegri líðan. Það er því eðlilegt og raunar afar mikilvægt að starf þeirra sé virkjað í leik- og grunnskólum, þar sem slíkir þættir koma gjarnan fram. Vandi sem kallar á heildrænar lausnir Þegar barn á erfitt með að sitja kyrrt, fylgja fyrirmælum, tengjast öðrum börnum eða halda athygli í tímum, er oft horft til hegðunar en ekki undirliggjandi orsaka. Iðjuþjálfar horfa heildrænt á barnið og greina vandan með tilliti til undirliggjandi þátta og umhverfis. Með því að beita heildrænni nálgun geta iðjuþjálfar ekki aðeins stutt börn heldur einnig kennt starfsfólki og foreldrum leiðir til aðlögunar og forvarnar. Þeir geta metið og aðstoðað við aðlögun í leik- og grunnskóla umhverfinu, boðið upp á aðferðir til að efla tilfinningastjórnun og einbeitingu, komið með lausnir til að bæta félagslega þátttöku, styrkja sjálfsmynd barna, koma auga á skynúrvinnsluvanda og verið lykilaðilar í þverfaglegu teymi til að þróa skóla í átt að betra umhverfi, auknu aðgengi og vellíðan barna. Með auknu hlutverki iðjuþjálfa og samþættri þjónustu fagaðila innan skólasamfélagsins má grípa fyrr inn í, veita aðstoð á réttum tíma og forðast að vandinn magnist upp. Ráða þarf inn fleiri iðjuþjálfa í leik- og grunnskóla Ráða þarf inn iðjuþjálfa í leik-og grunnskóla til að sérþekking þeirra nýtist sem best, en til þess þarf að breyta áherslum innan menntakerfisins. Iðjuþjálfar eiga að vera hluti af fagteymum skólanna, ekki bara sem ráðgjafar, heldur sem virkir þátttakendur í mótun skólaumhverfisins. Í tillögum velferðarvaktarinnar frá árinu 2019 er bent á að nauðsynlegt er að auka stuðning, úrræði og forvarnir innan veggja skólanna og þar koma iðjuþjálfar sterkir inn. Þetta kallar á pólitíska forgangsröðun og aukna fræðslu til stjórnenda og starfsfólks í leik-og grunnskólum. Tækifærið sem bíður Við höfum tækifæri til að breyta þessari þróun. Með því að virkja iðjuþjálfa fyrr innan þvegfagleglegs teymis er hægt að grípa börn fyrr með snemmtækri íhlutun og koma í veg fyrir snjóboltaáhrif sem geta leitt til alvarlegri vandamála seinna meir. Mikilvægt er að skólakerfið viðurkenni gildi iðjuþjálfa sé góð leið í átt að heildrænnu starfi innan veggja leik- og grunnskóla. Höfundar eru útskriftarnemar í starfsréttindanámi í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun