Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar 25. apríl 2025 18:01 Á Íslandi heyrum við oft að menntun sé fyrir öll. Í Átaki, félagi fólks með þroskahömlun, vitum við að það er ekki satt. Næsta haust ætlar Menntavísindasvið Háskóla Íslands ekki að taka inn nýjan hóp í starfstengt diplómanám.Það nám hefur verið eina raunverulega leiðin fyrir fólk með þroskahömlun til að mennta sig áfram eftir framhaldsskóla. Þetta er mikið áfall. Diplómanámið byrjaði árið 2007 og hefur verið í gangi í 18 ár. Síðustu fjögur ár hefur háskólinn tekið á móti nýjum hóp á hverju einasta ári. Námið er mjög vinsælt meðal fólks með þroskahömlun. Stór hluti af fólki með þroskahömlun lýkur starfsbraut í framhaldsskóla. Það er oft eina leiðin fyrir okkur í menntaskóla. Þannig er skólakerfið hannað. Við sem útskrifumst af starfsbraut fáum ekki stúdentspróf. Það þýðir að við getum ekki sótt um í venjulegu háskólanámi. Eina leiðin lokuð Diplómanámið er eina háskólanámið sem er sérstaklega hugsað fyrir fólk með þroskahömlun. Ef það hverfur – þá er ekkert eftir. Ef það hverfur – þá getur fólk með þroskahömlun ekki tekið fullan þátt í íslensku samfélagi. Ef eina námið sem er í boði fyrir fólk með þroskahömlun hættir að taka á móti fólki með þroskahömlun, þá er nám ekki fyrir okkur öll! Við í Átaki teljum þetta vera stórt skref aftur á bak. Ef fólk þarf að bíða heilt ár eftir að sækja um, getur það misst áhugann. Það getur haft áhrif á sjálfstraust, félagslega stöðu, sjálfstæði og möguleika í framtíðinni. Við krefjumst þess að fleiri kennarar fái vinnu í diplómanáminu. Við krefjumst þess að Háskóli Íslands taki við fleiri nemendum í diplómanámið. Við mótmælum því að fækka eigi plássum, og draga eigi úr möguleikum fólks með þroskahömlun í íslensku samfélagi. Diplómanámið er miklu meira en bara námskeið. Það er samfélag og samstarf. Nemendur vinna með öðrum deildum – sérstaklega í fötlunarfræði og þroskaþjálfafræði. Þar verður til samtal, virðing og lærdómur í báðar áttir. Menntun sem fer í allar áttir. Í gegnum námið fá nemendur starfsþjálfun og kynnast vinnumarkaðnum. Vinnumarkaðurinn fær tækifæri til þess að kynnast okkur. Háskólinn fær tækifæri til þess að sjá hvað fatlað fólk getur! Diplómanemar vinna að auknu aðgengi Einn nemendahópur stofnaði til dæmis Aðgengishópinn. Markmið hans var að hafa bein áhrif á samfélagiðog taka allar hindranir í burtu. Þau gerðu til dæmis aðgengismyndbönd á You-Tube einu sinni í viku.Aðgengishópurinn hefði viljað halda áfram í þessu verkefni eftir nám en Háskóli Íslands átti ekki nægan pening til að halda þessu verkefni áfram. Draumur hjá þessu liði var að starfa áfram við þetta eftir nám og fá laun fyrir vinnuna. Við erum hluti af hópnum Við teljum mikilvægt að halda áfram með starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun. Í náminu kynnast diplómanemar öðrum nemendum, eins og nemendum úr þroskaþjálfafræði og fötlunarfræði. Stundum vinnum við saman í litum verkefnahópum. Það styrkir félagsleg tengsl og er góð leið til að deila hugmyndum og skoðunum. Nemendur í starfstengdu diplómanámi vilja útskrifast með öðrum háskólanemum í almennri útskriftarathöfn. Það skiptir máli að það sé litið á okkur sem jafningja. Það er virðing fólgin í því að útskrifast með öðrum nemendum. Diplómanemar eiga ekki að vera aðgreindir frá öðrum nemendum. Hvað myndi fólk á Íslandi segja ef Háskóli Íslands myndi hætta að bjóða upp á nám í viðskiptafræði? Fólk á Íslandi verður að hætta að horfa á menntun fyrir fólk með þroskahömlun sem tilraun. Við erum ekki tilraun. Við erum hluti af samfélaginu. Nemendur í starfstengdu diplómanámi eru hluti af háskólasamfélaginu. Diplómanámið á að njóta sömu virðingar og annað nám. Það er óþolandi að þurfa að berjast fyrir þessu á hverju ári. Átak styður kröfu útskriftarnema Við köllum eftir því að stjórnvöld og Háskóli Íslands eyrnamerki fjármagn sérstaklega fyrir diplómanámið – svo hægt sé að bjóða það upp á það á hverju ári. Stjórnvöld hafa talað um að bæta stöðu fatlaðs fólks í kerfinu. Nú fá þau tækifæri til að sýna hvað þau eiga við. Við í Átaki spyrjum líka Af hverju er ekki löngu búið að lögfesta þetta nám – sem hefur skilað svo miklu og gengið svona vel? Útskriftarnemar í diplómanáminu hafa sett af stað undirskriftasöfnun til að mótmæla þessari ákvörðun. Átak styður þeirra kröfu! Við hvetjum ykkur öll til að skrifa undir hér: https://island.is/undirskriftalistar/d27ba76e-e4c8-43ac-9f52-1f298cc87a09 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi heyrum við oft að menntun sé fyrir öll. Í Átaki, félagi fólks með þroskahömlun, vitum við að það er ekki satt. Næsta haust ætlar Menntavísindasvið Háskóla Íslands ekki að taka inn nýjan hóp í starfstengt diplómanám.Það nám hefur verið eina raunverulega leiðin fyrir fólk með þroskahömlun til að mennta sig áfram eftir framhaldsskóla. Þetta er mikið áfall. Diplómanámið byrjaði árið 2007 og hefur verið í gangi í 18 ár. Síðustu fjögur ár hefur háskólinn tekið á móti nýjum hóp á hverju einasta ári. Námið er mjög vinsælt meðal fólks með þroskahömlun. Stór hluti af fólki með þroskahömlun lýkur starfsbraut í framhaldsskóla. Það er oft eina leiðin fyrir okkur í menntaskóla. Þannig er skólakerfið hannað. Við sem útskrifumst af starfsbraut fáum ekki stúdentspróf. Það þýðir að við getum ekki sótt um í venjulegu háskólanámi. Eina leiðin lokuð Diplómanámið er eina háskólanámið sem er sérstaklega hugsað fyrir fólk með þroskahömlun. Ef það hverfur – þá er ekkert eftir. Ef það hverfur – þá getur fólk með þroskahömlun ekki tekið fullan þátt í íslensku samfélagi. Ef eina námið sem er í boði fyrir fólk með þroskahömlun hættir að taka á móti fólki með þroskahömlun, þá er nám ekki fyrir okkur öll! Við í Átaki teljum þetta vera stórt skref aftur á bak. Ef fólk þarf að bíða heilt ár eftir að sækja um, getur það misst áhugann. Það getur haft áhrif á sjálfstraust, félagslega stöðu, sjálfstæði og möguleika í framtíðinni. Við krefjumst þess að fleiri kennarar fái vinnu í diplómanáminu. Við krefjumst þess að Háskóli Íslands taki við fleiri nemendum í diplómanámið. Við mótmælum því að fækka eigi plássum, og draga eigi úr möguleikum fólks með þroskahömlun í íslensku samfélagi. Diplómanámið er miklu meira en bara námskeið. Það er samfélag og samstarf. Nemendur vinna með öðrum deildum – sérstaklega í fötlunarfræði og þroskaþjálfafræði. Þar verður til samtal, virðing og lærdómur í báðar áttir. Menntun sem fer í allar áttir. Í gegnum námið fá nemendur starfsþjálfun og kynnast vinnumarkaðnum. Vinnumarkaðurinn fær tækifæri til þess að kynnast okkur. Háskólinn fær tækifæri til þess að sjá hvað fatlað fólk getur! Diplómanemar vinna að auknu aðgengi Einn nemendahópur stofnaði til dæmis Aðgengishópinn. Markmið hans var að hafa bein áhrif á samfélagiðog taka allar hindranir í burtu. Þau gerðu til dæmis aðgengismyndbönd á You-Tube einu sinni í viku.Aðgengishópurinn hefði viljað halda áfram í þessu verkefni eftir nám en Háskóli Íslands átti ekki nægan pening til að halda þessu verkefni áfram. Draumur hjá þessu liði var að starfa áfram við þetta eftir nám og fá laun fyrir vinnuna. Við erum hluti af hópnum Við teljum mikilvægt að halda áfram með starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun. Í náminu kynnast diplómanemar öðrum nemendum, eins og nemendum úr þroskaþjálfafræði og fötlunarfræði. Stundum vinnum við saman í litum verkefnahópum. Það styrkir félagsleg tengsl og er góð leið til að deila hugmyndum og skoðunum. Nemendur í starfstengdu diplómanámi vilja útskrifast með öðrum háskólanemum í almennri útskriftarathöfn. Það skiptir máli að það sé litið á okkur sem jafningja. Það er virðing fólgin í því að útskrifast með öðrum nemendum. Diplómanemar eiga ekki að vera aðgreindir frá öðrum nemendum. Hvað myndi fólk á Íslandi segja ef Háskóli Íslands myndi hætta að bjóða upp á nám í viðskiptafræði? Fólk á Íslandi verður að hætta að horfa á menntun fyrir fólk með þroskahömlun sem tilraun. Við erum ekki tilraun. Við erum hluti af samfélaginu. Nemendur í starfstengdu diplómanámi eru hluti af háskólasamfélaginu. Diplómanámið á að njóta sömu virðingar og annað nám. Það er óþolandi að þurfa að berjast fyrir þessu á hverju ári. Átak styður kröfu útskriftarnema Við köllum eftir því að stjórnvöld og Háskóli Íslands eyrnamerki fjármagn sérstaklega fyrir diplómanámið – svo hægt sé að bjóða það upp á það á hverju ári. Stjórnvöld hafa talað um að bæta stöðu fatlaðs fólks í kerfinu. Nú fá þau tækifæri til að sýna hvað þau eiga við. Við í Átaki spyrjum líka Af hverju er ekki löngu búið að lögfesta þetta nám – sem hefur skilað svo miklu og gengið svona vel? Útskriftarnemar í diplómanáminu hafa sett af stað undirskriftasöfnun til að mótmæla þessari ákvörðun. Átak styður þeirra kröfu! Við hvetjum ykkur öll til að skrifa undir hér: https://island.is/undirskriftalistar/d27ba76e-e4c8-43ac-9f52-1f298cc87a09
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun