Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2025 09:34 Drengur er sprautaður með MMR-bóluefninu sem veitir vörn gegn mislingum í Texas þar sem mannskæður faraldur hefur geisað undnafarna mánuði. Vísir/EPA Sérfræðingar segja að mislingar séu á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur eftir að smitsjúkdómnum hafði verið útrýmt þar fyrir aldarfjórðungi. Reglulegir faraldrar gætu blossað upp vegna þess hve bólusetningartíðni hefur hnignað. Mislingar hafa ekki verið landlægir í Bandaríkjunum frá aldamótum þökk sé bólusetningum. Þeir hafa hins vegar blossað upp aftur á undanförnum árum vegna hnignandi þátttöku í bólusetningum gegn þeim og öðrum algengum barnasjúkdómum. Tvö börn hafa látist í mislingafaraldri í Texas og hundruð smitast á þessu ári. Á fyrstu tæpu fjórum mánuðum ársins hefur tilfellum í Bandaríkjunum fjölgað um 180 prósent borið saman við allt síðasta ár sem var það næstversta frá árinu 2000. Nánast allir þeir sem hafa smitast í faraldrinum í ár voru óbólusettir eða upplýsingar lágu ekki fyrir um bólusetningastöðu þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sóttvarnalæknir á Íslandi varaði óbólusetta við ferðum til Texas vegna faraldursins í vetur. Mislingar eru mjög smitandi veirusjúkdómur sem veldur meðal annars útbrotum um allan líkamann og hita. Hann getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega fyri ung börn, og jafnvel dregið fólk til dauða. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að bólusetningar hafi komið í veg fyrir sextíu milljón dauðsföll vegna mislinga frá 2000 til 2023. Milljónir gætu smitast Hópur vísindamanna sem notaði tölvulíkön til þess að áætla áhrif hnignandi þátttöku í bólusetningum gegn mislingum í Bandaríkjunum telur að þeir blossi upp reglulega og hátt í milljón manns gætu smitast næsta aldarfjórðunginn miðað við núverandi þátttökustig. Dragist þátttakan í MMR-bólusetningu, sem er gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum, hins vegar saman um tíu prósent gætu fleiri en ellefu milljónir manna smitast af þeim næstu 25 árin. Í allra svörtustu sviðsmyndum þar sem helmingi færri börn eru bólusett gegn helstu smitsjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir en áður gætu fleiri en fimmtíu milljónir manna smitast af mislingum fram að miðri öldinni. Hátt á annað hundrað þúsund manns gætu látist og tugir þúsunda þjáðst af afleiðingum sjúkdómanna. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Hann hefur verið einn umsvifamesti dreifari upplýsingafals um bóluefni í heiminum undanfarna áratugi.EPA/ALLISON DINNER Ráðherrann einn helsti undirróðursmaðurinn gegn bóluefnum Þátttaka í bólusetningum hefur hnignað í Bandaríkjunum og víða annars staðar fyrir tilstilli upplýsingafals og samsæriskenninga um bóluefnin, þar á meðal á grundvelli löngu hrakinna og staðlausra fullyrðinga um að tengsl væru á milli MMR-bóluefna og einhverfu í börnum. Fáir hafa gert meira til þess að stuðla að slíkri upplýsingaóreiðu um öryggi bóluefna en Robert F. Kennedy, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Hann hefur háð markvissa herferð til þess að grafa undan trú almennings á bóluefnunum undanfarna áratugi. Þegar fyrsta barnið dó í faraldrinum í Texas í ár hélt Kennedy því ranglega fram að mislingafaraldrar væru „ekki óvenjulegir“ í Bandaríkjunum. Eftir stjórnarskiptin í janúar hefur Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna sagst ætla að „rannsaka“ tengsl bóluefna og einhverfu þrátt fyrir að engar trúverðugar vísbendingar séu um það. Undirróðurinn gegn bólusetningum jókst enn frekar í heimsfaraldri kórónuveirunnar þegar bóluefni og sóttvarnaaðgerðir urðu að pólitísku bitbeini í Bandaríkjunum og víðar. Bandaríkin Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Mislingar hafa ekki verið landlægir í Bandaríkjunum frá aldamótum þökk sé bólusetningum. Þeir hafa hins vegar blossað upp aftur á undanförnum árum vegna hnignandi þátttöku í bólusetningum gegn þeim og öðrum algengum barnasjúkdómum. Tvö börn hafa látist í mislingafaraldri í Texas og hundruð smitast á þessu ári. Á fyrstu tæpu fjórum mánuðum ársins hefur tilfellum í Bandaríkjunum fjölgað um 180 prósent borið saman við allt síðasta ár sem var það næstversta frá árinu 2000. Nánast allir þeir sem hafa smitast í faraldrinum í ár voru óbólusettir eða upplýsingar lágu ekki fyrir um bólusetningastöðu þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sóttvarnalæknir á Íslandi varaði óbólusetta við ferðum til Texas vegna faraldursins í vetur. Mislingar eru mjög smitandi veirusjúkdómur sem veldur meðal annars útbrotum um allan líkamann og hita. Hann getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega fyri ung börn, og jafnvel dregið fólk til dauða. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að bólusetningar hafi komið í veg fyrir sextíu milljón dauðsföll vegna mislinga frá 2000 til 2023. Milljónir gætu smitast Hópur vísindamanna sem notaði tölvulíkön til þess að áætla áhrif hnignandi þátttöku í bólusetningum gegn mislingum í Bandaríkjunum telur að þeir blossi upp reglulega og hátt í milljón manns gætu smitast næsta aldarfjórðunginn miðað við núverandi þátttökustig. Dragist þátttakan í MMR-bólusetningu, sem er gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum, hins vegar saman um tíu prósent gætu fleiri en ellefu milljónir manna smitast af þeim næstu 25 árin. Í allra svörtustu sviðsmyndum þar sem helmingi færri börn eru bólusett gegn helstu smitsjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir en áður gætu fleiri en fimmtíu milljónir manna smitast af mislingum fram að miðri öldinni. Hátt á annað hundrað þúsund manns gætu látist og tugir þúsunda þjáðst af afleiðingum sjúkdómanna. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Hann hefur verið einn umsvifamesti dreifari upplýsingafals um bóluefni í heiminum undanfarna áratugi.EPA/ALLISON DINNER Ráðherrann einn helsti undirróðursmaðurinn gegn bóluefnum Þátttaka í bólusetningum hefur hnignað í Bandaríkjunum og víða annars staðar fyrir tilstilli upplýsingafals og samsæriskenninga um bóluefnin, þar á meðal á grundvelli löngu hrakinna og staðlausra fullyrðinga um að tengsl væru á milli MMR-bóluefna og einhverfu í börnum. Fáir hafa gert meira til þess að stuðla að slíkri upplýsingaóreiðu um öryggi bóluefna en Robert F. Kennedy, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Hann hefur háð markvissa herferð til þess að grafa undan trú almennings á bóluefnunum undanfarna áratugi. Þegar fyrsta barnið dó í faraldrinum í Texas í ár hélt Kennedy því ranglega fram að mislingafaraldrar væru „ekki óvenjulegir“ í Bandaríkjunum. Eftir stjórnarskiptin í janúar hefur Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna sagst ætla að „rannsaka“ tengsl bóluefna og einhverfu þrátt fyrir að engar trúverðugar vísbendingar séu um það. Undirróðurinn gegn bólusetningum jókst enn frekar í heimsfaraldri kórónuveirunnar þegar bóluefni og sóttvarnaaðgerðir urðu að pólitísku bitbeini í Bandaríkjunum og víðar.
Bandaríkin Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent