„Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. apríl 2025 21:58 Baldur Þór fer yfir málin með sínum mönnum. Vísir/Guðmundur Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar var gríðarlega ánægður með sigur Stjörnunnar á Grindavík í dag, í leik þar sem Stjörnumenn hálfpartinn stálu sigrinum á lokasekúndunum. „Þetta var bara eitthvað úrslitakeppnisrugl. Þetta dettur okkar megin og einhverjar sóknir hér og þar. Við vorum í svaklegum vandræðum með [Jeremy] Pargo og [DeAndre] Kane, þeir voru stórkostlegir á þessum kafla og við náðum einhvern veginn að hrista upp því þægindasvæði hjá þeim þarna í lokin og strákarnir geggjaðir,“ sagði Baldur Þór í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir ótrúlegar lokasekúndur. Stjörnumenn lentu fimmtán stigum undir í fyrri hálfleiknum og síðan tíu stigum undir í fjórða leikhluta en náði samt sem áður að kría út sigur. „Eiginlega snerist þetta aldrei þannig að þetta var okkur í hag, þetta bara endaði þarna. Það var geggjað þegar við komum með þrjá þrista í röð í fjórða leikhluta. Það var sterkt og kom með orkugeðveiki inn í þetta. Annars náðum við geggjuðum stoppum, náðum að tvöfalda vel held ég á toppnum.“ Í fjórða leikhluta varð áhugavert atvik þegar Ólafur Ólafsson keyrði á körfuna en Shaquille Rombley varði skot hans. Grindvíkingar mótmæltu og vildu meina að Rombley hefði varið skotið ólöglega, Stjörnumenn fóru í sókn og Grindvíkingar brutu. Í kjölfarið óskuðu Grindvíkingar eftir að atvikið á undan yrði skoðað og virtist enginn vita hvort það mætti eða ekki, enda búið að dæma annan dóm eftir að hitt atvikið átti sér stað. „Ég kann ekki reglurnar á þessu. Mér fannst leikurinn vera kominn í næstu sókn og ekki verið dílað við þetta augnablik strax. Ég verð að viðurkenna það að ég kann ekki reglurnar hvort það megi skoða þetta eða ekki, ég treysti Simma [Sigmundi Má Herbertssyni dómara] og hann hlýtur að kunna þetta töluvert betur en ég.“ Sigmundur Már Herbertsson og Jón Þór Eyþórsson, dómarar í leik kvöldsins, skoða atvik úr leiknum í skjá.Vísir/Guðmundur „Ég ætla bara að treysta Sigmundi, að hann hafi rétt fyrir sér. Það er ekkert annað hægt að segja, hann er fagmaður með meiri reynslu en ég að taka dómaraákvarðanir. Hann hlýtur að hafa rétt fyrir sér.“ Ægir Þór Steinarsson skoraði sigurkörfuna í leiknum eftir að hafa keyrt upp völlinn eftir innkast Stjörnumanna á eigin vallarhelmgini. „Við vissum að Óli væri á honum og ef Ægir kemur á ákveðnu tempói þá er erfitt fyrir Óla að halda svona hraða fyrir framan sig. Þetta kom í hausinn á manni þarna þegar einhverjir hérna fyrir ofan voru að benda á að við ættum boltann, þá kom þetta.“ Bónus-deild karla Grindavík Stjarnan Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
„Þetta var bara eitthvað úrslitakeppnisrugl. Þetta dettur okkar megin og einhverjar sóknir hér og þar. Við vorum í svaklegum vandræðum með [Jeremy] Pargo og [DeAndre] Kane, þeir voru stórkostlegir á þessum kafla og við náðum einhvern veginn að hrista upp því þægindasvæði hjá þeim þarna í lokin og strákarnir geggjaðir,“ sagði Baldur Þór í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir ótrúlegar lokasekúndur. Stjörnumenn lentu fimmtán stigum undir í fyrri hálfleiknum og síðan tíu stigum undir í fjórða leikhluta en náði samt sem áður að kría út sigur. „Eiginlega snerist þetta aldrei þannig að þetta var okkur í hag, þetta bara endaði þarna. Það var geggjað þegar við komum með þrjá þrista í röð í fjórða leikhluta. Það var sterkt og kom með orkugeðveiki inn í þetta. Annars náðum við geggjuðum stoppum, náðum að tvöfalda vel held ég á toppnum.“ Í fjórða leikhluta varð áhugavert atvik þegar Ólafur Ólafsson keyrði á körfuna en Shaquille Rombley varði skot hans. Grindvíkingar mótmæltu og vildu meina að Rombley hefði varið skotið ólöglega, Stjörnumenn fóru í sókn og Grindvíkingar brutu. Í kjölfarið óskuðu Grindvíkingar eftir að atvikið á undan yrði skoðað og virtist enginn vita hvort það mætti eða ekki, enda búið að dæma annan dóm eftir að hitt atvikið átti sér stað. „Ég kann ekki reglurnar á þessu. Mér fannst leikurinn vera kominn í næstu sókn og ekki verið dílað við þetta augnablik strax. Ég verð að viðurkenna það að ég kann ekki reglurnar hvort það megi skoða þetta eða ekki, ég treysti Simma [Sigmundi Má Herbertssyni dómara] og hann hlýtur að kunna þetta töluvert betur en ég.“ Sigmundur Már Herbertsson og Jón Þór Eyþórsson, dómarar í leik kvöldsins, skoða atvik úr leiknum í skjá.Vísir/Guðmundur „Ég ætla bara að treysta Sigmundi, að hann hafi rétt fyrir sér. Það er ekkert annað hægt að segja, hann er fagmaður með meiri reynslu en ég að taka dómaraákvarðanir. Hann hlýtur að hafa rétt fyrir sér.“ Ægir Þór Steinarsson skoraði sigurkörfuna í leiknum eftir að hafa keyrt upp völlinn eftir innkast Stjörnumanna á eigin vallarhelmgini. „Við vissum að Óli væri á honum og ef Ægir kemur á ákveðnu tempói þá er erfitt fyrir Óla að halda svona hraða fyrir framan sig. Þetta kom í hausinn á manni þarna þegar einhverjir hérna fyrir ofan voru að benda á að við ættum boltann, þá kom þetta.“
Bónus-deild karla Grindavík Stjarnan Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira