Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Sindri Sverrisson skrifar 24. apríl 2025 16:03 Alfreð Gíslason er á leiðinni með Þýskaland á EM í byrjun næsta árs, þar sem Ísland verður einnig með. Getty/Sören Stache Þýskir miðlar segja Alfreð Gíslason hafa tekið afar óvænta ákvörðun í vali sínu á landsliðshópi Þýskalands fyrir komandi leiki í undankeppni EM karla í handbolta. Á meðal þeirra sem Alfreð valdi í hópinn er hinn 22 ára gamli línu- og varnarmaður Aron Seesing, nýliði sem spilar ekki í efstu heldur næstefstu deild Þýskalands. 🚨 National Team Surprise: Aron Seesing Called Up from 2nd Division! 🇩🇪Bundestrainer Gislason shocks with EM-Quali call-up of Bergischer HC pivot Aron Seesing — still a 2nd league player! Not the first to rise from the “Unterhaus” to the national spotlight#AronSeesing pic.twitter.com/uZ5gc1s8B3— Hen Livgot (@Hen_Livgot) April 24, 2025 Seesing er nefnilega lærisveinn Arnórs Þórs Gunnarssonar hjá Bergischer, liðinu sem er langefst í þýsku 2. deildinni. Alfreð hefur greinilega mætur á Seesing því hann hefur áður verið á 35 manna lista fyrir Ólympíuleikana í fyrra og fyrir HM í ár. Aron Seesing lék með Bergischer í efstu deild áður en liðið féll þaðan í fyrra. Hann mun taka sín fyrstu skref með landsliði Þýskalands sem 2. deildar leikmaður.Getty/Jürgen Fromme Þýskaland á fyrir höndum tvo síðustu leiki sína í undankeppninni fyrir EM sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi í byrjun næsta árs. Leikirnir eru við Sviss og Tyrkland og ljóst er að sigur í öðrum leikjanna dugar til að gulltryggja Þýskalandi sæti á EM. Þýskaland þarf hins vegar að spjara sig án öflugra leikmanna því Jannik Kohlbacher og Sebastian Heymann eru meiddir og þeir Rune Dahmke, Lukas Zerbe og Lukas Mertens eru sömuleiðis ekki með. Julian Köster snýr hins vegar aftur eftir meiðsli. Þýskaland er efst í sínum riðli með sjö stig, Sviss er með fimm, Austurríki fjögur og Tyrkland án stiga. Þýski landsliðshópurinn: Markmenn: Andreas Wolff (THW Kiel), David Späth (Rhein-Neckar Löwen), Joel Birlehm (TSV Hannover-Burgdorf) Vinstra horn: Tim Freihöfer (Füchse Berlin), Tim Nothdurft (Rhein-Neckar Löwen) Hægra horn: Timo Kastening (MT Melsungen), Mathis Häseler (VfL Gummersbach) Vinstri skyttur: Julian Köster (VfL Gummersbach), Marko Grgic (ThSV Eisenach), Miro Schluroff (VfL Gummersbach), Matthes Langhoff (Füchse Berlin) Miðjumenn: Juri Knorr (Rhein-Neckar Löwen), Luca Witzke (SC DHfK Leipzig), Nils Lichtlein (Füchse Berlin) Hægri skyttur: Renars Uščins (TSV Hannover-Burgdorf), Franz Semper (SC DHfK Leipzig) Línumenn: Johannes Golla (SG Flensburg-Handewitt), Justus Fischer (TSV Hannover-Burgdorf), Aron Seesing (Bergischer HC) EM karla í handbolta 2026 Þýski handboltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Á meðal þeirra sem Alfreð valdi í hópinn er hinn 22 ára gamli línu- og varnarmaður Aron Seesing, nýliði sem spilar ekki í efstu heldur næstefstu deild Þýskalands. 🚨 National Team Surprise: Aron Seesing Called Up from 2nd Division! 🇩🇪Bundestrainer Gislason shocks with EM-Quali call-up of Bergischer HC pivot Aron Seesing — still a 2nd league player! Not the first to rise from the “Unterhaus” to the national spotlight#AronSeesing pic.twitter.com/uZ5gc1s8B3— Hen Livgot (@Hen_Livgot) April 24, 2025 Seesing er nefnilega lærisveinn Arnórs Þórs Gunnarssonar hjá Bergischer, liðinu sem er langefst í þýsku 2. deildinni. Alfreð hefur greinilega mætur á Seesing því hann hefur áður verið á 35 manna lista fyrir Ólympíuleikana í fyrra og fyrir HM í ár. Aron Seesing lék með Bergischer í efstu deild áður en liðið féll þaðan í fyrra. Hann mun taka sín fyrstu skref með landsliði Þýskalands sem 2. deildar leikmaður.Getty/Jürgen Fromme Þýskaland á fyrir höndum tvo síðustu leiki sína í undankeppninni fyrir EM sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi í byrjun næsta árs. Leikirnir eru við Sviss og Tyrkland og ljóst er að sigur í öðrum leikjanna dugar til að gulltryggja Þýskalandi sæti á EM. Þýskaland þarf hins vegar að spjara sig án öflugra leikmanna því Jannik Kohlbacher og Sebastian Heymann eru meiddir og þeir Rune Dahmke, Lukas Zerbe og Lukas Mertens eru sömuleiðis ekki með. Julian Köster snýr hins vegar aftur eftir meiðsli. Þýskaland er efst í sínum riðli með sjö stig, Sviss er með fimm, Austurríki fjögur og Tyrkland án stiga. Þýski landsliðshópurinn: Markmenn: Andreas Wolff (THW Kiel), David Späth (Rhein-Neckar Löwen), Joel Birlehm (TSV Hannover-Burgdorf) Vinstra horn: Tim Freihöfer (Füchse Berlin), Tim Nothdurft (Rhein-Neckar Löwen) Hægra horn: Timo Kastening (MT Melsungen), Mathis Häseler (VfL Gummersbach) Vinstri skyttur: Julian Köster (VfL Gummersbach), Marko Grgic (ThSV Eisenach), Miro Schluroff (VfL Gummersbach), Matthes Langhoff (Füchse Berlin) Miðjumenn: Juri Knorr (Rhein-Neckar Löwen), Luca Witzke (SC DHfK Leipzig), Nils Lichtlein (Füchse Berlin) Hægri skyttur: Renars Uščins (TSV Hannover-Burgdorf), Franz Semper (SC DHfK Leipzig) Línumenn: Johannes Golla (SG Flensburg-Handewitt), Justus Fischer (TSV Hannover-Burgdorf), Aron Seesing (Bergischer HC)
EM karla í handbolta 2026 Þýski handboltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira